föstudagur, mars 24, 2006
Ég var farin að hafa stórar áhyggjur af henni Pöllu, hún hafði ekki látið sjá sig í nærri viku. Hvað er í gangi Palla, sagði ég út í forstofunni á hverjum degi, en allt kom fyrir ekki; Palla lét ekki á sér kræla. Mér til mikils léttis fór hún á stúfana í gær, bara inni hjá sér, hún virtist í góðu ástandi, svolítið hægari en venjulega, en samt! Hver getur ástæðan verið? var Palla búin að vera lasin? hafði hún brugðið sér af bæ? eða.. er hún feimin við gesti? Síðan Jóna kom hefur hún ekki sést, svo það er líklega skýringin; Palla er feimin!!!

Hann var ekki feiminn froskurinn sem sat og filosoferaði fyrir utan dyrnar hjá mér í gær. Hann hlýtur að vera bæði sjón- og heyrnarlaus, því hann haggaðist ekki þrátt fyrir að ég væri komin ofaní hann með myndavélina! Fyrst þegar annar froskur birtist (stelpufroskur?) hoppaði hann út í buskann, í orðsins fyllstu merkingu!
Það er með þessa mynd eins og af kolibrifuglinum um daginn, erfitt að átta sig á stærðinni, en lappirnar á honum hefðu nægt í forrétt fyrir allavega einn, ef ekki tvo!
Á morgun verður heljarins húllumhæ hér á Taylor Road 1080, í tengslum við formlega opnun skrifstofu Pihl í MOBay, höfum við Sigfús móttöku hér heim fyrir fjölda manns, það koma milli 50 og 60 manns í léttar veitingar. Ég ætlaði mér sko ekki að útbúa þær sjálf og hafði því samband við hótel hérna og jú, jú! Þeir skyldu sjá um þetta allt, veitingar og mannskap með. En rólegheitin í þeim eru alveg að fara með mig, veislan er eftir rúman sólarhring og enn veit ég ekkert hvað á að vera, hverjir sjá um það og hvernig þeir ætla að koma þessu fyrir hér heima! En sjálfsagt verður þetta allt í lagi, allt virðist ganga upp hjá fólkinu hérn á endanum. Svo það er bara að segja; "yha man" og setja smá raggie músik á fóninn!
Hafið góða helgi /KNUS

Hann var ekki feiminn froskurinn sem sat og filosoferaði fyrir utan dyrnar hjá mér í gær. Hann hlýtur að vera bæði sjón- og heyrnarlaus, því hann haggaðist ekki þrátt fyrir að ég væri komin ofaní hann með myndavélina! Fyrst þegar annar froskur birtist (stelpufroskur?) hoppaði hann út í buskann, í orðsins fyllstu merkingu!
Það er með þessa mynd eins og af kolibrifuglinum um daginn, erfitt að átta sig á stærðinni, en lappirnar á honum hefðu nægt í forrétt fyrir allavega einn, ef ekki tvo!
Á morgun verður heljarins húllumhæ hér á Taylor Road 1080, í tengslum við formlega opnun skrifstofu Pihl í MOBay, höfum við Sigfús móttöku hér heim fyrir fjölda manns, það koma milli 50 og 60 manns í léttar veitingar. Ég ætlaði mér sko ekki að útbúa þær sjálf og hafði því samband við hótel hérna og jú, jú! Þeir skyldu sjá um þetta allt, veitingar og mannskap með. En rólegheitin í þeim eru alveg að fara með mig, veislan er eftir rúman sólarhring og enn veit ég ekkert hvað á að vera, hverjir sjá um það og hvernig þeir ætla að koma þessu fyrir hér heima! En sjálfsagt verður þetta allt í lagi, allt virðist ganga upp hjá fólkinu hérn á endanum. Svo það er bara að segja; "yha man" og setja smá raggie músik á fóninn!
Hafið góða helgi /KNUS
Comments:
Skrifa ummæli