.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, mars 09, 2006

Ég passaði upp á að vera búin að borða morgunmat þegr Leu kom í morgun. Það var gaman að prófa saltfiskinn í gær, en ég vil nú heldur fá eitthvað annað svona "til daglig"!! Eitt af því fyrsta sem ég keypti hér í MoBay var stór og mikil djúspressuvél og hún hefur verið í daglegri notkun. Það er varla hægt að hugsa sér hollari byrjun á deginum en þetta konsentreraða, ferska djús sem ég pressa annaðhvort úr appelsínum, bönunum, papaja, mangó, eplum, perum, ananas, vinberjum eða melónu, ekki öllu í einu náttúrulega en því sem er til hverju sinni. ÞETTA ER SVO GOTT!! Appelsínurnar kaupi ég hérna við veginn, allt mögulegt er selt meðfram veginum, ávextir og grænmeti, fiskur, vatnsflöskur, dagblöð, koddar (rosalega skrautlegir!) hjólkoppar o. fl. o.fl.! Appelsínurnar eru eitt af þessu ódýra hérna, ég kaupi rúmlega hálfa kartöflupokastærð af appelsínum fyrir 150 jamaica dollar, það er ca. sama og 150 ísl.kr. Þær eru ferlega ljótar, en góðar! Hér er mikil appelsínurækt, við sáum fleiri ferkm. af appelsínutrjám þegr við keyrðum hér rétt út fyrir bæinn á dögunum. Og öll þakin appelsínum!
Enn ein "vegaverslunin" er körfugerðin hans Vincent Andersen! Vincent er algjör listamaður, býr til körfur af öllum stærðum og gerðum, hver annari fallegri. Hann varð voða glaður þegar ég hrósaði handverkinu og sótti tvö skjöl þar sem stóð að hann hafði fengið viðurkenningar fyrir körfurnar sínar. Ég keypti nokkrar af honum og lofaði að koma aftur og kaupa meira! Hann sagðist geta búið til allar þær körfur sem ég vildi og þyrfti. Prófa þetta örugglega seinna. Ef Vincent væri annarstaðar í heiminum væri hann örugglega þekktur og ríkur listamaður og þyrfti ekki að standa við veginn með lisataverkin sín.

Leu spurði mig í dag hvar í Ameríku Ísland væri! Eftir smástund ´fann ég út úr að hún hefur aldrei komið út fyrir Jamaica, og eina landið sem hún þekkti var USA. Ég nefndi mörg lönd, en hún hristi bara hausinn; "ne-man" sagði hún, þangað til ég nefndi Kanada; þá ljómaði hún upp, það hafði hún heyrt áður! Ég sýndi henni inn á Google Earth á tölvunni, hvar Ísland var, hvar Danmörk var og hvar Ástralía var. Hún setti upp gleraugun sín og horfði alvarlega á þetta alltsaman, en ég held ekki að hún hafi áttað sig á hvað þetta var. En á eftir faðmaði hún mig og sagði; "ég hlakka til að ferðast með þér um heiminn" ÚPS!

Sigfús hefur í ýmsu að snúast, ma. er verið að skipuleggja formlega byrjun á veginum sem á að liggja hérna í gegnum MoBay. Það eru kosningar eftir eitt ár, og hér eins og annarstaðar reyna menn og konur að safna atkvæðum út á allt sem hugsast getur. Ráðherrann yfir framkvæmdum kemur frá Kingston með fríðu föruneyti og klifrar upp í vélskóflu og tekur skóflustunguna. Sigfús á að halda ræðu og ég á víst að vera með í þessu! Fyrsta tilefnið til að klæða sig uppá! Sagði við Sigfús að hann yrði nú að láta klippa sig fyrir tilefnið, hann er orðinn eins og villimaður!

Mér líst ekkert á hendina á Lue, það er nú ekki sniðugt að vera bitin af hundi! Vonandi var hann ekki með hundaæði! En hún sópar og sópar, man núna hvað mikið er sópað á þeim hótelum sem ég hef verið á í svokölluðum sólarlöndum, þar voru konurnar alltaf að sópa! Ryksugan stendur bara út í horni! Hafið góðan dag! KNUS

Comments: Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?