þriðjudagur, apríl 11, 2006

Það munaði ekki miklu að ég ættleiddi þennan í gær, hann dagaði svo að segja uppi hjá mér. Drengurinn er rafvirki, sem kom með verkstjóranum sínum kl. 9 í gærmorgun til að gera við 2 innstungur sem virkuðu ekki. Verkstjórinn þurfti að "skreppa" og ætlaði að sækja drenginn eftir ca. klukkutíma. Hann var snöggur að laga innstungurnar og settist niður til að bíða eftir meistara sínum. Það leið og beið og ekki kom verkstjórinn. Ég gaf honum að drekka, og seinna brauðsneið og meira að drekka, drengurinn beið og beið, en ekki lét meistarinn sjá sig. Þegar liðnir voru rúmir 2 tímar hringdi ég og spurði hvort hann væri nokkuð búinn að gleyma rafvirkjanum, "nei, nei, ég er á leiðinni" var svarið og drenurinn brosti bara og sagði að meistarinn væri afar mikilvægur maður sem hefði mikið að gera. Og svo sat hann og beið og hlustaði á músíkina sem hann var voða hrifinn af, sérstaklega var hann uppnuminn af Guitar Islancio, spurði mikið út í þá, hverjir þetta væri, hvenær þeir kæmu til Jamiaca og hvort hægt væri að fá CD með þeim hérna! Svo strákar í Guitar Islancio; ykkur er óhætt að koma til Jamaica, þeir fíla ykkur líka hérna! En verkstjórinn kom kl.tæplega 4 og þá var drengurinn búinn að sitja á stólnum í 5 tíma, alltaf jafnrólegur! Ótrúlegt geðslag á þessu fólki, sjáið þið ekki íslenskan eða danskan iðnaðarmann sitja svona og bíða eftir meistara sínum allan þennan tíma! Mamma mín sagði stundum ef henni fannst lítið um heimsóknir til sín; "ég hef ekki séð hvítan mann"! Mér datt hún í hug í gær þegar rafvirkinn sat í eldhúsinu, Lue andskotaðist með sópinn út um alla íbúð og Barry var að troða kítti í göt á gólfinu við verandann. Öll svona kolsvört. Þegar Sigfús kom heim var þetta ekki mikið öðruvísi, hann er orðinn svo sólbrúnn að hann er að verða eins og einn af þeim innfæddu! Svo það má segja að ég hafi ekki "séð hvítan mann" í gær!
Meiri litadýrð var þaðá himninum þegar líða fór á daginn, skýin voru svo óskaplega falleg, dönsuðu á himninum og skiptu litum við hvert augnablik sem leið. Það er sama hvað Sigfús reynir að skýra út fyrir mér stöðu tungls og sólar á þessari breiddargráðu, mér er bara ómögulegt að skilja hvernig þetta snýr hérna. Mér finnst svo skrítið hvernig tunglið snýr, og ekki varð undrun mín minni í gær þegar bæði sól og máni voru jafnhátt á lofti, að vísu annað í vestri og hitt í austri, en samt; þetta er svo mikið öðruvísi en ég er vön!Verð að gera mér ferð á Planetaríumið í Kaupmannahöfn þegar ég kem þangað til að skoða líkanið sem er þar, þá kannske næ ég að skilja hvernig þetta snýr allt saman! KNUS