fimmtudagur, mars 23, 2006
Við Jóna fórum í bankann í gær, Jóna ætlaði að skipta fáeinum USA dollurum í Jm.dollara. Héldum að þetta væri bara smámál, en þetta sýndi sig vera heilmikið projekt! Greinilegt að peningamál eru alvarlegur hlutur á Jamaica, vopnaðir verðir stóðu utandyra og innan, og allir voru voða alvarlegir. Jóna stóð lengi í biðröðinni og ég sat og beið. Vörðurinn kom til mín og spurði af hverju ég sæti þarna, og Jóna þurfti að skrifa hvar hún byggi hér og kvitta fyrir aurana í mörgum eintökum! Hressari voru konurnar á pósthúsinu sem við fundum þrna skammt frá. Þær skellihlóu þegar ég spurði um pósthólf og sögðu: "kannske eftir hálfan mánuð"!! En þarna kom í ljós að ég get fengið sendan póst, þá er hann bara geymdur á pósthúsinu þangað til ég sæki hann. Og mér sýnist að það sé bara allt í lagi, hlægjandi konurnar voru á bak við rammgerðann glervegg og ég sá hauga af bréfum og pósti í hillum og hólfum. Allavega fékk ég adressu sem verður þá mín póstadressa:
Svava Aradóttir
# 3 Appt, Plot # 1080 Taylor Road
Ironshore
Half Moon P.o.
ST. James
Jamaica W.I
Engin smá adressa!! En við búum á Taylor Road 1080, í húsi nr. 3, hverfið heitir Ironshore, í sýslunni ST. James, og svo er það pósthúsið sem passar póstinn ! Spennandi að vita hvort þetta virkar! Við vorum orðnar þyrstar og svangar eftir þetta allt og settumst niður á útiveitingastað. Við vorum varla sestar þegr þjóninn kom til mín og var afskaplega upptekinn af öllum moskítóbitunum á fótunum á mér. Sannast sagna eru ekki margir fletir óbitnir á mér og eins og þeir sem til þekkja vita, þá fæ ég ekki bit eins og flest fólk, ég hreinlega er étin! En þjóninn var áhyggjufullur yfir þessu og áður en ég vissi af sat hann á fjórum fótum fyrir framan mig með aloveraplöntu í höndunum, bretti upp buksnaskálmunum mínum og smurði fæturnar á mér með safanum úr plöntunni. Þegar ég fór fékk ég nokkra aloverastafi méð mér og varð að lofa að smyrja mig daglega með safanum. Haldiði að maður fengi svona þjónustu á veitingahúsum á Íslandi eða í Danmörku?!!
Jóna fór með mér í bæinn í gær, ég á enn eftir að finna ýmislegt fyrir heimilið okkar hérna í MoBay. Mörgum klukkutímum seinna komum við heim með rúmteppióg lampa í gestaherbergið, 2 stóla og 2 standlampa. Bara kaupin á standlömpunum tók 2 klukkutíma, fólkið hérna er svo svakalega rólegt í tíðinni! Lampann í gestaherbergið keyptum við í apótekinu, en þeir áttu enga peru sem passaði, svo einn af starfsfólkinu var sendur í aðra búð til að kaupa peru og við Jóna biðum bara á meðan!
Það þýðir ekkert að vera að flýta sér hér, allt hefur sinn tíma og fólkið tekur sér bara þann tíma. Ég stilli mig svo bara inn á þetta og er orðin alveg svakalega afslöppuð!
Eitt af því sem við Jóna keyptum í gær voru 2 spábollar! maður getur jú ekki búið í spábollalausu heimili eins og þið getið ímyndað ykkur! Kl. 7 í morgun vorum við búnar að hvolfa og biðum spenntar eftir að sjá hvað kæmi fram. Það var verið að hreinsa sundlaugina svvo við komumst ekki í hana strax, Jóna fór í sólbað og ég að lesa. Lue mætti á svæðið kl. 8.00 og áður en ég vissi af, var hún búin að vaska allt upp, inkl. spábollana sem voru á hvolfi á borðinu úti á veranda! Svo nú er búið að skrúbba allan spádóm út! Hafið góðan dag elskurnar!
Svava Aradóttir
# 3 Appt, Plot # 1080 Taylor Road
Ironshore
Half Moon P.o.
ST. James
Jamaica W.I
Engin smá adressa!! En við búum á Taylor Road 1080, í húsi nr. 3, hverfið heitir Ironshore, í sýslunni ST. James, og svo er það pósthúsið sem passar póstinn ! Spennandi að vita hvort þetta virkar! Við vorum orðnar þyrstar og svangar eftir þetta allt og settumst niður á útiveitingastað. Við vorum varla sestar þegr þjóninn kom til mín og var afskaplega upptekinn af öllum moskítóbitunum á fótunum á mér. Sannast sagna eru ekki margir fletir óbitnir á mér og eins og þeir sem til þekkja vita, þá fæ ég ekki bit eins og flest fólk, ég hreinlega er étin! En þjóninn var áhyggjufullur yfir þessu og áður en ég vissi af sat hann á fjórum fótum fyrir framan mig með aloveraplöntu í höndunum, bretti upp buksnaskálmunum mínum og smurði fæturnar á mér með safanum úr plöntunni. Þegar ég fór fékk ég nokkra aloverastafi méð mér og varð að lofa að smyrja mig daglega með safanum. Haldiði að maður fengi svona þjónustu á veitingahúsum á Íslandi eða í Danmörku?!!
Jóna fór með mér í bæinn í gær, ég á enn eftir að finna ýmislegt fyrir heimilið okkar hérna í MoBay. Mörgum klukkutímum seinna komum við heim með rúmteppióg lampa í gestaherbergið, 2 stóla og 2 standlampa. Bara kaupin á standlömpunum tók 2 klukkutíma, fólkið hérna er svo svakalega rólegt í tíðinni! Lampann í gestaherbergið keyptum við í apótekinu, en þeir áttu enga peru sem passaði, svo einn af starfsfólkinu var sendur í aðra búð til að kaupa peru og við Jóna biðum bara á meðan!
Það þýðir ekkert að vera að flýta sér hér, allt hefur sinn tíma og fólkið tekur sér bara þann tíma. Ég stilli mig svo bara inn á þetta og er orðin alveg svakalega afslöppuð!
Eitt af því sem við Jóna keyptum í gær voru 2 spábollar! maður getur jú ekki búið í spábollalausu heimili eins og þið getið ímyndað ykkur! Kl. 7 í morgun vorum við búnar að hvolfa og biðum spenntar eftir að sjá hvað kæmi fram. Það var verið að hreinsa sundlaugina svvo við komumst ekki í hana strax, Jóna fór í sólbað og ég að lesa. Lue mætti á svæðið kl. 8.00 og áður en ég vissi af, var hún búin að vaska allt upp, inkl. spábollana sem voru á hvolfi á borðinu úti á veranda! Svo nú er búið að skrúbba allan spádóm út! Hafið góðan dag elskurnar!
Comments:
Skrifa ummæli