þriðjudagur, júní 13, 2006
Það er sérstök tilfinning að vera eina hvíta manneskjan, hvert sem litið er er ekki hvítt andlit að sjá. Ekki það að ég sé að ferðast út um allt þessa dagana, hef lítið farið út fyrir "mitt svæði", en samt! Maður er voða öðruvísi svona næpulegur! En það er ekki að sjá eða finna að hvítleiki minn trufli einn eða neinn, maður er bara móttekin eins og maður er. Velti fyrir mér hvernig í ósköpunum stendur á að það er svona lítill tolerance er í heiminum gagnvart öðruvísi útlítandi fólki?
Þegar ég var
að fara til Evrópu um daginn spurði ég Barry hvort ég ætti að færa honu eitthvað frá Íslandi eða Danmörku. Svo naív sem ég var, hélt ég kannske að hann hefði áhuga á að sjá eitthvað frá þessum löndum sem eru honum svo fjarlæg. En það var nú aldeilis ekki! Eftir miklar umræður skildi ég loksins að hann vildi fá skó! Svona einhverskonar íþróttaskó. Aðspurður um hvaða númer hann notaði, sagði Barry gallharður "ég nota númer 38". Mér þótti það nú fremur ósennilegt og bað hann að sýna mér skó sem hann notaði (hann vinnur oftast á tásunum!), hann sótti þessa fínu skó sem einhver hafði gefið honum, þeir hefðu verið of stórir á Sigfús sem notar skónúmer 46! þá rann upp fyrir mér ljós, Barry hafði aldrei keypt sér skó sjálfur! Við Sigfús urðum sammála um að hann notaði ca. 43 og skó í því númeri keypti ég svo handa honum í Kaupmannahöfn. Barry varð óskaplega glaður yfir skónum og bað mig að taka mynd af sér í þeim! Hann sgðist ætla að nota þá þegar hann færi í bæinn til að sjarmera stelpur! Ferlegur hann Barry!
Nýja húshjálpin mín byrjaði í morgun. Hún heitir Vivet og kemur frá atvinnumiðlun kirkjunnar. Svona má nú líka nota kirkjuna! Ég reyni að læra af reynslunni og sagði Vivet að ég réði hana til reynslu í eina viku! Ætla ekki að sitja uppi með hana og kannske fá bálreiðan prest í heimsókn ef mér líkar ekki við hana. Eins og Lue er hún mikil kirkjumanneskja, en virðist allavega svona við fyrstu kynni hafa svolítið meira á milli eyrnanna en greyið hún Lue. En það er sama sagan hérna með ryksuguna; Vivet hafði reyndar séð svona fyrirbæri en aldrei notað, og virtist ekki vera mikið fyrir að prófa. Kannske er þetta bara svona, ryksugur eru ekki vinsælar í Montego Bay?! Hún er voða róleg en þægileg, svo ég er bísna bjartsýn. Hún veit líka eitthvað um bæinn og ætti að geta sagt mér og sýnt eitthvað af lífinu hérna. Verður spennandi að sjá hvernig vikan verður!
Leigumiðlarinn var að hringja, hún er að reyna að selja húsið "okkar" fyrir eigandann og ætlar að senda einhvern áhugasaman kaupanda á morgun. Vona bara ða viðkomandi lítist ekkert á þetta, hef sko ekki áhuga á að fara að flytja héðan. Nóg um flutninga í bili! Ég ætla ekki að mæla með þessum stað við þau!! Er ég ferlega vond?
Þegar ég var

Nýja húshjálpin mín byrjaði í morgun. Hún heitir Vivet og kemur frá atvinnumiðlun kirkjunnar. Svona má nú líka nota kirkjuna! Ég reyni að læra af reynslunni og sagði Vivet að ég réði hana til reynslu í eina viku! Ætla ekki að sitja uppi með hana og kannske fá bálreiðan prest í heimsókn ef mér líkar ekki við hana. Eins og Lue er hún mikil kirkjumanneskja, en virðist allavega svona við fyrstu kynni hafa svolítið meira á milli eyrnanna en greyið hún Lue. En það er sama sagan hérna með ryksuguna; Vivet hafði reyndar séð svona fyrirbæri en aldrei notað, og virtist ekki vera mikið fyrir að prófa. Kannske er þetta bara svona, ryksugur eru ekki vinsælar í Montego Bay?! Hún er voða róleg en þægileg, svo ég er bísna bjartsýn. Hún veit líka eitthvað um bæinn og ætti að geta sagt mér og sýnt eitthvað af lífinu hérna. Verður spennandi að sjá hvernig vikan verður!
Leigumiðlarinn var að hringja, hún er að reyna að selja húsið "okkar" fyrir eigandann og ætlar að senda einhvern áhugasaman kaupanda á morgun. Vona bara ða viðkomandi lítist ekkert á þetta, hef sko ekki áhuga á að fara að flytja héðan. Nóg um flutninga í bili! Ég ætla ekki að mæla með þessum stað við þau!! Er ég ferlega vond?
Comments:
Skrifa ummæli