.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

laugardagur, september 30, 2006


"I´m going to San Francisco, and I will wear some flowers in my hair..." eins og hann Kristján lagði til! En ég ætla nú samt að hafa með eina peysu eða svo, það er aldrei að vita hvað þessum ammmmeríkönum dettur í hug!

Hafið góða helgi elskurnar, við heyrumst og sjáumst. KNUS í öll hús.

föstudagur, september 29, 2006


Þetta er hann Bjarki Örn Arason með nýju eyrun sín. Ekkert smá sætur!! Mér finnst nú eins og þeir hafi gert eitthvað meira við hann þessa elsku, hann lítur svo fullorðinslega út á þessarri mynd! En það er líka orðið agalega langt síðan ég sá hann, alltof langt. Hlakka ellert smá til að heimsækja þau í Lofoten og það fer nú að styttast sem betur fer.

Á morgun förum við Sigfús til San Fransico í langþráð 12 daga sumarfrí. Tókum ammerísku skeytin í gærkvöldi og það er skítakuldi þarna í henni Kaliforníu. Við erum náttúrulega ekki með nein vetrarföt hérna, en eftir því sem við best sjáum verður allavega þörf á hlýjum haustfötum. Og ég sem hélt að það væri alltaf sumar í Kaliforníu? En það eru víst einhverjar búðir í San Fransico, svo þetta hlítur að reddast hjá okkur!

fimmtudagur, september 28, 2006

þegar ég fór til Evrópu í vor notaði ég tækifærið til að segja greyinu henni Lue upp. Sigfús gat ekki hugsað sér að hafa hana nálægt sér, það voru svo svakaleg lætin í henni og svo varð alltaf einhver að vera yfir henni annars varð allt vitlaust! Eins og þið kannske munið, lánaði Miss Monika okkur "sína" 2 daga í viku til að halda í horfinu hérna heima. Moniku húshjálp er eldgömul lítil kona sem getur varla hreyft sig fyrir gigt og árangurinn af þrifunum var í samræmi við það. Allt ofar en 70 centimetrar var haugdrullugt þegar ég kom heim, hún gat hreinlega ekki teygt sig! Nú líður að næstu ferð minni og ég ætla sko ekki að láta allt falla í svað á meðan og Sigfús hefur nóg annað að hugsa um. Svo nú er ég að undirbúa Vivet til að verða ekta "housekeeper" sem ma. felur í sér að hún þarf að þvo þvott. Vandamálið er bara að hún hefur aldrei sett þvottvél í gang. Það er ferlega skrítið að kenna á þvottavél, hef ekki velt þessu fyrir mér lengi. Maður bara "skellir í vél" án þess að hugsa svo mikið um hvernig maður gerir þetta. Að vísu kenndi ég Ara á þvottavélarnar á stúdentagörðunum í Gautaborg þarna um árið. Hann var þá að verða 9 ára og rosalegur buxnaböðull, það var ekki óalgengt að hann færi með 3 pör á dag! Mér fannst upplagt að láta hann sjálfann þvo, þá hætti hann kannski að sóða sig svona rosalega út- hélt ég! Ari sýndi sig verða fyrirtaks þvottamaður, hafði bara gaman af, en hélt uppteknum hætti með buxnaböðlið! Hinar konurnar í þvottahúsinu horfðu á mig eins og ég væri algjör barnaníðingur! En aftur til Vivet; hún horfði alvarleg á mig á meðan ég útskýrði þetta tækniundur sem þvottvél hlýtur að vera fyrir hana og kinkaði kolli eins og hún skildi þetta allt. Sem hún kannski gerir, það á eftir að koma í ljós. En svo spurði hún: "hvar á ég að setja klórið"? Klórið... hugsaði ég og gaut autunum á skellóttu húfuna hans Sigfúsar sem hún var nýbúin að þvo í höndunum; fjandinn sjálfur, hér nota þau klór í allt og fína blágráa Nike-töffarahúfan hangir núna út á snúru, ljósblá með hvítum skellum. Ég held það verði þörf á framhaldstíma í þvottafræðum hérna á Taylor Road. En Vivet finnst nú ekki merkileg þessi stykki okkar sem ekki þola smáklórblöndu! Ég er farin að skilja allann þennan drifhvíta þvott sem hangir á öllum snúrum hérna. Og allar hyllurnar í búðinni sem eru fullar af klór í misstórum brúsum!

miðvikudagur, september 27, 2006


Það var eins og við manninn mælt; Guðbjörg var rétt komin út í vélina þegar fór að þykkna upp og 15 mínútum eftir að hún lagði af stað var farið að rigna! Svona fannst nú Mobay leiðinlegt að hún var farin!
Þessi vika hefur flogið áfram og verið alveg yndisleg í alla staði. Við náðum að gera heilann helling og það var svo gaman að sýna Guðbjörgu þetta fallega land og kynna hana fyrir þessu góða fólki sem hér býr. Við mæðgurnar erum mjúkar að utan sem innan og útiteknar eftir samveru, nudd og strandferðir. Kitwood hafði sig hægann alla vikuna, enda hefur hann fengið stórann skerf athygli minnar síðustu mánuðina! Svo skárra væri það nú! Og svo líður að USA ferð okkar Sigfúsar, við leggjum af stað til San Fransico á laugardaginn. Það verður örugglega spennandi ferð.

mánudagur, september 25, 2006


Þið trúið því kannski ekki; en þetta erum við Guðbjörg, mitt upp í klifri okkar í Dunn´s River Falls! Þessir fossar eru rétt hjá Ocho Rios og þykja með fallegustu fossum í heimi. Frá ströndinni þar sem við byrjuðum að príla og upp á fossbrúnina eru 300 metrar, allt í klettum og misháum fossum. Þvílíkt hvað þetta var gaman! Ég hafði einu sinni komið þarna áður (með þér Jóna!) en þá vorum við ekki með sundföt og það þýðir sko ekki að fara útí öðruvísi.





