þriðjudagur, mars 28, 2006
Í gær bauð ég Jónu í forkost í klúbbhúsið á flotta golfvellinum hjá Rose Hall. Hún varð bara að fá að sjá þetta fallega umhverfi og útsýni. Ein af þessum gullfallegu jamaicastúlkum þjónaði okkur og spurði hvaðan við værum. Þegr hún heyrði að við vorum Íslandingar ljómaði hún upp, hún hafði séð eitthvað um Ísland í sjónvarpinu. Er att að þig getið látið börnin ykkar liggja í vagni úti, líka þegar þið farið inn í búð? spurði hún og var greinilega afar vantrúuð. Henni fannst þetta svo stórkostlegt, þetta mundi maður aldrei geta gert hérna sagði hún, einhver mundi vera búin að taka barnið áður en maður veit af, sagði hún. Hugsið ykkur bara, en þetta skýrir að maður sér aldrei barnavagn hérna. Ég var búin að velta þessu fyrir mér, konurnar halda á börnunum þangað til þau geta gengið sjálf. Og halda þeim þétt að sér.
Ég er búin að sjá að Lue er sápufíkill! Það eru farnir fleiri lítrar af gólfsápu þessar vikur, ég verð að fara að skammta sápun! Það kemur svo góð lygt segir hún og hellir hálfum brúsa á gólfið, sem er komið með þykka sápuhúð!
Lue snertir ekkert hjá mér, er alveg OK að fara út og skilja hana eftir með hús og allt sem í því er. En gólfsápuna verð ég að fara að læsa inni!!! Í ag verður farið í leiðangur til að finna klippikonu handa Jónu og flugnanet handa mér! Hafið góðan dag, KNUS
Ég er búin að sjá að Lue er sápufíkill! Það eru farnir fleiri lítrar af gólfsápu þessar vikur, ég verð að fara að skammta sápun! Það kemur svo góð lygt segir hún og hellir hálfum brúsa á gólfið, sem er komið með þykka sápuhúð!
Lue snertir ekkert hjá mér, er alveg OK að fara út og skilja hana eftir með hús og allt sem í því er. En gólfsápuna verð ég að fara að læsa inni!!! Í ag verður farið í leiðangur til að finna klippikonu handa Jónu og flugnanet handa mér! Hafið góðan dag, KNUS
Comments:
held samt að þessir barnavagnar séu ekkert endilega alltaf sniðugir.. þú veist að mömmu tókst einu sinni að gleyma mér í Amaro þegar hún fór að kaupa þvottaklemmur og áttaði sig svo á því að hún hafði tekið með sér barnavagn í bæinn :Þ og auðvitað ef ég væri að þrífa hjá þér þá myndi ég ekki nota alla þessa sápu ;)
Ég hef reyndar einu sinni gleymt barnavagni Sigún mín, en ekki með barni í! Þegar ég var að flytja heim frá Svíþjóð með Guðbjörgu 6 vikna, gleymdi ég vagninum á farangursbandinu í Keflavík! En ég var líka svo óvön að ferðast með barnavagn! Og Guðbjörgu hélt ég á, alveg eins og þessar jamakönsku!
En þetta svar þitt minnir mig á að ég þarf að kaupa þvottaklemmur! Bið að heils mömmu þinni! KNUS
En þetta svar þitt minnir mig á að ég þarf að kaupa þvottaklemmur! Bið að heils mömmu þinni! KNUS
Hæ hó gaman að gaman að sjá þessa blogg síðu. En þetta er engin frammistaða há þér. Ekkert bloggað í marga mánuði. Jólakveðja frá Íslandi.
Kveðja,
Sveinn og Sirrý.
Kveðja,
Sveinn og Sirrý.
Halló elskurnar!
nei, ég hef ekki neina "bloggþörf" utan Jamaica, en þá er ég nú voða dugleg! Blogga nánast daglega svo fylgist bara með!
Gleðilegt jólaKNUS!
Skrifa ummæli
nei, ég hef ekki neina "bloggþörf" utan Jamaica, en þá er ég nú voða dugleg! Blogga nánast daglega svo fylgist bara með!
Gleðilegt jólaKNUS!