miðvikudagur, apríl 05, 2006

Ferðin til Kingston Town var árangursrík, það vildi svo bráðskemmtilega til, að einmitt sama morguninn og ég kom til Kingston tókst að ná í rétta manninn í immigration og viðkomandi skyldi vel problematíkina með passann hennar Svövu! Heppilegt, nú þegar ég var stödd í bænum! Í gærmorgun mættum við hjá immigration og eftir að hafa fyllt út réttu pappírana, rætt við miss Thomsen og beðið þolinmóð í 2 tíma, var ég ekki aðeins komin með löglegan innkomustimpil í passann minn, ég fékk líka dvalarleyfi í Jamaica til 15. janúar 2008! Bónusinn var svo að Sigfús fékk endanlegt atvinnuleyfi, sem hann reyndar hélt að hann hefði. Það getur borgað sig að bregða sér til Kingston!
Ég var að sjá Kingston í fyrsta skiptið í björtu (myndin er tekin af svölum 16 hæðarinnar á hótelinu sem við gistum á) ég keyrði forðum bara í gegnum bæinn að nóttu til. Kingston er ólík Mo Bay, miklu stærri, miklu háværari, miklu skítugri og miklu meiri sjánleg eymd hjá fólki. Gott að ég lenti í Mo-Bay! Við gistum á ágætis hóteli og auðvitað notfærði ég mér sundlaugina þar sem er 10 sinnum stærri en okkar herna heima. Ég sat og sólaði mig eftir sundtúrinn þegar virðulegur svartur maður kom og heilsaði mér og spurði hvort ég væri kristin. Enn var það krossinn minn sem dróg að sér athyglina. Hann varð afar glaður þegar ég svaraði játandi og vildi fá að vita meira; hvaða kirkju ég tilheyrði, fer ég oft í kirkju, hvað ég héti og svo hvaðan ég væri. Þegar ég nefndi Ísland tók hann bakföll af æsingi (mátti engu muna að hann dytti í laugina!) fórnaði höndum og hrópaði: "Reykjavík for Jesus, Iceland for Jesus, Svava for Jesus, you make my day, you make my day"!!! Mér leist nú svona mátulega á lætin í manninum, en hann hélt áfram: "þessum degi gleymi ég aldrei, þann 3. apríl 2006 hitti ég Svövu frá Íslandi, mikill er máttur Jesús"!!! 'Eg hugsaði með mér að kannske væri þetta fyrirboði um hvernig mér ætti eftir að ganga með immigration daginn eftir, og sjá! Það kom líka fram!! Maðurinn róaðist og stakk sér í laugina og synti eins og hvalur fram og aftur, mest í kafi og afskaplega hægt. Til að þessi trúaði maður sæi ekki hvað ég hló mikið af þessari uppákomu varð ég að fara á barinn og fá mér rompúns!!
Í kjallara hótelsins er gallerí sem selur mikið að Jamaicanskri list. Þegar ég fór að tala við galleríeigandann, kom í ljós að hún þekkti íslenska konu sem býr í Kingston. Við vorum reyndar búin að frétta af henni, hún er frænka vinar Sigfúsar og er búin að búa hér lengi, var gift Jamaicönskum lögfræðingi sem nú er dáinn. En hugsið ykkur tilviljunina, eini hérbúandi Íslendingurinn og þessi kona þekkti hana! Við vorum varla komin upp á herbergið þegar Rósa hringdi, galleríkonan hafði látið hana vita af okkur. Því miður náðum við ekki að hitta hana núna, en það gerum við næst þegar við komum til Kingston.
Búið var að ákveða að við ferjuðum bíl sem Pihl hafði keypt fyrir starfsmann hérna, heim til Montego Bay. Þetta var pickup bíll, óttalegur trukkur og ég þakka mínum sæla fyrir að halda nýrunum á sínum stað eftir ferðalagið! Þrátt fyrir að það séu aðeins rúmir 180 km. á milli staðanna, tekur allavega 4 tíma að keyra, vegirnir eru svo svakalegir. þegar við vorum að leggja af stað frá Kingston fór að rigna og það var sko ekkert smáræði. Fyrst kom einn dropi, svo kom annar miklu stærri, og svo opnuðust gáttir himinsins og á augabraði breyttust götur bæjarins í ólgandi stórfljót! Ég var að upplifa mína fyrstu trobísku rigningu og ég lofa ykkur að það er rigning sem segir eitthvað!!

