.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, mars 21, 2006

Ef einhver heldur að ég hafi það ekki gott í Mo-Bay, þá vil ég hér með eyða öllum vafa; mér líður alveg svakalega vel hérna! Eftir morgundjúsið sem er algjör orkudrykkur, er bara að tölta þessa 50 metra og skella sér í laugina sem er alveg passlega heit, synda smávegis og láta svo sólina sem er nýkomin upp, baka sig í smátíma. Eftir þetta morgunritual hefst vinnudagurinn hjá mér og klukkan u.þ.b. 8.00 er ég sest við, full af orku. Lue býr um rúmin og færir mér kaffi eftir þörfum.
Hef ég það gott? Hvað finnst ykkur?!!!
Það þurfti reyndar Jónu til svo ég færi að nota sundlaugina. Hún var ekki lengi að koma mér upp á bragðið og svo mikið er víst; sundlaugin verður mikið notuð hér eftir, allavega af okkur! En það er greinilega ekki mikill áhugi á sundi hjá öðrum hér í hverfinu, ég hef aldrei séð neinn fara í sund þennan tíma sem ég hef búið hérna.

Svona pössum við nú upp á gestina okkar hérna á Taylor Road! Oft á sólarhring ganga þessir stórmyndarlegu vagtmenn um svæðið, og svo skrítið sem það nú er; að deginum til ganga þeir með þennan svakalega riffil, eða hvað þetta nú er. Þegar fer að dimma er enga byssu að sjá, kannske hafa þeir þá bara skambyssu í vasanum?
En allavega þá þekkja þeir okkur orðið mjög vel, við erum jú eina fólkið sem sitjum úti og erum alltaf með opið út á verandann. Þeir koma alltaf og spyrja hvort allt sé í lagi og hvort okkur líði vel. Voða notalegt og gefur góða tilfinningu að sjá þá, svo veit ég náttúrulega ekkert hvort þeir kunna að nota þessa byssu ef til kæmi! Í dag ætla ég að reyna að finna pósthús og vita hvort ég get fengið pósthólf hjá þeim. Í Mo-Bay er nefnilega ekki neitt sem heitir að bera út póst, það er óþekkt fyrirbæri! Mér skilst að á pósthúsum séu (kannske!) laus pósthólf sem maður getur leigt og fengið póst í, svo fer maður og sækir póstinn svona eftir þörfum. Ekki það að ég eigi von á svo mörgum bréfum, við notum jú Skype, e-mail og Blogg! En það væri gaman að hafa möguleikann! Líði ykkur öllum vel, KNUS

Comments:
úhú ;) þannig að ég get þá farið að senda ykkur póstkort :) en já.. mikið líður mér vel að vita það að ef ég og Auður kæmum í heimsókn þá eru löggu gangandi um hverfið að passa upp á okkur :D og svo nottla auðvitað þessi fína sundlaug ;)
 
Sæl Svava mín. Loksins fékk ég slóðina hjá Hafdísi! Farðu nú varlega á götum borgarinnar!Getur þú bara ekki tekið einn af þessum gæjum með þér þegar þú ferð á göngu.......
 
Það gæti nú hugsast að manni langaði að senda pakka..
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?