þriðjudagur, júní 20, 2006
Ég er alltaf að sjá nýjar plöntur og blóm, veit náttúrulega ekkert hvað þetta er, en hún Vivet mín er sko
betri en enginn í þessum efnum sem öðrum. Verð alltaf ánægðari og ánægðari með Vivet!Þessir "ávextir" voru farnir að vaxa á einu trénu í garðinum, ég varð voða ánægð og sá fyrir mér nýja blöndu af morgundjúsinu mínu. En nei, onei! Þetta er hið fræga "acci" innihaldið úr þessu borða jamaicabúar eins og allir vita með saltfiskinum sínum á morgnana. En ekki strax, því eins og þetta er núna er þetta baneitraður ávöxtur, fyrst þegar hann opnast má týna hann og taka kjarnann sem er heiðgulur á litinn. Núna er ávöxturinn fallega rauður og hellingur af þessu.
Þegar ég flutti inn vakti eitt af trjánum í garðinum athygli mína, ég hélt það væri steindautt því það var svo aumingjalegt, engin lauf og bara ferlega ljótt. En svo bráði af því, og nú kemur í ljós að þetta er plómutré sem farið er að bera ávexti. Júníplómur kallar Vivet þetta og æaður en langt um líður verða plómurnar fjólubláar og tilbúnar í djúsið!
það er gaman að fara um núna og sjá oll blómin sem eru í blóma, mörg tré sem voru bara græn áður eru nú rauð, blá, bleik og gul! Flott! KNUS
