föstudagur, mars 03, 2006
Í dag fór ég með Barry í bæjinn! Þegar ég keyrði frá húsinu asnaðist ég til að segja honum að ég væri óvön að keyra í vinstri umferð og Barry varð skíthræddur! Ég get svarið að hann fölnaði! Þessi kolsvarti maður varið allt í einu ekki eins svartur lengur! Ég hélt við ætluðum bara í blómabúðina hérna á næsta horni, en það sýndi sig að Barry gartner þekkti auðvitað alvöru bómamarkað sem er niður undir miðbæ. Við vorum komin skamman spöl þegar við erum stoppuð af löggunni! Dæmigert; fyrsta skiptið sem ég er ein úti að keyra og auðvitað hafði ég gleymt að hafa nýja danska ökuskýrteinið með mér! Löggan vildi fá að sjá skráningarskýrteinið af bílnum, ég lét á engu bera og bað í hljóði til Guðs að helv. pappírarnir væru í bílnum! og það voru þeir sem betur fór, og löggan tók mig trúanlega um að ég væri með bílpróf! Barry sat hljóður á meðan á þessu stóð, en bað mig svo endilega að muna eftir skýrteininu næst! Við komumst svo klakklaust á bómamarkaðinn, og Barry var voða ábúðarmikill þegar hann fór að díla við blómamanninn sem reyndi að selja okkur eitthvað sem ég vissi ekkert hvað var, en Barry sagði bara aftur og aftur; "I want durt, I want durt" sem ég þýddi í huganum: Ég vil fá skít, ég vil fá skít"!!! Barry valdi af kostgæfni úr plöntunum, þær voru nú ekki allar lífvanlegar verð ég að segja. En heim komum við með fullan bíl af blómum sem Barry ætlar svo að gróðursetja á eftir.
Við keyptum sjónvarp á dögunum sem enginn tími hefur verið til að tengja. Allt í einu birtust tveir ungir menn sem við héldum að ættu að skoða aðstæður. Hér eru sjónvarps-loftnetskaplar út um allt, meira að segja á klósettunum! Fólkið sem bjó hér síðast hefur verið sjónvarpssjúklingar í meira lagi! En svo var enginn kapall þar sem við ætlum að hafa tækið. Drengirnir tveir voru rosalega rólyndislegir, hálf syndandi fannst mér, á einhverju? Þeir hófust þegar handa við að tengja enn einn kapalinn inn í húsið og yrtu ekki á mig á meðan. Þegar því var lokið bað ég þá að fjarlægja hina kaplana, sem þeir gerðu með því að rykkja kölunum út úr festingunum og fór slatti af málningu með! Þeir ypptu bara öxlum en vildu svo endilega tengja sjónvarpið. Gjarna sagði ég, er að verða búin að fá nóg af öllum þessum nýju tækjum. Þá allt í einu pyr annar þeirra: Ertu kristin? Ég varð nú half knumsa en svaraði"já, en þú"? Ekki enn, segir drengurinn og brosir blítt, kannske bráðum!! Þar með var samræðunum lokið!
Við keyptum sjónvarp á dögunum sem enginn tími hefur verið til að tengja. Allt í einu birtust tveir ungir menn sem við héldum að ættu að skoða aðstæður. Hér eru sjónvarps-loftnetskaplar út um allt, meira að segja á klósettunum! Fólkið sem bjó hér síðast hefur verið sjónvarpssjúklingar í meira lagi! En svo var enginn kapall þar sem við ætlum að hafa tækið. Drengirnir tveir voru rosalega rólyndislegir, hálf syndandi fannst mér, á einhverju? Þeir hófust þegar handa við að tengja enn einn kapalinn inn í húsið og yrtu ekki á mig á meðan. Þegar því var lokið bað ég þá að fjarlægja hina kaplana, sem þeir gerðu með því að rykkja kölunum út úr festingunum og fór slatti af málningu með! Þeir ypptu bara öxlum en vildu svo endilega tengja sjónvarpið. Gjarna sagði ég, er að verða búin að fá nóg af öllum þessum nýju tækjum. Þá allt í einu pyr annar þeirra: Ertu kristin? Ég varð nú half knumsa en svaraði"já, en þú"? Ekki enn, segir drengurinn og brosir blítt, kannske bráðum!! Þar með var samræðunum lokið!
Comments:
Skrifa ummæli