Þetta er alveg svakalega skemmtilegt, enda vorum við að kafna úr hlátri eins og sjá má!

Ég get alveg ímyndað mér hvað það hlýtur að vera gaman að fara með krakka þarna, þetta er slík upplifunun! Hlakka til að fara með Brynjar og Bjarka í fossapríl!

Tíminn með Guðbjörgu flýgur áfram, ein vika er nú ekki langur tími, mig langar að sýna henni allt!



Á leiðinni heim fengum við okkur frokost og skemmtum okkur við músík "eldrimannabandsins" ferlega flottir og fyndnir eldri herrar sem fóru á kostum í alls kyns músiktilbrigðum. Góðir á meðan þeir sátu, en Vá maður, þeir voru svo gamlir og slitnir á kroppinn að þeir gátu varla staðið, hvað þá gengið. En rytminn var þarna, það var ekki spurning!


Þvílíkur dekurdagur í gær! Eftir gott nudd og "skrúbb" borðuðum við Guðbjörg frokost við ströndina og BINGÓ; Guðbjörg var komin með rastahár! Fer henni voða vel!

Svo dormuðum við bara á ströndinni og nutum veðurs og samveru. Sigfús þurfti því miður að vinna í dag, hvann hefði sko gjarna viljað vera með okkur.
Jentan fór svo með okkur í "sight-seeing" um bæinn, keyrðum svolítið um bæjarhluta þeirrra innfæddu.



Afmælismiddaginn fengum við á Húsbátagrillinu, við Guðbjörg fengum okkur humar og þarna er Guðbjörg að velja sinn! Sem betur fór þurftum við ekki sjálfar að koma þeim á grillið, bara ákveða hvaða humar okkur leist best á! Humargryfjan er bara undir bátnum og lokið 50 cm. frá barnum. Eins gott að pompa ekki ofaní, þeir virtust svangir þarna niðri!
Einhenti kokkurinn sá um matseldina og namm!. hann var góður humarinn!

Undir stjörnubjörtum himni, við hægvaggandi hreyfingar húsbátsins, með nýuppáhellt Blue Mountain kaffi og í góðum félagsskap Guðbjargar og Sigfúsar, lauk þessum frábæra afmælisdegi mínum. Ég mæli sko með því að verða 55 ára, það er voða gaman!!

sunnudagur, september 24, 2006


Á leiðinni heim frá Negril, komum við við í fuglagriðastaðnum upp í fjöllunum. Fuglarnir löðuðust (auðvitað!=) að Guðbjörgu og litu ekki við okkur hinum!En því miður var sömu sögu að segja um moskítóið, þær voru og eru voða glaðar yfir að fá svona ungt og gott blóð!

Meðan við vorum þarna, kom maður frá ferðaskrifstofu hérna í Mobay sem var að mynda fyrir nýju heimasíðuna sína og Guðbjörg verður greinilega aðal"spottið" hans, því hann myndaði hana í bak og fyrir á meðan fuglarnir þyrptust að henni!

Og svo á ég afmæli!! Mér finnst náttúrulega alltaf rosalega gaman að eiga afmæli (eins og þið vitið!) en þessi afmælisdagur er alveg sérstakur! Ég vaknaði við s0ng þeirra Sigfúsar og Guðbjargar, hún stóð utanvið flugnanetið með kerti og kex! Þau eru yndisleg bæði tvö! Svo var morgunmatur og fullt af gjöfum, æðislegt! Guðbjörg hafði búið til þennan púða, þrykktar myndir af okkur öllum; Ara, Guðbjörgu, katherine, Kötju, Sigfúsi, Brynjari og Bjarka! Og svo tróna ég í miðjunni! Ferlega skemmtilegur fjölskyldupúði!!

Ari og fjölskylda höfðu einhvernveginn fundið á sér að mig langaði í leikfimisbolta, ótrúlegt en satt að ég var búin að svipast um eftir svona bolta hérna og var ákveðin í að kaupa hann í kaupmannahöfn! meiriháttar! Hafdís sendi mér nýja bók "á bandið" og Jóna (sem veit hvað mér kemur!) Prince Light! Sigfús sem var nú búinn að gefa mér þvílíku gjöfina, hafði fengið Guðbjörgu til að kaupa æðislegann kjól handa mér, hún þekkir bæði smekk og vaxtarlag móður sinnar og kjóllin er rosalega flottur! Set kannski mynd af mér í honum seinna! En nú erum við mæðgurnar að fara í dekur á fína staðnum! nudd og svona!! KNUS
PS: Takk fyrir allar kveðjurnar kæru þið öll.


Það er búið að gerast svo mikið síðustu tvo sólarhringana að það er efni í vikublogg - eða meira! Rosalega gaman! Við vorum eina nótt í Negril og bjuggum í litlu kofahúsi alveg á ströndinni - þetta er útsýnið frá verandanum,



ekki amalegt!
Negril er algjör paradís, veður, umhverfi og ströndin sem var mikið notuð, seint kvöld og snemmmorguns.





Við Guðbjörg í kvöldsundi, sólin var að setjast og við ætluðum ekki að hafa okkur upp úr! Vorum orðnar algjörar rúsínur!


En svo vorum við komnar í sjóinn aftur um 7 leitið næsta morgun!





Vórum vel útiteknar eftir strandveruna! Þótt skömm sé frá að segja; þá var þetta fyrsta alvöru strandferð okkar Sigfúsar. Þurfti Guðbjörgu til að koma mér á bragðið, en nú er ég fallin, sjórinn er meiriháttar!












Guðbjörg sem er þræl"strönduð" eftir góða sumarið í Kaupmannahöfn og nýja Amager Strandpark komið út í kl. 7!



