.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

mánudagur, mars 06, 2006

Það er búið að vera í ýmsu að snúast á Taylor Road síðustu dagana´. Það er með ólíkindum hvað þarf að tengja margt! Nú síðast var það að fá símalínur í lag svo að ADSL-ið með tilheyrandi kössum geti farið af elshúsborðinu og inn á "the kontóris"! Inntaka síma þar inni var ekki á hentugum stað, en tengingarmaðurinn var ekki að velta sér upp úr vandamálum, hann tók fram borinn sinn sem var (og ég er ekki að grínast!) ca.30 cm. langur, boraði út í gegnum vegginn þar sem tenginginn var, leiddi símalínuna utan á húsið, svo boraði hann annað gat inn, hinumegin í herberginu og BINGÓ, símalínan var komin þangað sem við vildum hafa hana. Þarna slapp tengingarmaðurinn við að leggja línu framhjá tveim hornum og ég slapp við að flytja húsgögn! Ekki verið að flækja hlutina of mikið!

Við fengum sófasettið á dögunum, en þá sýndi sig að liturinn var allt annar en við höfðum pantað. Ekki það að sá litur hafi verið óskalitur, rósótt mjög, en ekki ljótt. Það sem kom var einlitt, rosalega rautt, svona glansandi svakarautt. Við reyndum að sætta okkur við þetta í tvo daga, en þetta er svo svakalegt! Fórum því aftur á stúfana og fundum annað sem verður sjálfsagt ágætt. Ekkert mál að skipta, þeir koma bara aftur á morgun!

Fórum í gær í bíltúr í næsta bæ sem heitir Negril og er á suð-vestur horni eyjarinnar. Negril er mikill ferðamannabær, má heita að bærinn sé ekkert annað en Hótel og Resorts. Strendurnar rosalega flottar, en okkur fannst bærinn sem slíkur ekki spennandi. MoBay er miklu skemmtilegri bær á allan hátt. En það var gaman að keyra þessa leið, það er svo fallegt hérna, afskaplega gróðursælt, fjölbreyttur gróður og landslag. Einhver byggð nálast alla leiðina og ekki óru nú allt merkilegar byggingar. Mér fannst átakanlegt að sjá hreysin og skúrana sem fólkið býr í, það eru svo margir fátækir. En það var sama hversu ómerkileg húsakynnin voru, allstaðar voru þvottasnúrur og á flestum þeirra hékk þvottur. Fólk er afar hreinlegt og snyrtilegt með sjálft sig, og sjálfsagt líka með umhverfi sitt. Barry fer td. í lok vinnudagsins með garðslöngu undir bananatréið sem ér hér í einu horni garðsins, og þar sturtar hann sig og kemur svona hreinn og strokinn undan trénu!

Comments: Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?