.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, mars 15, 2006



Dýralífið heillar mig mikið, eins og þið hafið séð! Þetta er mynd af Kolibrifuglinum, sem er þjóðarfugl Jamiaca. Þetta er pínu-pínulítill fugl, sést kannske ekki alveg her því það er engin stærðarviðmiðun. En þetta kríli er eins og litli puttinn á mér, inkl. stél og goggur!! Ég komst svakalega nálægt honum með myndavélina þar sem hann sat á runna hérna fyrir utan hjá okkur. En svo allt í einu þeyttist hann af stað og litlu vængirnir hreyfast svo hratt að maður sér þá ekki! Fasinerandi dýr!

Lue hefur svitnað mikið síðustu dagana! Eftir fyrstu vikuna var ég búin að sjá svolítið hvernig hún vinnur og fann út úr að hér þyrfti stjórnunar við, svo ekki sé nú talað um fræðslu um almennan þrifnað og smit! Það kom í ljós að Lue vissi minna en ekkert um bakteriur og smitburð, hún er allt ekki óþrifaleg, en þetta er ögn fálmkennt hjá henni blessuninni! og svo veður hún úr einu í annað og allt er undirlagt! Nú vinnum við Sigfús bæði hérna heima þannig að einhverstaðar verður að vera ró! Sigfús hristir bara höfuðið og segir:"við getum ekki notað manneskjuna"!! En ég vil nú reyna, mér hefur oft tekist að kenna fólki að vinna skipulega og því ekki Lue lika?!! Þannig að byrjað var á að þrífa eldhúsið. Svei mér þá, það hefur ekki komið rök rýja þar við árunum saman! Þetta varð tveggja daga verk, ekki bara fyrir Lue því ég þurfti að vera með henni allan tímann og sýna henni og kenna. Henni blöskrar örugglega smámunasemin í mér , en þarna dugði sko ekki venjuleg bekkjarýja með sápu, nei, ónei! Skrúbbarnir spændust upp, það var skafið með hnífum og ýmsum bitjárnum og skrúbbað aftur. Og á endanum var eldhúsið þokkalega hreint. Lue leit á mig og sagði:"bjútifúlt"!!! Are you pleased, miss"?!! En ég held ekki að henni hafi fundist þetta svara kostnaði! ´

Nú er ég að reyna að kenna henni að vinna skipulega, klára eitt áður en hún andskotast í gang með eitthvað annað! "Yes, miss, yes miss" segir hún bara en ég er ekki alveg vissum að hún fatti þetta. Allavega var hún búin að rífa allt út út baðskápnum hjá okkur áðan, þrátt fyrir að ég hefði sagt henni að leggja áherslu á að þvo af hurðunum á ganginum uppi! Hún mætti brosandi út að eyrum í morgun og var varla komin inn úr dyrunum fyrr en hún dróg upp ræfilslegt myndaalbúm. Það hafði greinilega verið handfjatlað mikið og oft, en var skreytt með bleikum blómum á forsíðunni. "See miss, come miss" hún var rosalega spennt að sýna mér innihaldið! Það sýndi sig svo að þetta voru myndir frá brúðkaupinu hennar fyrir rúmum 6 árum síðan. Albúmið hékk varla saman og myndirnar voru farnar að fölna, en þó mátti vel sjá að hún hafði verið voða fín og sæt, hvít frá hvirfli til ilja og með hvít blóm í hárinu. Eiginmaðurinn, svona ljómandi myndarlegur og flottur gæi, var líka hvítklæddur. Hún strauk ákaft yfir myndirnar (skírir af hverju þetta er svona ílla farið!) og hló og hló! Eiginmaðurinn sem er mikið yngri en hún, vinnur svona af og til (!!) er búinn að vera í langan tíma í Kingston þar sem hann segist vera að leita sér að vinnu. Leu varð svolítið rauð í augunum þegar hún sagði þetta. Hvað ætli hann sé að bralla í Kingston skömmin a´tarna??

Með hjálp frá Sigrúnu kláru frænku minni á Íslandi, fann ég út úr að setja comment-möguleika á bloggið. Sigrún sýndi mér óendanlega þolinmæði á meðan hún leiðbeindi mér yfir Skype-et hvernig ég átti að gera! Takk Sigrún mín! Svo nú reikna ég með mörgum commentum!!

Hafið það gott, KNUS


Comments:
ég lofa að ég skal vera rosadugleg að kommenta hjá þér ;) og vona að þér eigi eftir að takast það að kenna henni Lue að gera þetta almennilega ;) ef einhverjum gæti tekist það, þá ert það þú ;)
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?