Fjárinn sjálfur! Nú vill bloggið ekki taka fleiri myndir inn...í bili

þetta verður að nægja...í bili!

föstudagur, september 22, 2006

Sorry, það datt úr setning, ég var svo glöð innra með mér þegar ég var að lýsa komu Guðbjargar að ég hugsaði, en skrifaði ekki;
inn úr dyrunum kom hún Guðbjörg mín, ljómandi eins og sólin í MoBay, þegar hún er hvað sterkust!!/KNUS


Upp úr kl.eitt á miðvikudaginn heyrði ég að Sigfús kom heim; "afmælisgjöfin þín er svo stór að ég varð að sækja hana sjálfur" sagði hann, og hvað haldið þið: inn úr dyrunum kom hún hún er hvað sterkust! Mér varð svo mikið um, að fyrst hoppaði ég á nærliggjandi vegg og svo fór ég bara að háskæla! Eftir mörg og stór faðmlög fékk ég skýringuna, þau (Sigfús og Guðbjörg) voru búin að lummast við að skipuleggja að koma mér á




óvart, sem þeim svo sannanlega tókst og ótrúlegt en satt, hafði þeim tekist það svona vel að mig grunaði ekki baun! Þvílík afmælisgjöf! hef aldrei fengið neina gjöf sem kemmst í hálfkvisti við þetta, að fá blómið mitt óvænt í heimsókn! En ég hef nú smá svona bakþanka; mikið svakalega sem þau eru góðir skrökvarar, bæði tvö!!!


Þetta er náttúrulega slík lukkan, það er svo ofboðslega gaman að hafa hana Guðbjörgu hérna hjá mér á Taylor Road. Enda sjáið þið á mér svipinn, ég get ekki hætt að brosa!!
Hún small inn í jamaicanska rytmann eftir fyrstu nóttina, vaknaði með fuglunum galvösk og fór með nýpressaða djúsinn sinn út að heilsa morgninum.

Kitwood fær sko hvíld þessa daga, enda held ég að honum veiti ekki af því frekar en mér!

Fyrsta daginn vorum við í skrokkadekri;
fórum (ekkert alltof snemma!) í ræktina og svo í sund í einni af fimmtíuogeitthvað laugum sem eru á Half-Moon svæðinu.

Guðbjörg er þarna eins og fyrirsæta sem er verið að mynda fyrir luxusbækling handa ríku túristunum! við náðum heilmiklu þennan fyrsta dag Guðbjargar á Jamaica, létum dekra við okkur í hand- og fótsnyrtingu, gengum um down-town svo Guðbjörg fengi tilfinningu fyrir lífinu hérna, kíkkuðum smá í búðir, fengum okkur ávaxtapúns í klúbbnum og nutum þess að vera saman.

Á eftir ætlum við svo til Negril og gista eina nótt á strandhóteli þar.

Það er meiriháttar að hafa hana hérna hjá okkur!

miðvikudagur, september 20, 2006

Var að uppgötva að ég hef ekki bloggað "dögum saman"!! Og enginn hefur kvartað? HALLÓ!!! Er engin hvatning hérna?!! En ég er búin að vera svo "busy" upp á síðkastið (eða þannig!). Eins og þeir sem þekkja mig vita er ég svo mikil óhemja í öllu sem ég tek mér fyrir hendur og þegar ég loksins fór að nota mér fitness aðstöðuna á Half Moon, munaði sko um það. Ég er búin að fara á hverjum degi og vera heillengi í hvert skipti og það hefur sko ekkert verið gefið eftir. Enda hef ég ekki getað gengið upp stigann hljóðalaust fyrr en í dag! Og ég sem hélt að ég væri orðin svo rosalega þjálfuð eftir mánaðarlangt sprikl mitt á dýnunni hérna heima! Ja, þvílíkt.

Svo hef ég nú þurft að sinna garðræktinni minni sem gengur nú allavega. Það er slíkur vöxturinn í sumu, en annað potast varla upp úr moldinni. Ég hef ekki við að stækka pottana fyrir paprikuplöntuna (þá sem lifði af froskapissið) og brokkolíið, basilikumið er farið að blómstra (hef alltaf átt svo erfitt með að halda lífi í basilikum), chili plantan vex og vex, en svo gengur ekkert með graslaukinn og persilliuna. Skrítið? Eitthvað sem ég veit ekkert hvað er tætist upp, ég skrifaði samviskusamlega nöfnin á fræunum á pappaspjöld og potaði niður í moldina þegar ég sáði, en athugaði ekkert að vökvunun leysti auðvitað upp alla skrift og reyndar pappann með! Svo nú eru einhverjar nafnlausar kryddjurtir í góðum vexti á veröndinni. Ég held áfram við að fínpússa Kitwood og reyni að betrumbæta þýðinguna. Er ekki búin að fá "feed-back" frá öllum sérfræðingunum ennþá og sum orð velkjast rosalega fyrir mér og öðrum. T.d. hugtakið "reminicence" sem hjá Kitwood (og reyndar fleirum) þýðir skamvinna endurheimtingu eða afturköllun á færni sem var glötuð. Á íslensku hefur þetta oftast verið kallað "endurminning" eða "minningarvinna", en það er bara ekki alveg það sama. Ég er voða upptekin af þessu núna og við líkamlega strengi mína bætist við "hugarstrengir", því ég hugsa svo mikið um þetta! Og til að kóróna álagið þá er ég í slíku histaminrússinu þessa dagana, moskítóið er blóðþyrst sem aldrei fyrr og situr um mig hvar sem ég er. Ég er komin í heilagt stríð við kvikindin, búin að koma eiturbaukum fyrir í öllum herbergjum (held líka gjarna á einum í hendinni!), geng um með rannsakandi augum og spara ekki úðann þegar ég kem auga á eitthvað kvikt. En allt kemur fyrir ekki, að kvöldi eru alltaf nokkur ný bit sem blása upp og gera mig líkasta Fílamanninum fræga. Það er sko eins gott að malaría er óþekkt á Jamaica, ég væri löngu dauð! En veðráttan er yndisleg!! KNUS í öll hús.


