sunnudagur, febrúar 19, 2006
Halló á íslensku!
Skammarlegt, en samt satt; ég er víst búin að hafa þessa síðu síðan 2004 og ekkert gert mér gagn af henni! En nú er komin góð og gild ástæða; ég er að flytja til Jamaica eftir nokkra daga og var búin að sjá í hendi mér hversu bráðsniðugt þetta fyrirbæri væri til að koma fréttum um líf mitt hjá þeim rastafarium áleiðis til vina og vandamanna. Er nú ekki enn búin að átta mig á hvernig þetta virkar, kemur einhver til með að lesa þetta? Og þá-hverjir? Verð ég að passa hvað ég segi? Er hægt að taka aftur eitthvað sem ég hef látið flakka á þessari síðu? Tæplega!! Svo ég verð að reyna að stýra puttunum mínum í vitlegan teksta sem ég get staðið fyrir hvar og hvenær sem er! En Guðbjörg ætlar nú að taka mig í tíma áður en ég fer og leiða mig í allan sannleikann um hvering ég get gert þetta að einhverju spennandi fyrir mig og aðra. Ferðalegið er sumsé á næstu grösum, næsta föstudag (24. febr.) legg ég af stað frá Kaupmannahöfn. Millilendi í London og síðan er flogið beint strik áleiðis til Karabíska hafsins. Tekur víst eina 9 tíma frá London, en þá er ég líka komin til Kingston Town sem hann Harry Belafonte söng svo angurvært um þarna um árið. En ég er ekki alveg komin heim, á eftir eina flugferð í viðbót milli Kingston og Montego Bay sem verður aðalheimili mitt næstu 2 árin. Spennandi! Allavega er mun hlýrra þar en þar sem hin heimili mín eru; þa. í Reykjavík og á Christianshavn í Kaupmannahöfn! Held ykkur upplýstum um hvað gerist og hvernig gengur! KNUS/Svava
Skammarlegt, en samt satt; ég er víst búin að hafa þessa síðu síðan 2004 og ekkert gert mér gagn af henni! En nú er komin góð og gild ástæða; ég er að flytja til Jamaica eftir nokkra daga og var búin að sjá í hendi mér hversu bráðsniðugt þetta fyrirbæri væri til að koma fréttum um líf mitt hjá þeim rastafarium áleiðis til vina og vandamanna. Er nú ekki enn búin að átta mig á hvernig þetta virkar, kemur einhver til með að lesa þetta? Og þá-hverjir? Verð ég að passa hvað ég segi? Er hægt að taka aftur eitthvað sem ég hef látið flakka á þessari síðu? Tæplega!! Svo ég verð að reyna að stýra puttunum mínum í vitlegan teksta sem ég get staðið fyrir hvar og hvenær sem er! En Guðbjörg ætlar nú að taka mig í tíma áður en ég fer og leiða mig í allan sannleikann um hvering ég get gert þetta að einhverju spennandi fyrir mig og aðra. Ferðalegið er sumsé á næstu grösum, næsta föstudag (24. febr.) legg ég af stað frá Kaupmannahöfn. Millilendi í London og síðan er flogið beint strik áleiðis til Karabíska hafsins. Tekur víst eina 9 tíma frá London, en þá er ég líka komin til Kingston Town sem hann Harry Belafonte söng svo angurvært um þarna um árið. En ég er ekki alveg komin heim, á eftir eina flugferð í viðbót milli Kingston og Montego Bay sem verður aðalheimili mitt næstu 2 árin. Spennandi! Allavega er mun hlýrra þar en þar sem hin heimili mín eru; þa. í Reykjavík og á Christianshavn í Kaupmannahöfn! Held ykkur upplýstum um hvað gerist og hvernig gengur! KNUS/Svava
Comments:
Skrifa ummæli