.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

sunnudagur, mars 12, 2006


Helgin hefur þotið áfram hér í Mo Bay, mikið aktívitet og skemmtilegt. Bitlaus helgi þangað til áðan þegar ég sat úti við að stytta apótekaragardínurnar, þá var eins og þær hefðu snögglega áttað sig á að þær hefðu ekki smakkað mig í 2 daga og réðust á mig í gegnum buksurnar meira að segja!! Þvílík græðgi segi ég nú bara! Annars var svo ljúft að sitja úti við nýju garðmublurnar sem við keyptum í dag.

En aðalefni helgarinnar var formleg undirskrift á samningnum um verkið sem Sigfús er að sparka í gang; hérna er mynd af kallinum mínum þar sem hann situr við háborðið með ráðherranum og fylgdarliði og skrifar undir. Hann var eins og albinói þarna á meðal þeirra, þeir eru margir svo svakalega dökkir. Ráðherran er þarna 3. frá Sigfúsi, 2. frá honum er bæjarstjórinn i Mo Bay.
Þetta var mikið húllumhæ, og reyndar ferlega skemmtilegt! Þegar verið var að halda ræður, var allta einhver að grípa fram í, kalla eitthvað, hlægja rosalega eða klappa! Mikið fjör! Minnti á myndir sem ég hef séð frá breska þinginu!!

Um kvöldið fórum við nokkur saman út að borða á húsbáts-veitingahús, spennandi staður þar sem opnuð er lúga í veitingasalnum ef einhver pantaði humar, og þar var dreginn upp sprelllifandi humar! Eins gott að vera ekki að ganga fram hjá rétt í því! Kokkurinn var einhentur, sænskur í móðurættina, en fæddur og uppalinn hérna. Þegar hann getur búið til svona rosalega góðan mað með einni hendi, hvað gæti hann ekki gert ef hann hefði báðar, datt mér nú í hug!

Og svo er það hún Palla pöddubani! Hún hefur haft hægt um sig um helgina, held hún sé komin með kærasta því ég sá gestaeðlu á ferli á efri hæðinni í gær. Palla fer ALDREI upp, hún veit hvað hún má hún Palla!! Gestaeðlan var minni en Palla, kannske er þetta hjá eðlum eins og býflugunum (sem enn og aftur eru að reyna hústöku hérna!), þ.e. að kvenkynið sé stærra en karlkynið? En allavega þá er þetta mynd af Pöllu, tekin í forstofunni þar sem hún að mestu heldur sig! Sjáið þessar sterklegu tásur hennar, ekkert smá!!

Látið ykkur líða vel, KNUS

Comments: Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?