sunnudagur, september 17, 2006

Mikið sem sunnudagar eru nú góðir dagar. Við Sigfús erum bæði svo vinnusöm alla vikuna að sunnudagarnir (oftast einu frídagarnir) eru langþráðir og velkomnir. Oftast gerum við fremur fátt, dinglum okkur heima og að heiman og tökum því rólega. Ég byrjaði reyndar daginn með að fara í "ræktina" (er þetta ekki ennþá kallað þetta á Íslandi?!!), er loksins farin að nota mér meðlima-kortið sem við fengum á Half Moon. Núna eru ekki svo margir gestir á hótelunum og hef ég því í þessi skipti sem ég hef farið, haft alla aðstöðuna fyrir mig eina, inkl. starfsfólkið! Ekki amalegt, næstum eins og að hafa einkaþjálfara! Um hádegið fórum við niður í bæ og fengum okkur salat á Dr. Cave Beach og sátum lengi og horfðum á túristana veltast á ströndinni. Þessi náungi sem er þarna með Sigfúsi kom hoppandi á móti okkur boxandi út í loftið með miklum tilþrifum. "Ég er boxari, ég er boxari" hvæsti sá gamli á milli samanbitna tannana og mér leist nú satt að segja ekkert á í byrjun. Er kallinn kolvitlaus, hugsaði ég, en þá reif hann upp úr vasanum gamalt og þvælt skýrteini, þar sem stóð nafnið (hans?) og fæðingardagur (22.sept. 1922!) og þar var hann reyndar titlaður boxari! Þessi tæplega 84 ára kall var hinn skrafhreifasti, benti á öll ómeðhöndluðu andlitsbeinabrotin og runaði út úr sér hvar og hvenær hann hefði fengið þetta og þetta höggið! En greinilega hefur heilinn sloppið, því hann var eldklár í kollinum.
En hann vildi hafa húfuna á myndinni, kannski af því að Sigfús var með húfu líka!
Annars er alltaf sama blíðan hjá okkur í Mobay, hann dregur stundum upp á sig seinnipartinn, en sjaldnast verður nokkuð úr því. Svo ég velti fyrir mér; hvað er verið að meina með þessu regntímabili? Það á að vera í hámarki núna eftir því sem mér er sagt!

laugardagur, september 16, 2006

Við fundum nýjann supermarkað í dag. Og svona líka fínann og með allar hillur fullar. En það er nú ekki þannig allstaðar eða alltaf. Við vorum eins og börn í leikfangabúð og keyptum alveg helling! Þetta var í litlu "centri" , mjög afslappað umhverfi, m.a. lölluðu hænur með unga sína og þessi bráðmyndarlegi hani á milli bílanna á bílastæðinu.
Mér fannst ég hafa gripið Guð í fótinn þegar ég fann bæði púrrulauk og ferskt rósmarín! Og svo var meira að segja til bragðmikill ostur og sýrður rjómi og ekki nóg með það; við fundum LAMBALÆRI!! Nú verð ég sko að bjóða Óla Íslending í mat. Hann er bóndasonur sem er alinn upp á lambakjöti og finnst "enginn matur vera matur nema feitt lambakjöt". Og hér fær hann bara þennann eilífa hel..... jerk-kjúkling! Svona er nú smekkurinn mismunandi, André gasmaður hefur einu sinni farið út fyrir Jamaica, hann var á gasnámskeið í USA í eina viku og var að dauða kominn af hungri þegar hann kom heim.
Hann gat ekkert borðað af ameríska matnum, þar var öngvann jerk-kjúkling að fá! Best að fara að elda, það verður grillaður kjúklingur í matinn! KNUS

föstudagur, september 15, 2006

Ég fór í þvílíka "treatmentið" áðan! Ætlaði sko að nota mér 50% afsláttarkortið á Ritz-Carlton og pantaði (svona til að byrja með!) nudd og manicure. Það var tekið á móti mér eins og ég væri prinsessan af Saba, dýravörðurinn tók við bílnum mínum og keyrði hann í bílakjallarann og inni var ég klædd í mjúkann dragsíðann slopp og boðið inniskór. Stúlkan deplaði ekki auga þegar ég sagði henni að ég þyrfti númer 42! Þeir kunna sig þarna!!!
Nuddarinn mælti eindregið með steinanuddi og ég var til í prófa það. Svona hef ég aldrei upplifað; fyrst voru lagðir á mig út um allt sjóðandi heitir steinar, hún tróð meira að segja steinum milli tánna á mér! Svo hófst hún "steina", þa. hún nuddaði mig með heitum rúnnuðum steinum, í 80 mínútur!!! Svakalega gott og þægilegt, á tímabili var eins og ég færi hreinlega úr kroppnum og svifi einhverstaðar þarna fyrir ofan okkur! Mjög merkilegt en alls ekki óþægilegt. Það er sko hægt að verða háður þessu!
Eftir afslöppun í "lady-lonuge" með ávaxtasafa og amerísk slúðurblöð var ég svo sótt í handsnyrtinguna, sem bjútífúl snyrtikona rubbaði fagmannlega af á mettíma, stakk höndunum á mér inn í þurrktækið; og BINGÓ! Ég kom út mjúk á kroppinn eins og barnsrass með þessar líka fínu neglur. Það eina sem hægt er að kvarta yfir er að það mátti hverki reykja þarna! En á meðan bláklæddi drengurinn sótti bílinn minn, bætti ég úr því! Mér fannst ég vera voða mikilvæg persóna þarna! Hugsið ykkur: svona gerir nú fræga fólkið á hverjum degi, ja, hérna!!!
Hafið góða helgi elskurnar. KNUS í öll hús.

fimmtudagur, september 14, 2006

PS. Ég SEM auðvitað ekki skeytin, ég TEK skeytin!!


