.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

föstudagur, apríl 07, 2006

Barry og Lue mættu bæði kvefuð og rauðeygð í dag, bæði sögðust hafa sofið í trekki. Líklega búa þau ekki í sérstaklega góðu húsnæði, allavega var ekkert sérlega hvasst í nótt. Það væri nú fróðlegt að sjá hvernig þau búa.Lue er búin að bjóða mér í heimsókn, kannske geri ég það við tækifæri. En Barry er farið að jafna sig eftir að Jóna fór, þegar ég skilaði kveðju til hans frá Jónu spurði hann hvort ég ætti ekki fleiri vinkonur sem ætluðu að koma í heimsókn. Jú, jú sagði ég, ég á margar vinkonur sem ætla að koma og þær eru allar svona fallegar eins og Jóna! Hann ljómaði allur og sagðist hlakka mikið til! Svo nú er bara að drífa sig stelpur, það bíður aðdáandi eftir ykkur! Ég er byrjuð á ritgerðinni, ælta að reyna að þráast við og klára þennan módúl í "projektstyring". Það er svolítið heitt að sitja við inn á kontórnum, eina herbergið í húsinu sem ekki er loftkæling eða vifta í loftinu. Get auðvitað tekið færanlegu viftuna hingað inn, en þá fúka allir pappírarnir mínir! Svo ég stend bara oft upp, fer út og vökva smá, fæ mér kaffi og set í þvottavélina sem er svakalegt fyrirbæri! Eins og aðrar "hvidvarer" hérna er hún amerísk, svaka hlussa, 75x75 cm og níðþung. Hún er svolítið eins og ameríkanarnir sjálfir; stór, einföld, hraðvirk og ekkert sérstalega falleg!
Það eru tveir takkar á henni, á öðrum getur maður valið um "small, "medium" og "large", þa. eftir magni af þvotti, og á hinum takkanum er hægt að velja um hitastig; "hot", "warm" eða "cold"!! En hún virkar vel, er svakalega fljót að þvo og gerir það bara ágætlega. Eftir að Lue tókst að skrúfa báða takkana af, ákvað ég að setja sjálf í vélina. Hún er ekki vön þvottavél frekar en örðum ramagnstækjum blessunin, en finnst rosalega gaman að setja í vél. Einu sinni var hún búin að setja eitt viskastykki í, þvo á "large" prógrammi, en þó á "hot" hitastillingu! En þurrkarann setur hún í, það er líka bara einn hnappur að velja um þar, og hann er pikkfastur!
Í kvöld fer ég út að borða með einhverjum stjörnum sem eru hérna frá Pihl í Kaupmannahöfn, það verður eflaust huggulegt. Og svo er að koma helgi, enn og aftur, tíminn flýgur á ekki minni hraða en hjá litlu fuglunum sem eru að þeytast fram hjá glugganum mínum. Farið vel með ykkur elskurnar, KNUS

Comments:
hæhæ, við pabbi vorum að senda þér myndir af barnabörnunum ;) vonandi færðu þær.. annars skal ég bara geyma tertur handa þér og Sigfúsi og við höldum bara auka útskriftarveislu handa ykkur daginn eftir ;) svo er ég að reyna að kenna pabba á þetta blogg svo hann geti farið að lesa bloggið hjá þér ;) knús :*
 
Takk fyrir myndirnar, alltaf gaman að sjá fallegu drengina mína í Noregi! og auðvitað Katherine líka! Hvað gefur maður útskrifarstelpu eins og þér í tilefni áfangans? Bob Marey disk?!! nei bara grín, hvað langar þig í?/ KNUS
 
Loksins, loksins,,,, hef aldrei skilið neitt um þetta blogg!

Var að skrolla niður síðuna hjá þér og sá þarna komment um fána þeirra "rasta manna" ! Þetta var einsog væri verið að tala um mig, "svellkaldur, grænjaxl og gull af manni!" Kemst einhver fáni annara þjóða nær því að lýsa mér á jafn einfaldan hátt?
Bkv.
Elli stóri bróðir!
 
Elskulegur!I love you! KNUS
 
ja, það er spurning um að ég ætlaði að reyna að fá alla til þess að leggja í púkk svo ég geti keypt mér proffesional myndavél ;) annars langar mig líka ofsalega mikið í einhverjar fallegar ljósmyndabækur...
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?