.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

sunnudagur, apríl 09, 2006



Í gær fórum við í með Chris í fiskitúr á "Brjáluðu Bínu". Frændi Chris, Peter er kapteinn á bátnum og mér skilst að auk þess að fiska svona af og til, fari hann með turista í siglingu á Montego Bay. Með honum eru tveir innfæddir hásetar, sem sáu um allar veiðistangirnar sem eru festar utan á bátinn. Auk okkar Sigfúsar var sænski Peter með, og hann hafði með sér blindfullann amerískan nágranna sinn. Til að fyrirbyggja að sá fulli dytti fyrir borð, var honum komið fyrir uppi á dekki, þar sem hann var skorðaður út í horni með bjórflösku í hendi. Hann bærði lítið á sér eftir það! Peter kapteinn er ferlega fyndin typa, hann er þvottaekta jamaicabúi og talar sem slíkur, en er mjög ljós yfirlitum, hann á breska forfeður og hefur greinilega fengið öll sín litargen þaðan. Eitthvað hafa önnur gen brenglast í honum, því vaxtarlagið og hlutföllin í skrokknum eru voða skrítin. Fæturnir afar stuttir og ég hef aldrei séð svona litlar tær (og táneglur!) á fullorðnum manni. Þetta er eins og á litlu barni, mjög sérkennilegt! Eitthvað á hann líka í vandræðum með það sem hangir á milli fóta hans, því hann hélt vinstri hendinni þéttu taki á þeim stað, og sleppti aðeins takinu þegar hann var að kveikja sér í nýrri "jónu"!! Ég er nú svoddan kjáni þegar kemur að þekkingu á svona efnum, en spurði hvort þetta væri marijuana sem hann væri með. "Yah, man" svaraði kapteinninn, þetta er svo gott fyrir fiskeríið!! En annað hvort hefur hann reykt of lítið eða of mikið, allavega urðum við ekki vör! Ekki undarlegt fannst mér, það var keyrt á brjáluðu stími allan tímann, og taumurinn með þessum óhræsis önglum á, voru dregnir á eftir bátnum. Hvaða fiskur getur synt í kapp við þetta?!! Það var skrítið að sjá hvernig þeir beittu. Annar hásetinn saumaði (með nál og þræði!) heilan fisk sem líktist síld, inn í skrautlegan gerfikolkrabba og svo var þetta fest á þennan svaka öngul! En þrátt fyrir að "Kingfiskurinn" léti ekki sjá sig, var þetta hin besta ferð. Það var farið að hvessa og braut vel á bátnum, á tímabili var mikill óróleiki sem Sigfús minn fann vel fyrir! Á efra þilfarinu ar farið að draga af mönnum, en ég sat aftur á hjá berfættu hásetunum, nagaði kjúklingabita og fílaði þetta í botn!Þegar við komum í land bauð Chris okkur í afmæli dóttur sinnar, en við ákváðum bara að fara heim og slappa af. Sænski Peter og fulli ameríkaninn fóru og mér skilst að það hafi verið svaka fjör þar! Í dag tökum við rólega dag, kl. 7 í morgun var ég komin í laugina og svo ætla ég að kikka á ritgerðina sem ég er komin í gang með. Vona þið hafið líka góðan og rólegan sunnudag. KNUS


Comments:
Já, hvernig bara þykir þér!!
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?