Það er víst að koma haust á Jamaica. Litirnir eru að breytast, sum tré farin að fölna og önnur að spretta. Þessi runni er í garðinum hjá okkur, búinn að vera óskup fallegur, grænn og ræktarlegur. Síðustu vikurnar hefur hann svo tekið þetta líka litla stökkið og er nú þakinn þessum fallegu rauðu blómum. Kannski stendur þetta til jóla? Þetta er sko ekta jólarunni!







Þessir runnar eru meðfram veggnum sem skilur okkur frá "trjámorðingjalóðinni". Allt í einu eru þeir farnir að blómstra á fullu. Mér hefur nú fundist þeir svona hálfræfilslegir og orðaði það við Barry einhverntímann í sumar. "later, later" sagði Barry íbygginn! Og nú er þetta "later" geinilega komið!

Þessi nýji blómstrandi tími laðar að sér alveg nýja dýraflóru, nú er allt krökkt af fiðrildum í öllum regnbogans litum og Doctor Bird er aftur mættur á svæðið. Litlu kólobrífuglarnir eru voða hrifnir af þessum appelsínugulu blómum og þeytast þarna um með pínulitlu vængjunum sínum.
Haustinu fylgja líka trobikalstormarnir, núna eru Gordon og Helene að þenja sig út á hafi. Eins og sannur Íslendingur sem ég auðvitað skeytin daglega, en ekki til að sjá hvort rignir eða snjóar á næstunni, núna fylgist ég með hvort einhver fellibylurinn stefnir í áttina til mín! Það er margt sem er öðruvísi í daglegu lífi manns þegar búsetan er á þessarri breiddargráðu!
Nú eru að berast upplýsingar frá sérfræðingunum sem eru mér hjálplegir við "vafaorðin" í þýðingunni, svo endapunkturinn nálgast óðfluga! Góð tilfinning!

þriðjudagur, september 12, 2006

Ég fór á morgunfund hjá "expata" konuklúbbi MoBay í morgun. Það er einhver hellingur af útlenskum konum hérna, sumar hverjar eru í sjálfstæðri vinnu, aðrar vinna hjá fyrirtæki eiginmannanna og enn aðrar eru ekki í launaðri vinnu. Síðastnefndi hópurinn hefur rýmstann tíma, "houskeeper" sér um húsverkinn, börn, ef einhver eru, eru í skóla eða gæslu. Og þessi hópur umgengst undir "social" formerkjum; kaffi- og hádegisverðarboð, strandtúrar skoðunarferðir, m.m. Mér hefur verið boðið áður en þetta var í fyrsta skiptið sem ég fór. var svolítið forvitin, því þetta var haldið á fínasta hótelresortinu í bænum og þangað hef ég aldrei komið. Það var norsk kona (ættuð frá Lofoten! heimurinn er stundum lítill!) sem bauð okkur Pihl-konum að þessu sinni. Þarna voru samankomnar hátt í 100 konur frá öllum heimshornum og sem eru hér í mismunandi erindagjörðum. Sú sem stóð fyrir skipulagi þessa fundar, er gift einum af stjórunum á "resortinu" og nutum við góðs af. Ofboðslega fallegt umhverfi, flottar veitingar og svo var þetta bara voða gaman! Hressar og skemmtilegar konur sem margar hverjar eru búnar að búa á ótal stöðum í heiminum, sjá og upplifa öll ósköp. Við vorum allar leystar út með 50 % afsláttarkorti til fitness og "skønheds" aðstöðunnar á hótelinu í tvo mánuði og það er sko ekkert slor staður skal ég segja ykkur! Svakalega flott og góð aðstaða. Verð að nýta mér það! Vill einhver koma með? Nú er ég líka svo vel skóuð til "fitness" eftir bæjartúrinn í gær. Keypti mér þessa fínu hlaupaskó, þurfti orðið að sópa alla íbúðina eftir að hafa verið á bandinu á þeim gömlu, það tættist svo úr þeim! Ég held ég hafi aldrei átt svona létta skó, ég fann varla fyrir að ég væri í þeim svo ég varð að bregða þeim á vigtina! Og hvað haldið þið? Hvor skór um sig vegur tæp 200 grömm! Og í mínu númeri!!! Gömlu voru nærri 500 grömm STYKKIÐ!! Það sem ég varð undrandi yfir þessu! :-)

mánudagur, september 11, 2006

Það er nokkuð ljóst að froskurinn sem gisti paprikuplöntuna mína á dögunum var ekki prins í álögum. Á nokkrum dögum visnaði plantan sem hafði borið af öðrum plöntun hvað grósku og heilbrigði snerti og heyrir hún nú fortíðinni til. En eitt er víst; ég kem ekki til með að kyssa frosk hér né annarsstaðar, þeir eru greinilega ekki góðir fyrir heilsufarið!
Svona lærir maður nú smátt og smátt á náttúruna hérna og venst flestu. Maður venst og lærir að takast á við ormana sem stundum kúrra sig í skónum manns, maurana sem hundruðum saman storma í skipulögðum röðum í sinni desperat matarleit, stóru froskana sem pissa í paprikuplöntuna og þá litlu sem smella og garga í forstofunni, skrítnu marglitu flugurnar sem koma stundum inn, jafnvel moskítóinu venst maður upp að vissu marki. En einu hvorki get ég né vil venjast, það eru kakkalakkarnir! Þeir eru bara svo ferlega ÓGEÐSLEGIR!!! Sem betur fer er ekki mikið af þeim í okkar nánasta umhverfi (fyrir utan þá sem drukna í sundlauginni!), en þó er alltaf einn og einn sem slæðist inn í húsið mér til mikillar armæðu. Auðvitað veit ég vel að þeir eru út um allt og að þeir eru hættulausir, en samt! OJ,BARA!! Margir hverjir eru líka svo stórir og feitir, enda spara ég ekki eitrið á þá, ég hreinlega drekki þeim!



