.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

föstudagur, mars 10, 2006


Þá fer helgin að ganga í garð hér í MoBay sem og annarstaðar. Vinnutíminn er svakalegur hérna, ekki bara hjá innfæddum, heldur líka í fyrirtækinu sem Sigfús vinnur hjá, þar höfðu menn samið um að vinna 60 stunda vinnuviku! Og þeir gera það líka! Svo sunnudagurinn er eini frídagurinn á þeim bæ! En Lue vinnur "bara" 9 tíma á dag og hvorki laugardag eða sunnudag. Það vantaði jú bara! En nú er ég búin að tala svo mikið um hana Lue, að þið verðið bara að fá að sjá hana! "Ja man"!!! Má ég kynna ykkur fyrir miss Lue sem er afskaplega hreykin af að sjá sjálfa sig á tölvuskerminum hjá mér! Hún er reyndar farin að fá svo mikin áhuga á hvað ég er að gera á tölvunni, að hún er búin að sópa kontórinn þrisvar í dag! Bara til að geta fylgst með!

Nú er ég búin að fatta að setja myndir hérna inn, svo ég læt aðra fylgja með! (Nú verður bloggið örugglega fullt af myndum framvegis!) Þessi er úr garðinum, sundlaugið þarna í forgrunni og framundan er húsið mitt. Þetta eru svona ca. 50 metrar að skokka í sundlaugina. Að vísu verð ég að viðurkenna að ég er ekki búin að fara í hana enn, ætlaði núna einn daginn en þá flaut dauður froskur í henni! Undarlegt ekki satt? Ég vissi ekki að froskar gætu drukknað? Við Sigfús áttum langa diskussion um þetta og komumst að raun um að það væri líklega lítil spyrna í vatninu og ef froskur álpaðist þarna út í ætti hann sér ekki viðreysnar von!

Ég er orðin ansi sleip í að keyra hérna, vantar þó enn mikið á að ég hafi náð sömu færni í pottholunum og Sigfús hefur! Keyrslan er rosaleg á öllum og það þýðir ekkert að vera með einhverja tillitssemi, bara að láta vaða. Þó finnst mér ennþá undarlegt að keyra vinstra megin, en svo er líka svo svakalega mikið að sjá meðfram veginum að það er erfitt að horfa ekki svona útundan sér! Fólk gengur hér alveg út á veginum, það eru nátturulega engar gagnstéttir, en svo eru margir bara á tásunum og þá er malbikið betra en grjótið utanvegar að tipla á. En þetta er stórhættulegt, sérstaklega þegar fer að dimma og vegirnir eru lítið sem ekkert upplístir. Þarna gengur kolsvart fólkið, í kolsvartamyrkri út á veginum og hér hefur greinilega enginn heyrt um endurskynsmerki. Kannske væri bissness í því? Bara svona hugmynd ef einhver vill fara í þannig bissness!!!

Ari sonur minn er að skipta um vinnu, farið inn á http://www.interseafood.com/ifx/?action=set_lang&lang=IS og sjáið hvað hann er fallegur hann Ari minn!
Hafið góða helgi, KNUS til ykkar allra

Comments: Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?