mánudagur, mars 20, 2006

Jóna er mætt til MoBay! Ég gleymdi myndavélinni heima þegar við sóttum hana á völlinn í gærkvöldi. Anna systir hefði sko ekki gleymt henni, hún er alltaf með myndavélina handbæra á réttum tíma! Verð að læra þetta! En Jóna var eiturhress þegar hún kom, ekki að sjá á henni að hún væri að koma úr svona langri ferð! Hafði meira að segja orku afgangs fyrir rauðvínshygge á verandanum heima áður en farið var í rúmið. Hún kom færandi hendi; með Prince sígarettur, rúgbrauð og Gammel Dansk! Hér er hún komin með morgun-orkudrykkinn og svo var sundlaugin prófuð. Barry sýndi Jónu mikinn áhuga, kom og spurði hvort hún væri gift! Þegar ég svaraði neitandi spurði hann hvort hann gæti fengið hana! Það er eins og fyrri daginn, karlarnir dragast að henni Jónu hvar og hvenær sem er! Ég sagði Barry að hann hefði 10 daga til að sjarmera Jónu og svei mér ef hann hefur ekki verið óvenju mikið framan við okkar hús í dag!!
Um helgina tók ég eftir að mikið hafði gengið á matarbirgðir heimilisins og vissi að við Sigfús höfðum ekki getað náð að borða þetta allt. Böndin beinast að Lue, sem ég reyndar hef tekið eftir að er voða lystug. Hún borðar líklega fyrir vikuna á meðan hún er hér og tekur jafnvel með sér eitthvað heim. Ekki það að ég sjái eftir matnum ofaní hana, en þetta er ekki nógu sniðugt, ég veit aldrei hvað er til! Svo ég ákvað að hún fengi bara matarpening og geti svo ráðið hvað hún gerir með peninginn, kaupi mat eða spari upp. Ég er náttúrulega svo óvön að hafa fólk hjá mér heima að ég átta mig ekkert á að það þurfa að vera reglur um þetta og hún gengur auðvitað á lagið, er ekki vön að hafa frjálsan aðgang að þeim auðlindum sem okkur finnst sjálfsagt að hafa.
manneskjan er vön að drekka kranavatn við þorsta, og svo sporðrennir hún fleiri lítrum af djúsi og Pepsí á nokkrum dögum! Svo ekki sé talað um allt brauðið sem hún greinilega borðar með bestu lyst! Æi, greyið Lue, ég skil hana svosum vel, en hún var voða sátt við að fá matarpening. Er sjálfsagt heldur ekki vön að fá það þar sem hún hefur verið að vinna áður.
Nú er Jóna komin í sundlaugina aftur, ég er að vinna rapport til kennarans míns sem ætlar að leiðbeina mér yfir e-mailinn. Þvílíkt sem tæknin getur gert fyrir mann! KNUS til ykkar allra.
Comments:
Skrifa ummæli