Laugardagseftirmiddaginn skruppum við í "housewarming" í það sem ég kalla "Det danske Greathouse", meiriháttar fínt hús sem ungt danskt par leigir og þvílíkt útsýni! Þetta er líka það hátt upp í hlíðunum að það blæs alltaf svona þægilegum gusti þarna. Ef við þurfum að flytja, sem við vonum svo sannanlega að við þurfum ekki, þá förum við þarna "uppeftir"!! En auðvitað er enginn Barry þarna og engin Miss Monika!
Við vorum nú ekki lengi þarna, því við áttum von á kallagestum í grill og sögusagnir á Taylor Road. Það fór allt vel fram!

Ég paufast áfram við endurtekstun og bíð eftir "fíbakkinu" frá íslensku snillingunum sem ætla að gefa mér góð ráð. Þarf eiginlega að skreppa í bæinn til að kaupa mér nýja "hlaupaskó", er búin að spæna joggingskóna mína upp í frumeindir á motionsbandinu! Kannski ég gefi mér bara tíma til þess! KNUS í öll hús.

laugardagur, september 09, 2006

Merete skrifstofustjóri Pihl í MoBay átti afmæli í gær og bauð öllum upp á bjór á "Mósaíkbarnum" sem er alveg við ströndina hérna rétt hjá. Voða huggulegur staður sem við Sigfús höfum oft farið á, en aldrei eftir að fer að dimma. Þess vegna þekktum við ekki þann gífurlega fjölda moskító sem þá fer á kreik. En það var líka logn og stillt veður svo skilyrðin voru frábær, þ.e.a.s. ef þú ert fluga. En fyrir mig var þetta ekki eins frábært, eftir hálftíma, eina flösku af sódavatni, hálfann brúsa af flugnasprayi og slatta af bitum, varð ég að játa mig sigraða og yfirgáf um við því samkvæmið.
Þetta var nú eitt af því magnaðasta flugnageri sem ég hef komist í.


Við fengum okkur bita á leiðinni heim, þar var "voða stuð", lifandi músík og hvað eina! Tveir eldri herrar spiluðu og sungu með tilþrifum lög eftir Bob Marley og Harry Bellafonte. Þeir voru báðir orðnir fótafúnir og hálfhaltir stauluðust þeir á milli borðanna og buðu upp á óskalög. Ég hélt fyrst að þessi settist á kassann sem hann dröslaði með sér, til að hvíla sig á. En þá var þetta hljóðfærið hans, þarna milli fóta hans voru nokkrir strengir sem sá gamli togaði í og sló á, í takt við gítar hins. Því miður gleymdi ég að spyrja hvað svona hljóðfæri heitir. Þetta var bara svo flott hjá honum, en hann hefði alveg mátt sleppa því að taka undir sönginn, sem hann gerði annað slagið með titrandi (og falskri) röddu! En ég get enn undrað mig yfir hvað fólk hérna er mis-svart, þessi gamli var hreinlega eins og nóttin.

Ég var víst búin að blogga um að íbúðin "okkar" er á söluskrá. Nokkur sinnum hefur verið hringt vegna fólks sem vill skoða, en aldrei hefur neinn komið... fyrr en í morgun. Við erum með fastann samning í 1 og 1/2 ár (lengri leigusamningur er ekki gerður hérna) og höfum sko ekki áhuga á að þurfa að flytja fyrir nokkra mánuði. Þess vegna er okkur enginn hagur í að íbúðin seljist og erum svolítið "ambivalent" í þessu. Við erum búin að gera íbúðina svo huggulega og fína, að hún lítur 100 sinnum betur út en þegar við fluttum inn og er þar með orðin seljanlegri. Þannig að við höfum á þann hátt hjálpað eigandanum við að gera okkur óleik! Þegar Sigfús gekk um með hugsanlega kaupandanum í morgun, heyrði ég hann muldra í barm sér um allt sem væri nú í rauninni slæmt við þessa íbúð á meðan hinn horfði með velþóknun á huggulegheitin okkar og hlustaði greinilega ekkert á hvað Sigfús sagði! Nú vonum við bara að eitthvað af því hafi samt síast inn í undirmeðvitundina, eða hitt að þetta sé ekki rétta húsnæðið fyrir manninn!
Við förum í "housewarming" á eftir í það sem mér heyrist að sé "Det Danske Greathouse" í MoBay, voða fínt hús upp í hæðunum sem ungt danskt par var að flytja inn í.
Svo koma nokkrir "kallar" í mat í kvöld, gamlir kollegar Sigfúsar sem eru hérna á svæðinu. Svo það verður grillað og sagðar sögur á Taylor Road í kvöld! Ég er að verða búin með það sem ég get gert á þessu stigi með þýðinguna, er að bíða eftir "feed-back" frá mér vitrara fólki sem ég hef leitað til með ráðleggingar. Svo allt er í góðum gír. Hafið góða helgi elskurnar, KNUS í öll hús.

