.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

laugardagur, apríl 08, 2006


Í dag náði ég nýjum áfanga í jamaicönsku lífi mínu; ég gat rakað á mér fótleggina í fyrsta skiptið síðan ég kom!!! Ykkur finnst þetta kannske ekki í frásögu færandi, en þetta er sko merkileg frétt, það er ekki eitt einasta opið bitsár á mér núna! Eftir einn antibiotika töflukúr, heila túbu af anatibiotikakremi, auk hellings af hinum ýmsu spreyjum, kremum og ofnæmistöflum, virðist sem ég sé að vinna stríðið við moskítóflugurnar. Og hið ultimatíva vopn sjáið þið hér. Flugnanet yfir "Kingarann" okkar Sigfúsar, það var málið! Við skríðum inn í þetta hreiður okkar og vei þeirri flugu sem reynir að nálgast mig þarna inni! Þetta er eins og að vera í stanslausri tjaldútilegu, bara þægilegra undirlag! Reyndar hef ég líka fundið sprey sem ég nota óspart, það má meira að segja spreyja fötin sín með því. Ég hef í gegnum árin prófað öll antibitsprey sem á markaðium hafa verið, en þetta er það besta. Auðvitað ammerískt og heitir bara "OFF" Kem með nokkra brúsa með mér til Danmerkur, þekki nokkra sem þyrftu á svona "OFF-i" að halda!
Reyndar hef ég auk þessa lært ýmis trix til að halda frá sér flugunni;m.a. ekki vera í dökkum fötum ef fluga er nálægt (þær dragast meira að dökkum litum) og ekki hafa blóm í pottum td. á svölum eða veröndum, og alls ekki inni hjá sér, og spreyja fötin sín ef maður er úti á kvöldin.
Og svo náttúrulega að sofa undir neti! Kannske er ég líka farin að mynda eitthvað ónæmi, hver veit.
Við erum að fara út að sigla á eftir, mér skilst að það sé fiskitúr þó mér þyki fremur ólíklegt að við fiskum eitthvað! Við leggjum allavega í´ann með nesti, nýrakaða fótleggi og notaða skó,
og ætlum að hafa gaman af! Kannske get ég sett mynd af veiðinni á bloggið á morgun!
Hafið góðan dag, KNUS

Comments:
já, þetta Off virkar, notaði það úti á Ítalíu þegar flugurnar ákváðu að gera herferð gegn mér :/ annars fyrir hana Guðbjörgu þá er bloggið mitt www.blog.central.is/dorothea ;)
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?