sunnudagur, mars 12, 2006

Helgin hefur þotið áfram hér í Mo Bay, mikið aktívitet og skemmtilegt. Bitlaus helgi þangað til áðan þegar ég sat úti við að stytta apótekaragardínurnar, þá var eins og þær hefðu snögglega áttað sig á að þær hefðu ekki smakkað mig í 2 daga og réðust á mig í gegnum buksurnar meira að segja!! Þvílík græðgi segi ég nú bara! Annars var svo ljúft að sitja úti við nýju garðmublurnar sem við keyptum í dag.
En aðalefni helgarinnar var formleg undirskrift á samningnum um verkið sem Sigfús er að sparka í gang; hérna er mynd af kallinum mínum þar sem hann situr við háborðið með ráðherranum og fylgdarliði og skrifar undir. Hann var eins og albinói þarna á meðal þeirra, þeir eru margir svo svakalega dökkir. Ráðherran er þarna 3. frá Sigfúsi, 2. frá honum er bæjarstjórinn i Mo Bay.
Þetta var mikið húllumhæ, og reyndar ferlega skemmtilegt! Þegar verið var að halda ræður, var allta einhver að grípa fram í, kalla eitthvað, hlægja rosalega eða klappa! Mikið fjör! Minnti á myndir sem ég hef séð frá breska þinginu!!
Um kvöldið fórum við nokkur saman út að borða á húsbáts-veitingahús, spennandi staður þar sem opnuð er lúga í veitingasalnum ef einhver pantaði humar, og þar var dreginn upp sprelllifandi humar! Eins gott að vera ekki að ganga fram hjá rétt í því! Kokkurinn var einhentur, sænskur í móðurættina, en fæddur og uppalinn hérna. Þegar hann getur búið til svona rosalega góðan mað með einni hendi, hvað gæti hann ekki gert ef hann hefði báðar, datt mér nú í hug!

Látið ykkur líða vel, KNUS
Comments:
Skrifa ummæli