fimmtudagur, febrúar 23, 2006
Jæja, þá er það síðasti dagurinn á "Kajanum" í bili. fer áleiðis til Jamaica fyrir allar aldir á morgun og ætla mér að ná háttum í Montego Bay sama dag. Það virðist nú eins og ég sé með allt undir kontrol, þrátt fyrir ýmsar skrautlegar uppákomur síðustu dagana. Ótrúlegt hvað tínist til af "smáhlutum" sem þarf að "få på plads" áður en maður flytur til Jamaica!! Þegar hjólið punterar, öryggislykillin á netbankanum dettur úr sambandi og heimsóknarplanið fyrir stelpurnar á dagvistinni í Reykjavík klikkar, og allt þetta daginn áður en ég fer, þá fer maður nú að spyrja sig; HVAÐ ER Í GANGI????!!! En einhvernveginn reddast þetta, gott að hafa hafgoluna í sér til að virkja núna! Læt heyra frá mér þegar ég er komin til lands rastafarianna!
Comments:
Skrifa ummæli