fimmtudagur, september 07, 2006

Ég varð "tante" í nótt!! Camilla vinkona mín og "iværksætter" kollegi eignaðist stóra og fína stúlku á Hvidovre sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Við "tönturnar", ég og Marie Louise erum búnar að fylgjast með krílinu frá fyrsta degi, þegar eggið hennar Camillu sem hafði verið á smá útstáelsi rataði aftur heim til hennar. Ófrískar konur eru náttúrulega alltaf fallegar, en hún Camilla var engu lík, hún var svo flott. Vil ekki setja mynd af henni hérna að henni forspurðri, þið verðið bara að trúa mér! Verður gaman að koma til Köben og sjá litla blómið hennar. Og svo strákinn hennar Bjarneyjar á Íslandi, hann Bjarka litla sem líka er "Meyja".
Vivet var líka að fá barn, ekki að hún hafi verið að fæða barn, heldur kom mágur hennar (bróðir mannsins hennar) sl. helgi með 6 ára dóttur sína og hreinlega afhenti Vivet hana. Stúlkubarnið hefur verið hjá mömmu sinni sem á tvö yngri börn og eitt í viðbót á leiðinni, en engann mann. Nú vill mamman ekki hafa hana lengur og sendi hana til pabbans í Mobay (sjálf býr hún einhverstaðar upp í fjöllum), en eins og Vivet segir: "hann getur ekki einu sinni séð um sjálfann sig, hvað þá heldur barnið". Svo hann fékk bara Vivet hana, án þess að nokkuð væri um það talað. Stelpuanginn er auðvitað ferlega óörugg og erfið við Vivet, sem er ekkert voða hress með þessa "gjöf" mágsins. Svo nú kemur hún á síðustu mínútu á hverjum morgni og segir: "Þetta var töff morgun"!! Skólarnir eru byrjaðir og litla skottið er að byrja í skólanum. En pabbinn borgar þó allavega skólagjöldin. Ég dauðvorkenni henni, hugsa sér að hvorugt foreldrið vill hafa hana hjá sér og henni er bara hent inn hjá fjölskyldu sem hún þekkir ekki neitt. Þetta er "töff" líf hér á Jamaica.

þriðjudagur, september 05, 2006

Vivet sem að öllu jöfnu er mikil rólyndismanneskja missti sig algjörlega í dag. Hún var að sópa verandann og allt í einu kemur hún hlaupandi inn, veinandi og sveiflandi sópnum. Svei mér ég hélt hún hefði séð draug, slöngu eða eitthvað þaðan af verra! Mér dauðbrá náttúrulega, hentist upp af stólnum og reyndi að skilja hvað í ósköpunum hefði gerst. Vivet datt algjörlega yfir í mállýskuna sína sem er stundum rosalega skrítin, en að lokum skildi ég; það var froskur í paprikuplöntunni! Vænsta hlussa (ca. 20 cm.)sem féll vel inn í umhverfið! Á meðan Vivet hoppaði fram og tilbaka réðst ég til atlögu við froskinn sem var sko ekki á því að fara úr þessu notalega umhverfi. Aðstæðurnar voru ekkert smáfyndnar; Vivet hoppandi og veinandi, ég potandi í froskinn með kústskaftinu, hann smáhoppandi (mun minna en Vivet!) fram og tilbaka á verandanum og ég á eftir með kústinn. Á endanum kom ég honum undir næsta pálma og þaðan ætlaði hann greinilega ekki að hreyfa sig. Skrítið í rauninni, froskar sjást að öllu jöfnu ekki fyrr en fer að skyggja. Kannski sofnaði hann þarna í gærkvöldi! En mikið svakalega sem Vivet er ílla við froska!
Annars er það helst að frétta, að ég setti himin og jörð á hreyfingu til að skaffa mér ísl. orðabók um líffæraheiti, í þeirri von að fá svör við nokkrum áleitnum þýðingarspurningum. Bókin kom í dag, en því miður var þetta ekki það sem ég átti von á. Algjörlega ónothæf fyrir mig. FÚLT!!!

sunnudagur, september 03, 2006

Það eru mörg Greathouse á Jamaica frá tímum plantekru og þrælahalds. Sum eru niðurnídd, en öðrum er haldið vel við og segja sögu þessa tíma bæði á góðann og miður góðann hátt. Ég hef áður bloggað um heimsókn okkar í Greenwood Greathouse, í dag fórum við og skoðuðum Rose Hall Greathouse. Það var byggt um 1770 og var aðal partýhús eyjarinnar á þeim tíma. Seinna bjó í húsinu kolbrjáluð blóðþyrst hefðarkona, Annie nokkur Palmer, sem drap 3 eða 4 eiginmenn sína og fjöldann allann af elskhugum. Hún tók gjarna einhver þrælinn sem elskhuga, þegar hún var búin að fá nægju sína af þeim, drap hún þá og lét svo nokkra þræla drösla líkinu í gegnum leynigöng sem lágu niður á strönd og grafa þá þar. Þegar þeir komu til baka, lét hún aðra þræla bíða eftir þeim í göngunum og drepa þá. Á endanum var hún sjálf myrt af einum þrælaelskhuganum. Þetta voðakvendi var líkamlega algjör písl, undir 150 cm. á hæð. En það stóð ekki fyrir henni og enginn veit nákvæmlega hversu marga hún myrti, bara að þeir voru margir! Hún var í fyrstu grafin á landareigninni, en seinna grafin upp og beinunum komið fyrir í þessarri svaka steinkistu sem er þrískipt og beinunum brenglað á milli hólfanna sem voru þakin krossum. Þetta átti að stoppa þann magnaða draugagang sem var í húsinu og eitthvað hefur hann rénað, allavega fram að kl. 18.00! Þá fer víst allt á fullt og skyldi engann undra. Þeir eru sko margir sem hafa endað æfi sína í þessu húsi og allir í svefnherbergunum á eftur hæðinni. Neðri hæðin er víst nokkrunveginn
draugalaus, en eins og "gædastúlkan" sagði: "Annie vildi aldrei fá neinn inn í húsið eftir kl. 18.00 og við sjáum til þess að allir séu komnir út kl. 17.45. Örðuvísi getum við ekki ábyrgst öryggi þeirra"!


