þriðjudagur, júní 27, 2006

Það er brjálaður vöxtur í fræunum hjá mér, enda er þvottaverandinn eins og gróðurhús þessa dagana! Þetta hljóta að vera súperskilyrði fyrir ræktun, 33 stiga hiti og temmilegur raki í lofti! Verst að ég er ekki alveg viss hvað ég á að gera næst! Á ég að láta þessar spírur verða stærri, eða á ég að skella þeim strax í stærri potta? Þetta gengur svo hratt fyrir sig! Það vex allt hratt hér í þessu loftslagi, líka hárið á mér sem er farið að verða óstýrilátt. Nú verð ég að fara að finna hárgreiðslustofu sem kann eitthvað annað en að flétta og tæta rastahár. En í því eru þau aftur á móti góð.

Þetta er nú bara ómerkilerg sýnishorn sem ég smellti af einum af verkamönnunum úti á vegi, en gefur svolítið til kynna um hvernig hártískan er. Kannske ég endi bara með eitthvað svona!
Dagarnir æða áfram hjá mér, ég er komin þó nokkuð vel í gang með þýðinguna á bók Tom Kitwood sem markmiðið er að hafa tilbúna til forlagsins seint í haust. Mér mun ekki veita af tímanum, þetta er nú ekki auðveldasta bókin sem ég hef valið mér sem fyrstu tilraun mína til þýðingar! Ég sit við tölvuna og Vivet líður um með kústinn og bekkjarýjurnar! Hún er bara svo þægileg hún Vivet. Skítt með að hún og ryksugan hafa ekki náð góðu sambandi! Látið ykkur líða vel elskurnar, KNUS
Comments:
Hæ Svava:)
Mikið er gaman að lesa bloggið þitt. Ég les það reglulega til að stytta mér stundirnar í fæðingarorlofinu;) Öspin er svo mikill engill að það er nógur tími til að hanga á netinu og lesa allskonar hluti.
Þið hafið það greinilega gott þarna hinu megin á hnettinum;)
Kær kveðja Sunna
Mikið er gaman að lesa bloggið þitt. Ég les það reglulega til að stytta mér stundirnar í fæðingarorlofinu;) Öspin er svo mikill engill að það er nógur tími til að hanga á netinu og lesa allskonar hluti.
Þið hafið það greinilega gott þarna hinu megin á hnettinum;)
Kær kveðja Sunna
Hæ Sunna mín! Gaman að heyra að fylgist með okkur! Fylgist reyndar líka með ykkur á heimasíðunni hennar Aspar! yndislegar stelpur, báðar tvær.
KNUS til ykkar allra/Svava
Skrifa ummæli
KNUS til ykkar allra/Svava