Krakkarnir voru að koma heim úr skólanum og það er sko ekki verið að sækja þau á bíl þott rigni!! Ég smellti þessri mynd af hóp af krökkum sem höfðu leytað skjóls fyrir rigningunni, og það var sko ekki fýlan í þeim! Því miður er myndin ekki nógu skýr, ég var að keyra fram hjá þeim og ekki séns að stoppa. Allir eru í skólauniformi, strákarnir flestir í þessum ljósbrúnu fötum, en stelpurnar í mismunandi litum kjólum, eða blússum og pilsum, þá eftir hvaða skóla þau eru í.
Það dróg úr rigningunni því norðar sem við komum og þegar við vorum komin yfir fjöllin og sáum norður og vesturströndina var heiður himin og sól. Líklega rignir meira á suðurströndinni, alveg eins og á

Hlakka til að sjá meira af landinu, við ætlum að keyra á austurströndina um páskana, það ku vera mjög fallegt þar. Hérna er smásýnishorn frá einum af dölunum sem maður keyrir í gegnum á leiðinni frá Kingston. Bara svo þið sjáið hvað er grænt og gróðursælt hérna. En það er voða erfitt að keyra á vegunum hérna ef maður þekkir ekki veginn og aksturslagið á þeim innfæddu. Ég mundi ekki mæla með að ferðamenn sem eru vanir að keyra á evrópskum þjóðvegum fari að spreyta sig á því, allavega ekki svona fyrstu dagana!
Eitt af því sem ég gerði í Kingston var að hitta bílasala sem kennske er með bíl sem hentar mér í innanbæjarkeyslu í Montego Bay. Ég skoðaði lítinn "konubíl" Nissan-eitthvað, voða þægilegur virðist vera. Líklega skelli ég mér á hann!
Ekki meira í bili, KNUS til ykkar allra.
Comments:
Gaman að lesa þessa ferðasögu þína. Nei, það rignir MINNST hérna í höfuðstaðnum, en það er rétt að eymdin er afar sýnileg hér.
Við þekkjum líka Rósu og höfum hitt hana nokkrum sinnum, afar hress kona.
Kveðja til Mo Bay
Sigrún í Kingston
Við þekkjum líka Rósu og höfum hitt hana nokkrum sinnum, afar hress kona.
Kveðja til Mo Bay
Sigrún í Kingston
Hæ Sigrún og takk fyrir síðast! Gaman að hitta þig og nú fylgist ég með ykkur í Kingston yfir bloggið þitt!Bestu kveðjur/Svava
önnur Sigrún?? nei, nú VERÐ ég að fara að koma í heimsókn ;) það er sama hvað þú skrifar um þetta land, mig langar ennþá meira til þess að heimsækja ykkur ;) endilega kíktu á síðuna mína ef þú hefur tíma, var að skrifa ansi hressar fréttir ;)
Er það nokkuð sem rennur upp úr þér vitlaysan (á blogginu þínu!)en þér kippir greinilega í kynið mín kæra, það er svosum ekki allt vitlegt sem ég skrifa! Vesenið að commentera á þína síðu! Hvaða coda þarf maður að kunna!! KNUS
það kemur kóði á svona dökkum fleti, annað hvort tölur eða bókstafir eða bæði og þú þarft að skrifa það í reitinn sem þú sérð ;)
Skrifa ummæli