.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Jæja, þá er það síðasti dagurinn á "Kajanum" í bili. fer áleiðis til Jamaica fyrir allar aldir á morgun og ætla mér að ná háttum í Montego Bay sama dag. Það virðist nú eins og ég sé með allt undir kontrol, þrátt fyrir ýmsar skrautlegar uppákomur síðustu dagana. Ótrúlegt hvað tínist til af "smáhlutum" sem þarf að "få på plads" áður en maður flytur til Jamaica!! Þegar hjólið punterar, öryggislykillin á netbankanum dettur úr sambandi og heimsóknarplanið fyrir stelpurnar á dagvistinni í Reykjavík klikkar, og allt þetta daginn áður en ég fer, þá fer maður nú að spyrja sig; HVAÐ ER Í GANGI????!!! En einhvernveginn reddast þetta, gott að hafa hafgoluna í sér til að virkja núna! Læt heyra frá mér þegar ég er komin til lands rastafarianna!

þriðjudagur, febrúar 21, 2006


Er bara að prófa hvort ég get sett mynd inn - og það er greinilega hægt! Þetta er hann Brynjar Örn Arason, myndin orðin nokkura ára hann mundi aldrei láta sjá sig svona núna blessaður, enda að verða 9 ára!!

sunnudagur, febrúar 19, 2006

Halló á íslensku!
Skammarlegt, en samt satt; ég er víst búin að hafa þessa síðu síðan 2004 og ekkert gert mér gagn af henni! En nú er komin góð og gild ástæða; ég er að flytja til Jamaica eftir nokkra daga og var búin að sjá í hendi mér hversu bráðsniðugt þetta fyrirbæri væri til að koma fréttum um líf mitt hjá þeim rastafarium áleiðis til vina og vandamanna. Er nú ekki enn búin að átta mig á hvernig þetta virkar, kemur einhver til með að lesa þetta? Og þá-hverjir? Verð ég að passa hvað ég segi? Er hægt að taka aftur eitthvað sem ég hef látið flakka á þessari síðu? Tæplega!! Svo ég verð að reyna að stýra puttunum mínum í vitlegan teksta sem ég get staðið fyrir hvar og hvenær sem er! En Guðbjörg ætlar nú að taka mig í tíma áður en ég fer og leiða mig í allan sannleikann um hvering ég get gert þetta að einhverju spennandi fyrir mig og aðra. Ferðalegið er sumsé á næstu grösum, næsta föstudag (24. febr.) legg ég af stað frá Kaupmannahöfn. Millilendi í London og síðan er flogið beint strik áleiðis til Karabíska hafsins. Tekur víst eina 9 tíma frá London, en þá er ég líka komin til Kingston Town sem hann Harry Belafonte söng svo angurvært um þarna um árið. En ég er ekki alveg komin heim, á eftir eina flugferð í viðbót milli Kingston og Montego Bay sem verður aðalheimili mitt næstu 2 árin. Spennandi! Allavega er mun hlýrra þar en þar sem hin heimili mín eru; þa. í Reykjavík og á Christianshavn í Kaupmannahöfn! Held ykkur upplýstum um hvað gerist og hvernig gengur! KNUS/Svava

This page is powered by Blogger. Isn't yours?