þriðjudagur, mars 14, 2006

Þessi mynd er nú aðallega sett inn til að sýna ykkur nýju garðmublurnar okkar! Auk Sigfúsar er á myndinni Jamaicabúi sem heimsótti okkur í gær, voða vinalegur kall sem á breska forfeður og er þessvegna fermur ljós yfirlitum. Þegar hann kom lá ég löðusveitt á eldhúsgólfinu og var að líma plast í skápana (þeir voru nú ekki mjög geðslegir!) Ég átti bágt með að skella ekki uppúr þegar hann birtist, hann er pínulítill (virkaði enn minni við hliðina á Sigfúsi!) með hitlersskegg, var með skrítna derhúfu og í þessum óhræsis kábój-stígvélum!! Voða krúttlegur! Hann þekkir Jamaica eins og lófan á sér og er hafsjór af fróðleik og góðum ábendingum og ráðleggingum. Þar að auki er hann með ýmiskonar ræktun heima hjá sér og bauð okkur að koma með ávexti og grænmeti til smökkunar. Gott að eiga hann að! En garðmublurnar eru mikið notaðar, kvölds, morgna og um miðjan dag!
Í eldhúsinu er risastór eldavél sem ég hef verið að æfa mig í að nota. Hellurnar eru gas, en okkur var sagt að ofninn gengi fyrir rafmagni. Það þótti okkur sennilegt, hef séð svoleiðis fyrirbæri í Danmörku. Svo átti að prófa ofninn, hann var svakalega hreinn, hefur sjálfsagt aldrei verið notaður. Hitastillirinn er upp á ammerísku, þe. ekki celsíus gráður, heldur fahrenheit gráður, nokkuð sem ég hef nú ekki oft notað! En ofninn setti ég á 400 gráður og beið spennt hvað gerðist. Góða stund skeði ekkert, en allt í einu gaus upp þessi svaka gaslykt og ofninn sjóðhitnaði "med det samme"!! "Andskotinn" voru mín fyrstu viðbrögð, ofninn er greinilega gasofn og ekki nóg með það, heldur líka óþéttur gasofn! En svo var nú eins og lyktin fjaraði út svo ég ákvað að þetta yrði bara að prófa, setti kartöflurnar inn og flýtti mér út á veranda. Þá væri meiri séns að sleppa ef allt springi í loft upp! En svo var þetta allt í lagi, ofninn virkar fínt og þetta endaði með rómantískum og velsmakkandi middegi hjá okkur Sigfúsi.
En ofninn sem mér fannst svo gullhreinn, er Lue búin að vera að skrúbba núna í klukkutíma! Ég ræddi nefnilega við hana í gær um hvernig ætti að þrífa þannig að það væri í alvöru hreint! Ekki bara að andskotast með sömu bekkjaríjuna út um allt!! Nú ætlar hún sko að taka mig á orðinu!!