.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, apríl 12, 2006


Ég verð bara að sýna ykkur hvernig bjútýsalongen á Half Moon lítur út! Þegar ég kom í morgun var mér vísað inn í þannan sal, það sem átti að "realaxsa" smástund. Eftir smástund var ég sótt af pínulítilli snyrtistúlku sem fór með mig inn í "handaherbergið", lítið en rosalega snytirlegt og flott. Þar var róandi músík og stúlkan hófst handa, í orðsins fyllstu merkingu! Skrítið að sjá mínar hendur í höndunum á henni. Hennar svona litlar og svartar, mínar þessar risastóru hendur, og þrátt fyrir að ég sé orðin sólbrún á
höndunum, þá virkuðu þær snjóhvítar við hliðina á hennar!

Handsnyrtingin var ágæt hjá henni, og svo var mér vísað aftur inn í "realaxið" fært te og þarna beið ég á meðan lakkið var að þorna. Ég hef ekki áður verið inn á Half Moon Resorts, en þetta er eitt af þeim hótelum sem allt er innifalið í dvölinni. Þetta er risastórt svæði, liggur niður að ströndinni, ég sá nokkrar sundlaugar, tennisvelli, SPA, íþróttacenter, nuddstofu, hjúkrunarklínik, m.m. Fólk var þarna á hjólum til að komast á milli staðanna. Og svo var þarna hellingur af verslunum, veitingahúsum og börum. Skil svosum vel að fólk sé bara þarna inni, það hefur allt sem það þarf, nema auðvitað að sjá hvernig fólk í Montego Bay lifir! Þetta er alveg heimur út af fyrir sig. Þegar ég kom að hliðinu hringdi vörðurinn til að fullvissa sig um að ég ætti alvöru erindi inn á svæðið! En þetta var fínt og gaman að sjá, kannske ég fari bara í tásusnyrtingu líka áður en ég kem til Evrópu!!

Comments:
ohhh, mikið væri ég til í svona núna..
 
Drífðu þig bara mín kæra. þær eiga alltaf lausan tíma! KNUS
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?