miðvikudagur, mars 29, 2006
Það er hávaðarok í MO-Bay í dag! Fyrsti morguninn sem ég sat ekki úti með orkudrykkinn
(kl. 6.15!!!) og það hvein og söng í öllu. Verður líklega eitthvað þegar fellibylirnir fara að fara um! Hér er ekki hægt að loka alveg gluggum, það eru trérimlar fyrir gluggunum sem gægt er að halla svo það er alveg opið á milli þeirra, eða þeir alveg lóðréttir. Utan við gluggana er svo bara flugnanetið, ekkert gler. Þessir rimlar eru ekki alveg þéttir, svo það blæs heilmikið inn þótt rimlunum sé hallað eins og hægt er. Þetta er svosum í lagi, ekki er vindurinn svo kaldur, en það verður spennandi að sjá hvernig þetta er á regn- og fellibilatímanum!
Ég lét vindinn ekki aftra mér frá að fara í laugina og þar var bara bræla! Allskonar drasl hafði fokið í laugina, stórir og pattaralegir kakkalakkar, slatti af flugum af ýmsum stærðum og gerðum, auk allra laufblaðanna! En vegna vindsins var þetta allt í einu horni laugarinnar, þá var bara að synda í hinum endanum! Laugin er hreinsuð einu sinni í viku, hreinsunargæjarnir koma á morgun svo þetta er bara fín timing!
það er farið að styttast í dvöl Jónu hérna og hún ekki búin að fara á strönd ennþá! Það gegnur náttúrulega ekki, en ég er ekkert voða mikið strandljón, og nenni aldrei að liggja í sólbaði. Svo í morgun keyrði ég Jónu á ströndina þar sem hún bakar sig á meðan ég vinn hér heima, góð skipti fannst okkur báðum!

Lue elskar að láta taka af sér myndir og þá alltaf þegar hún er komin úr vinnufötunum! Hún minnir mig á ömmu í Miðkoti, gerir sig voða mikið til og segist alltaf vera að horfa á eitthvað ákveðið, alveg eins og amma gerði þegar verið var að taka af henni myndir! Í gær bað hún um mynd af sér með okkur Jónu, sem hér fylgir með, en svo vildi hún líka fá mynd af sér með okkur Sigfúsi. hann sat og vann og fannst þetta nú óttaleg vitlaysa, en lét sig hafa það og nú er Lue búin að fá útprentun af báðum myndunum. Hún hlakkar mikið til að sýna vinum sínum myndirnar segir hún!
Eins og þið sjáið á myndinni er ekki hægt að vera hérna án þess að brúnkast , og ég hef eins og ég sagði aldrei farið í sólbað! Lue er nefnilega alveg kolsvört, svo þið sjáið hvað við Jóna erum orðnar dökkar. Lífið hérna er bara eitt allshrerjar sólbað! Hafið góðan dag elskurnar/KNUS
(kl. 6.15!!!) og það hvein og söng í öllu. Verður líklega eitthvað þegar fellibylirnir fara að fara um! Hér er ekki hægt að loka alveg gluggum, það eru trérimlar fyrir gluggunum sem gægt er að halla svo það er alveg opið á milli þeirra, eða þeir alveg lóðréttir. Utan við gluggana er svo bara flugnanetið, ekkert gler. Þessir rimlar eru ekki alveg þéttir, svo það blæs heilmikið inn þótt rimlunum sé hallað eins og hægt er. Þetta er svosum í lagi, ekki er vindurinn svo kaldur, en það verður spennandi að sjá hvernig þetta er á regn- og fellibilatímanum!
Ég lét vindinn ekki aftra mér frá að fara í laugina og þar var bara bræla! Allskonar drasl hafði fokið í laugina, stórir og pattaralegir kakkalakkar, slatti af flugum af ýmsum stærðum og gerðum, auk allra laufblaðanna! En vegna vindsins var þetta allt í einu horni laugarinnar, þá var bara að synda í hinum endanum! Laugin er hreinsuð einu sinni í viku, hreinsunargæjarnir koma á morgun svo þetta er bara fín timing!
það er farið að styttast í dvöl Jónu hérna og hún ekki búin að fara á strönd ennþá! Það gegnur náttúrulega ekki, en ég er ekkert voða mikið strandljón, og nenni aldrei að liggja í sólbaði. Svo í morgun keyrði ég Jónu á ströndina þar sem hún bakar sig á meðan ég vinn hér heima, góð skipti fannst okkur báðum!

Lue elskar að láta taka af sér myndir og þá alltaf þegar hún er komin úr vinnufötunum! Hún minnir mig á ömmu í Miðkoti, gerir sig voða mikið til og segist alltaf vera að horfa á eitthvað ákveðið, alveg eins og amma gerði þegar verið var að taka af henni myndir! Í gær bað hún um mynd af sér með okkur Jónu, sem hér fylgir með, en svo vildi hún líka fá mynd af sér með okkur Sigfúsi. hann sat og vann og fannst þetta nú óttaleg vitlaysa, en lét sig hafa það og nú er Lue búin að fá útprentun af báðum myndunum. Hún hlakkar mikið til að sýna vinum sínum myndirnar segir hún!
Eins og þið sjáið á myndinni er ekki hægt að vera hérna án þess að brúnkast , og ég hef eins og ég sagði aldrei farið í sólbað! Lue er nefnilega alveg kolsvört, svo þið sjáið hvað við Jóna erum orðnar dökkar. Lífið hérna er bara eitt allshrerjar sólbað! Hafið góðan dag elskurnar/KNUS
Comments:
hún er hálfgert skæni! En voðalega er Jóa í síðum kjól, átti hún ekkert styttra??? Joke! Jóna mín er alltaf jafnflott!
Skrifa ummæli