mánudagur, apríl 17, 2006
Eftir vellukkaða páskaferð komum við heim til Mo-Bay í gærkvöldi. Þrátt fyrir að Jamaica sé lítil eyja og ekki hægt að keyra marga km. í hverja átt, tekur þetta langan tíma þar sem eyjan er svo hálend og vegirnir svo slæmir. Ferðinni var heitið til Port Antonio sem er á norð-austur horni eyjarinnar, upp undir hlíðum Blue Mountain þar sem þeir rækta þetta heimsfræga kaffi. Hæsti tindur fjallsins er rúmir 2250 m. og það rignir mikið og oft í, og undir þessu fjalli. Þess vegna var í upphafi byggðar hérna erfitt að fá fólk til að setjast þar að. En umhverfið er óskaplega frjósamt fyrir vikið, allt grær þ
arna á leiftur hraða og það er afskaplega fallegt á þessu svæði.
Þessi mynd er tekin af svölum hótelsins sem við bjuggum á, hátt upp í fjallinu ofan við bæinn. Hótelið rekur þýskur bóhem, Helmuth Steiner að nafni, þetta er bara 8 herbergja hótel, voða notalegt og persónulegt. En vá, að komast þarna upp! Gott við vorum á jeppa segi ég nú bara, því vegurinn var beint upp í loftið! Ég sárkveið fyrir að fara niður aftur, en það er nú ekki hálkan eða skaflarnir þarna, svo það gekk vel! Þetta er nú svolítið niðurnýtt hjá honum Helmuth, enda er hann bara með einn starfsmann, hann Willy sem gerir allt, tekur á móti fólki, eldar og virðist sjá um staðinn meira eða minna. Helmuth er í reddingunum og þessu sóciala! Voða skemmtilegur náungi. Eyjan sem liggur úti fyrir höfninni var í eigu Errol Flynn sem var víst mikill nautnaseggur, hann hélt villtar orgíur þarna á eyjunni og gekk víst oft mikið á! Jamaicabúar gera mikið úr þeim samskiptum sem frægir og ríkir útlendingar hafa haft við Jamaica, þeir gera því miður minna úr sínu eigin fólki sem margt hvert eru miklir listamenn.
M.a. þessi útskurðarmaður sem við stoppuðum hjá, hann er algjörlega sjálflærður, varla skrifandi, en sker út í mahoní þessar svaka mublur. Ég lofaði að reyna að senda honum myndirnar sem ég tók af honum og hlutunum hans, hann var bara ekki vissum hvaða adressu hann hefði! En ég ætla að reyna, kannske getur hann notað myndirnar sem auglýsingu fyrir sig.
Við heimsóttum líka heimili Noel Coward sem er upp í fjöllunum ofan við Port Antonio. Hann skrifaði marga af sínum frægustu söngvum hérna, ma. "A Room with a View" og það skilur maður eftir að hafa séð panaorama útsýnið sem kallinn hefur haft! Við komum rétt á hælana á Bill Clinton og Hillari sem höfðu líka verið í heimsókn! Þau hjónakornin voru í páskafríi og bjuggu í húsi niður við ströndina sem hafði verið í eigu James Bond höfundarins hans Jan Flemming. Þar geta víst allir sem vilja búið, er nokkurs konar hótel núna. Maður getur vel ímyndað sér að það er inspirerandi fyrir listamenn að búa þarna, það er svo fallegt og svo f
jölbreytt náttúra. Við vorum búin að heyra mikið talað um stað sem er við Long Bay, ströndina austur frá Port Antonio. Þetta var að sögn frábær staður sem rekinn er af sænskum manni. Við keyrðum í hálftíma til að sjá herlegheitin, og verð ég að segja að þetta er yfirdrifinn áhugi sem staðnum er sýndir. Kannske er þetta skandinavískur áhugi sem ræður. En staðurinn heitir "Chill out" liggur alveg niður á ströndinni, v
oða fallegt, en þetta skilti sem hangir upp í rjáfrinu, er greinilega ekki tekið alvarlega, því þessar fáu hræður sem þarna voru (nokkrir svíar og 2-3 innfæddir) svifu allir í eigin heimi og "chilluðu út"!!! Þá fannst mér nú meira áhugavert að sjá líf og fólk í bænum, ma. þennan gamla mann sem sat og horfði á umferðina og mannlífið. Páskarnir eru teknir mjög alvarlega hérna (Skírdagurinn undantekinn!) og mikil kirkjusókn. Það eru aðallega konurnar og börnin sem fara í kirkju, mennirnir taka sér annað fyrir hendur
, ma. eru allar krár troðfullar af karlmönnum á kirkjudögum! Konurnar klæðast sínum fínustu fötum, sumar hverjar í síðkjólum og flestar með hatta. Litlu stelpurnar eru í prinsessukjólum og með skraut í hárinu. (Auði frænku minni hefði einhverntíma þótt þetta flott!!) Við keyrðum fram hjá fjöldanum öllum af kirkjum og allsstaðar var troðfullt. Þessi hnáta stóð með fjölskyldu sinni fyrir utan kirkjuna, það komust ekki allir að sem vildu. En það gerði kannske ekkert til, maður heyrði vel þrumandi ræðu prestsins út á götu!
Öllum finnst svo gaman að láta taka af sér myndir, og ekki skemmir að geta séð myndina á eftir. Þessar digitalmyndavélar eru náttúrulega frábær uppfinning! En mikið væri líka skemmtilegt að geta prentað út mynd handa þeim. Konurnar leggja mikið á sig til að komast til kirkju, allir vegir voru fullir af prúðbúnum konum sem greinilega gengu langar leiðir til að komast til kirkju. Varasöm ganga á þessum krókóttu og þröngu vegum.
Jamaicabúar eru afskaplega hreinlegir með sjálfa sig, hvítu fötin eru sko hvít, þrátt fyrir að ekki séu þvottavélarnar á hverju heimili. Allstaðar blaktir þvottur á snúru, og maður sér víða konurnar utan við kofana sína að þvo þvottinn upp úr bala.
Þetta land er svo áhugavert, það er svo margt að sjá, upplifa og læra. Hlakka til að kynnast því enn frekar. En nú fer ég bráðum að yfirgefa Jamaica um tíma, á miðvikudaginn fer ég af stað til Danmerkur og svo sé ég ykkur á Íslandi um mánaðarmótin apríl/maí. Það verður nú gaman að sjá ykkur öll! KNUS