Reynt hefur verið að koma á kreik sögum um að þrælarnir hafi þyrmt þessu "Greathouse" í þrælauppreisninni 1831. Sögusagnirnar eru að þeir hafi ekki þorað að brenna húsið, af ótta við að fá anda "The White Witch" og allra dauðu mannanna hennar á eftir sér. En húsið var örugglega brennt, með eða án drauga. Og ekki var nú farið vel með þrælana þarna, frekar en annarstaðar. Til að fyrirbyggja flótta þeirra var svona bjarnargildrum komið fyrir á landareigninni, utan við það svæði sem þrælunum var "leyfilegt" að ganga á. Það er hægt að ímynda sér hvað hefur gerst ef einhver þeirra hefur reynt að komast fram hjá þessum gildrum sem voru fluttar fram og til baka svo þrælarnir vissu aldrei hvar þær var að finna. Ég verð svo ofboðslega miður mín þegar verið er að tala um þrælahaldið, ég fer algjörlega í baklás. Ég hlýt að hafa verið þræll í einhverju af mínum fyrri lífum, það er hreinlega ekki eðlilegt hvernig þetta verkar á mig! En það er náttúrulega ekkert sem heitir "eðlilegt" ef hugsað er til þess, að mannlegar, skyni gæddar verur hafi gengið kaupum og sölum og verið meðhöldlaðar ver en skepnurnar. Mér kæmi ekki á óvart þótt einhverjir af draugunum í "greithásunum" á Jamaica (og örugglega víðar) séu andar þrælanna sem dóu af íllri meðferð.

laugardagur, september 02, 2006



Jæja, þá er búið að keyra á okkur. Það hlaut náttúrulega að koma að þessu, eins mikið og við erum á ferðinni og eins og jamaicabúar keyra. Við þurftum rétt að útrétta niður í bæ og vorum á heimleið. Keyrðum á grænu ljósi á einni að þrem beinum akgreinum, þeirri lengst til hægri. Hægra megin var beygjuakgrein. (Hér er sko vinstri keyrsla) Rétt í því sem við erum að fara út á gatnamótin, snarbeygir bíll sem var á beinu akgreininni lengst til vinstri og ætlar að skutla sér fram fyrir okkur og beygja til hægri. Þ.e. hann ætlaði að ná fram fyrir okkur og þá sem voru á beygjuakgreinni. (Skiljið þið þetta?) En þótt hann spýtti vel í, náðist þetta ekki hjá honum og hann dúndraði sér í vinstra framhornið á okkar bíl. Og þarna stóðum við, út á miðjum umferðarþyngstu gatnamótunum í MoBay og meigum sjálfsagt þakka fyrir að fleiri bílar lenntu ekki á okkur. En þeir eru sjálfsagt vanir þessu, allir hægðu á sér svo báðir bílarnir gætu keyrt til hliðar. Ungi maðurinn sem keyrði á okkur var með kærustuna og vinkonu hennar í bílnum og þær sögðu víst allt í einu: "Beygðu, við þurfum í Bay Vest Centrið"!! Og hann hlýddi! Allir tóku þessu nú með ró, enginn meiddist en það sér töluvert á jeppanum hans Sigfúsar. Fólk þyrptist að, nú var eitthvað að ske! Eftir smástund var búið að sjatla málin, enginn málarekstur, Sigfús lætur gera við bílinn og stráksi borgar, allir sáttir, löggan líka. En nú veit ég hvar Bay Vest Centrið er! Búin að velta því lengi fyrir mér!

föstudagur, september 01, 2006


Ég er alltaf að gera nýjar og nýjar dýra- og fugla uppgövanir. þegar ég var í sundi í morgun sat svona fugl á veggnum og góndi á mig. Nú var ég ekki með myndavélina með mér í lauginni, svo þessi mynd er "lánuð" frá netinu. Þetta er "Savanna Blackbird" eða "Tick bird" eins og hann er kallaður hér. Ferlega fyndinn fugl, með páfagauksnef og voða speggulegur! Í fuglabókinni minni er sagt að þeir séu í flokkum, en ég hef bara séð einn og einn vera að dinglast hérna í garðinum. Kanski hafa þeir villst frá "flokknum"?!! En þeir eru varir um sig, erfitt að ná af þeim mynd. Sama var um ugluna sem tyllti sér niður rétt hjá mér um daginn, hún góndi á mig smástund og svo var hún farin. Ég skil nú ekki hversvegna uglan hefur fengið svona vitringa status, mér sýndist hún ferlega sauðarleg! En það væri samt gaman að eiga mynd af henni.




Brynjar Örn "bílanafnagefari" Arason hefur talað. Eftir gífurlegar pælingar fann hann viðsættanlegt nafn fyrir "bláa bjútýið" hennar ömmu sinnar; Jenta skal hún heita! "Det er en sånn jentebil" sagði hann eins og auðvitað er hárrétt. Svo að nú er hún nafngefin litla dúllan!
En það hefur nú aldeilis komið svolítið upp með hana Jentu. Þegar ég var að ákveða þarna í vor hvernig bíl ég ætlaði að kaupa, skoðaði ég samsvarandi bíl í Kingston. Fékk meira að segja að prófa einn. Þá fékk ég vita að hann hefði allskyns fídusa, sem gerði hann sérstaklega gáfaðann. "Intelligent" lykil átti hann að hafa, ýmsa öryggisþætti, svo ekki sé nú talað um bráðgáfað útvarp sem nánast nægði að segja við hvað maður vildi hlusta á og þá kom það. Smátt og smátt hef ég uppgötvað að það vantar alla þessa fídusa í hana Jentu. Eftir nákvæma leit varð ég að horfast í augu við staðreyndirnar; Jenta er bara með meðalgreind! Ég vil nú ekki kveða svo sterkt að og segja að hún sé heimsk; en allur auka "intelligens" hefur hreinlega verið plokkaður af henni áður en hún var send yfir fjöllin til Montego Bay. Í fyrstu þóttist bílasalinn ekkert skilja, en varð samt á endanum að viðurkenna fyrir Sigfúsi að Jenta er ekki sá bíll sem við keyptum! Hvernig þetta fer veit ég ekki enn, en ég læt Jentu auðvitað ekki frá mér aftur. Sérstaklega ekki núna þegar búið er að nafngefa hana! En lærdómurinn er: "Aldrei að treysta bílasala"!!
Hafið góða helgi elskurnar/KNUS

This page is powered by Blogger. Isn't yours?