.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, mars 02, 2006

Nú gerast aldeilis hlutir, ekki nóg með að ég sé komin í netsamband, heldur er það nú líka orðið þráðlaust!!Nú get ég farið um allt með tölvuna, gat það svosum áður, en þá ekki í netsambandi! Þarf að fá mér eitthvað gott borð að sitja við út á verandanum svo ég geti setið það og skrifað.
Og Guðmunda; ef þú lest þetta þá veistu hvernig ég ætla að hafa það þar!!!,Ég er alltaf að gera nýjar og nýjar uppgötvanir hérna, td. varð ég afar undrandi þegar ég sá tunglið í gærkvöldi, akkúrat núna er minnkandi tungl og þá er maður nú vanur að það snýr eins og C, en ekki hérna!! Minnkandi tungl er eins og mjúkt U, eða eins og litill bátur! Skrítið!? Hún amma mín hefði sagt eitthvað hefði hún séð tunglið snúa svona!!
Dýrasaga dagsins:
Uppgötvaði í morgun flokk af býflugum í byggingarvinnu úti á þvottaverandanum (þottavél og þurrkari standa úti, virkar hvorutveggja ágætlega! þarna eru líka snúrur og enn eitt klósettið, sem mér skilst að sé ætlað vinnufólkinu!)Rétt ofan við þurrkarann var að rísa þessi líka flotta býflugnakúba og voru margir í vinnu! Þrátt fyrir að ég sé imponeruð yfir byggingarstílnum og dugnaði verðani íbúa, eru þetta ekki þeir nágrannar sem ég óska mér helst að hafa. Sigfús kom heim rétt í þessu og hafði snar handtök; brúsinn góði (innihaldið drepur allt kvikt!) var dreginn fram, og á augnabliki var þessi fallega bygging líflaus og yfirgefin. Til að fyrirbyggja hústökubý, var hálfbyggð kúpan slitin niður, og ég meina slitin, því þessi eini þráður sem hún hékk í var ekkert smásterkur! Eins gott að fylgjast vel með býflugnaferðum hérna, þær eru svo hraðvirkar. Við vorum áður búin að finna eitt á svölunum uppi, það var mun skemmra á veg komið. Fróðlegt að sjá hvernig þetta er gert!
Þar sem ég sit núna horfi ég út um verandadyrnar út í garðinn. Það er hægur andvari og sól, fallegt að sjá gróðurinn úti og gardínurnar sem ég keypti í apotekinu um daginn bærast í vindinum. Það er fallegt hérna get ég sagt ykkur!

Comments: Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?