Þessi mynd er tekin af svölum hótelsins sem við bjuggum á, hátt upp í fjallinu ofan við bæinn. Hótelið rekur þýskur bóhem, Helmuth Steiner að nafni, þetta er bara 8 herbergja hótel, voða notalegt og persónulegt. En vá, að komast þarna upp! Gott við vorum á jeppa segi ég nú bara, því vegurinn var beint upp í loftið! Ég sárkveið fyrir að fara niður aftur, en það er nú ekki hálkan eða skaflarnir þarna, svo það gekk vel! Þetta er nú svolítið niðurnýtt hjá honum Helmuth, enda er hann bara með einn starfsmann, hann Willy sem gerir allt, tekur á móti fólki, eldar og virðist sjá um staðinn meira eða minna. Helmuth er í reddingunum og þessu sóciala! Voða skemmtilegur náungi. Eyjan sem liggur úti fyrir höfninni var í eigu Errol Flynn sem var víst mikill nautnaseggur, hann hélt villtar orgíur þarna á eyjunni og gekk víst oft mikið á! Jamaicabúar gera mikið úr þeim samskiptum sem frægir og ríkir útlendingar hafa haft við Jamaica, þeir gera því miður minna úr sínu eigin fólki sem margt hvert eru miklir listamenn.

M.a. þessi útskurðarmaður sem við stoppuðum hjá, hann er algjörlega sjálflærður, varla skrifandi, en sker út í mahoní þessar svaka mublur. Ég lofaði að reyna að senda honum myndirnar sem ég tók af honum og hlutunum hans, hann var bara ekki vissum hvaða adressu hann hefði! En ég ætla að reyna, kannske getur hann notað myndirnar sem auglýsingu fyrir sig.
Við heimsóttum líka heimili Noel Coward sem er upp í fjöllunum ofan við Port Antonio. Hann skrifaði marga af sínum frægustu söngvum hérna, ma. "A Room with a View" og það skilur maður eftir að hafa séð panaorama útsýnið sem kallinn hefur haft! Við komum rétt á hælana á Bill Clinton og Hillari sem höfðu líka verið í heimsókn! Þau hjónakornin voru í páskafríi og bjuggu í húsi niður við ströndina sem hafði verið í eigu James Bond höfundarins hans Jan Flemming. Þar geta víst allir sem vilja búið, er nokkurs konar hótel núna. Maður getur vel ímyndað sér að það er inspirerandi fyrir listamenn að búa þarna, það er svo fallegt og svo f



Öllum finnst svo gaman að láta taka af sér myndir, og ekki skemmir að geta séð myndina á eftir. Þessar digitalmyndavélar eru náttúrulega frábær uppfinning! En mikið væri líka skemmtilegt að geta prentað út mynd handa þeim. Konurnar leggja mikið á sig til að komast til kirkju, allir vegir voru fullir af prúðbúnum konum sem greinilega gengu langar leiðir til að komast til kirkju. Varasöm ganga á þessum krókóttu og þröngu vegum.
Jamaicabúar eru afskaplega hreinlegir með sjálfa sig, hvítu fötin eru sko hvít, þrátt fyrir að ekki séu þvottavélarnar á hverju heimili. Allstaðar blaktir þvottur á snúru, og maður sér víða konurnar utan við kofana sína að þvo þvottinn upp úr bala.
Þetta land er svo áhugavert, það er svo margt að sjá, upplifa og læra. Hlakka til að kynnast því enn frekar. En nú fer ég bráðum að yfirgefa Jamaica um tíma, á miðvikudaginn fer ég af stað til Danmerkur og svo sé ég ykkur á Íslandi um mánaðarmótin apríl/maí. Það verður nú gaman að sjá ykkur öll! KNUS
Comments:
Hæ,hæ og velkomin heim aftur. Þetta hefur verið skemmtileg ferð hjá ykkur. Ætli konurnar noti klór til að þvo hvítu fötin upp úr? Knus, Hafdís.
Skrifa ummæli