miðvikudagur, mars 29, 2006

Litirnir eru afar táknrænir, og Jamaicabúar kalla þá: "Ice, green and gold"
Svarti liturinn táknar þá sorg sem land og þjóð hafa borið í gegnum tíðina. Þegar Columbus kom hér 1494 bjuggu ca. 100.000 friðsamir Indjánar á eyjunni sem þá hét Xaymaca (land trjáa og vatna), en herskáir indjánar voru á mörkunum við að ná tökum á landinu. Spánverjar náðu yfirráðum og fóru misvel með land og fólk, Jamaica var centrum fyrir þrælasölu í Karabíska hafinu á 17 öldinni, sjóræningar notuðu eyjuna sem aðalmiðstöð, og nú er allavega sagt að hér sé aðaldreidingarstöð á ýmsum eiturlyfjum. Svo sorgin hefur verið stór hluti af sögu landsins; þar kemur svarti liturinn.
Græni liturinn er tákn vonarinnar um betri og bjartari framtíð fyrir land og þjóð og guli liturinn; "gold" er tákn um auðlegð landsins sem einnig á að gefa bjarta framtíð.
Rauða litnum er oft bætt við til að tákna þjóðarlitina annar staðar en í fánanum, sá litur táknar ást fólksins á landinu sínu. Það er áhrifamikið að sjá jamaicabúa berja sér á brjóst og segja: "I love Jamaica from the heart" VÁ!!!
Og svona í restina; ég er komin með aðra póstadressu en ég gaf upp um daginn, ég hef ekki brjóst í mér að fara að taka upp pósthólf þegr þau eru svona fá, ég get nefnilega notað pósthólfið sem Pihl hefur fengið. Svo að mín póstardessa er:
Svava Aradóttir
C/O E.Pihl & søn A.S
Mailbox Place # 3100
Half Moon P.O.
St. James
JAMAICA
Kannske fæ ég einhverntíman bréf!!! KNUS til ykkar allra