.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, mars 29, 2006

Ég ætlaði að vera búin að segja ykkur frá Jamaicanska fánanum. Eins og fyrir okkur Íslandinga, hefur fáninn mikla þýðingu fyrir Jamicabúa. Flaggið hafa þeir átt frá 1962, en þá varð Jamaica stjálstætt ríki eftir að hafa haft heimastjórn í 5 ár. Jamaica fékk sína eigin stjórnarskrá 1944, svo við eigum margt sameiginlegt þessar eyjaþjóðir, Íslendingar og Jamaicabúar! En aftur að fánanum:

Litirnir eru afar táknrænir, og Jamaicabúar kalla þá: "Ice, green and gold"

Svarti liturinn táknar þá sorg sem land og þjóð hafa borið í gegnum tíðina. Þegar Columbus kom hér 1494 bjuggu ca. 100.000 friðsamir Indjánar á eyjunni sem þá hét Xaymaca (land trjáa og vatna), en herskáir indjánar voru á mörkunum við að ná tökum á landinu. Spánverjar náðu yfirráðum og fóru misvel með land og fólk, Jamaica var centrum fyrir þrælasölu í Karabíska hafinu á 17 öldinni, sjóræningar notuðu eyjuna sem aðalmiðstöð, og nú er allavega sagt að hér sé aðaldreidingarstöð á ýmsum eiturlyfjum. Svo sorgin hefur verið stór hluti af sögu landsins; þar kemur svarti liturinn.

Græni liturinn er tákn vonarinnar um betri og bjartari framtíð fyrir land og þjóð og guli liturinn; "gold" er tákn um auðlegð landsins sem einnig á að gefa bjarta framtíð.

Rauða litnum er oft bætt við til að tákna þjóðarlitina annar staðar en í fánanum, sá litur táknar ást fólksins á landinu sínu. Það er áhrifamikið að sjá jamaicabúa berja sér á brjóst og segja: "I love Jamaica from the heart" VÁ!!!

Og svona í restina; ég er komin með aðra póstadressu en ég gaf upp um daginn, ég hef ekki brjóst í mér að fara að taka upp pósthólf þegr þau eru svona fá, ég get nefnilega notað pósthólfið sem Pihl hefur fengið. Svo að mín póstardessa er:

Svava Aradóttir
C/O E.Pihl & søn A.S
Mailbox Place # 3100
Half Moon P.O.
St. James
JAMAICA

Kannske fæ ég einhverntíman bréf!!! KNUS til ykkar allra


Comments:
alltaf gaman að læra eitthvað nýtt ;) og sérstaklega um önnur lönd og menningu ;) en ég skila kveðjunni til mömmu og á ég ekki bara að senda hana í Amaro að kaupa handa þér þvottaklemmur ;)
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?