fimmtudagur, apríl 13, 2006
Aumingja Lue fór grátandi í páskafríið. Morgundagurinn er rosalega heilagur hérna og enginn vinnur, ekki heldur Lue. Allir fara í kirkju, líka Lue. Sömuleiðis er mánudagurinn, annar Páskadagur bráðheilagur, en Skírdagur aftur á móti venjulegur vinnudagur, þessi skírn þarna um árið hefur alveg farið fram hjá jamaicabúum! En Lue grét vegna þess að ég er að fara til Evrópu í næstu viku og þá verður ekki vinna fyrir hana hjá mér. Sigfús hefur hvorki tíma eða þolinmæði til að segja henni hvað hún á að gera, en hún getur hreinlega ekki unnið sjálfstætt. Sigfús yrði líka brjálaður að hafa hana í kringum sig, það eru svolítið mikil læti í henni! Þegar Sigfús hefur verið að vinna hérna heima og verið að tala í símann, og annar af tveim símum Lue hefur hringt, þá hefur hún engan sans fyrir að Sigfús sé að tala, hún hækkar sig bara í sinn síma og svo kalla þau bæði, hvort í kapp við annað!! Ferlega fyndið, en ekki auðvelt að vinna við þetta!!
Lue er rosalega góð á sópnum og svo straujar hún vel. Hún hefur alveg gefist upp á ryksugunni! Hennar uppáhladsiðja er því að sópa, strauja og búa til kaffi. Og það eru afskaplega margir hérna sem eru góðir í þessu, svo líklegast verður ekki létt fyrir hana að fá aðra vinnu. Svona kvalifikationer telja ekki hátt í nútíma samfélagi, ekki heldur á Jamaica. Mér finnst mér ekki hafa lukkast voða vel með hana Lue, mér hefur veitst ómögulegt að kenna henni að vinna fyrir mig, þrátt fyrir að ég hafi lagt mig alla fram. Ég þarf að segja henni og sýna henni allt í smáatriðum. Ég er ekki vissum að ég vilji fá hana aftur þegar ég kem heim til MoBay í júní. En á sama tíma vorkenni ég henni alveg svakalega, nú segist eiginmaðurinn vera með prostatacanser og geti því ekki farið frá Kingston og að sjálfsögðu heldur ekki unnið. Kannske er það satt, en Lue hefur engin plön um að fara til hans, eða hann að koma til hennar. En hvað sem örðu líður, þá er ég nú án húshjálpar, haldiði að ég meiki það!!!?? Á morgun förum við í páskafrí og þegar við komum heim frá Port Antonio þarf ég að fara að pakka, eina ferðina enn! En það verður gaman að koma til Kaupmannahafnar og svo fer ég til Álasunds í maí. Ég sakna mikið elskunnar hennar Guðbjargar og strákanna minna (og Katherine!) í Noregi, ef ég gæti haft þau öll hérna hjá mér, þá væri ég bara hér!!
En svona rétt í lokin; ég hef verið að velta þessu bloggi mikið fyrir mér, hverjir lesa þetta eiginlega? Sá að það er búið að fara inn á síðuna mína 1440 sinnum!! Hverjir? Ég var svo gáttuð, því ég fæ nánast aldrei comment á það sem ég skirifa, bara Sigrún Björg frænka mín og Guðbjörg sem hafa einhverja skoðun á þessu rugli mínu. En svona í alvöru, hverjir lesa bloggið mitt? Varla einhverjir utan fjölskyldu og vinahóps? þetta er svo persónulegt að varla nenna einhverjir sem ekkert þekkja mig að lesa þetta? Getur einhver frætt mig um leyndardóma bloggsins? Vona þið hafið það gott og njótið pásafrísins, farið varlega í umferðinni elskurnar. KNUS
Lue er rosalega góð á sópnum og svo straujar hún vel. Hún hefur alveg gefist upp á ryksugunni! Hennar uppáhladsiðja er því að sópa, strauja og búa til kaffi. Og það eru afskaplega margir hérna sem eru góðir í þessu, svo líklegast verður ekki létt fyrir hana að fá aðra vinnu. Svona kvalifikationer telja ekki hátt í nútíma samfélagi, ekki heldur á Jamaica. Mér finnst mér ekki hafa lukkast voða vel með hana Lue, mér hefur veitst ómögulegt að kenna henni að vinna fyrir mig, þrátt fyrir að ég hafi lagt mig alla fram. Ég þarf að segja henni og sýna henni allt í smáatriðum. Ég er ekki vissum að ég vilji fá hana aftur þegar ég kem heim til MoBay í júní. En á sama tíma vorkenni ég henni alveg svakalega, nú segist eiginmaðurinn vera með prostatacanser og geti því ekki farið frá Kingston og að sjálfsögðu heldur ekki unnið. Kannske er það satt, en Lue hefur engin plön um að fara til hans, eða hann að koma til hennar. En hvað sem örðu líður, þá er ég nú án húshjálpar, haldiði að ég meiki það!!!?? Á morgun förum við í páskafrí og þegar við komum heim frá Port Antonio þarf ég að fara að pakka, eina ferðina enn! En það verður gaman að koma til Kaupmannahafnar og svo fer ég til Álasunds í maí. Ég sakna mikið elskunnar hennar Guðbjargar og strákanna minna (og Katherine!) í Noregi, ef ég gæti haft þau öll hérna hjá mér, þá væri ég bara hér!!
En svona rétt í lokin; ég hef verið að velta þessu bloggi mikið fyrir mér, hverjir lesa þetta eiginlega? Sá að það er búið að fara inn á síðuna mína 1440 sinnum!! Hverjir? Ég var svo gáttuð, því ég fæ nánast aldrei comment á það sem ég skirifa, bara Sigrún Björg frænka mín og Guðbjörg sem hafa einhverja skoðun á þessu rugli mínu. En svona í alvöru, hverjir lesa bloggið mitt? Varla einhverjir utan fjölskyldu og vinahóps? þetta er svo persónulegt að varla nenna einhverjir sem ekkert þekkja mig að lesa þetta? Getur einhver frætt mig um leyndardóma bloggsins? Vona þið hafið það gott og njótið pásafrísins, farið varlega í umferðinni elskurnar. KNUS
Comments:
sko, auðvitað er það nottla ég, sem kíki hérna inn daglega.. hef ekkert annað betra að gera nema kannski að læra en ég nenni því ekkert alltaf ;) svo er ég líka að reyna að koma því inn hjá pabba að blogg sé EKKI verkfæri djöfulsins og því allt í lagi að skoða svoleiðis á netinu ;) annars held ég að þú reddir því alveg að vera án húshjálpar ;)
Ég segi nú ekki að ég eigi helminginn af þessum 1400 innkomum, en ansi margar á ég. Það er alveg ótrúlega gaman að fylgjast með þér. Kær kveðja, Inga.
Skrifa ummæli