.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

mánudagur, júní 19, 2006


Það er ótrúlegt hvað svona lítið apparat getur gert manni lífið þægilegrahérna í hitabeltinu! þessa litlu loftklæingu fékk ég setta upp á föstudaginn inni á kontórnum, og þvílíkur munur! Þegar hún var farin að blása fundum við greinilega hversu gömul og lasburða loftkælingin í stofunni er! En þessi nýja nær líka að kæla fram í eldhús/stofu, svo nú verðum við að passa að það verði ekki of kalt! Skammt stórra högga á milli eins og oft áður!





Einn af samstarfsaðilum Sigfúsar er forstjóri Half Moon sem er eitt af betri "hótelresortsunum" hérna í MoBay. Hann okkur, ásamt tveim örðum frá fyrirtækinu að nýta aðstöðu hótelsins á meðan við værum hérna í MoBay. Við Sigfús fórum og skoðuðum herlegheitin í gær, þetta er rosastórt svæði og einn af "portörunum" keyrði okkur um svæðið í golfvagni. Auk allra veitingahúsanna og baranna eru strandirnar margskiptar, þar sem sólin kemur upp, þar sem hún sest, þar sem þeir grilla, þar sem höfrungarnir eru, o.s.frv. Þarna er mynd af einni litlu ströndinni. Alls hafa þeir 51 sundlaug þarna, við sáum nú bara brot af þeim enda eru einhverjar af þeim prívat fyrir VIP húsin! Við fáum líka afnot af tennisvöllunum og fitnesscentrinu sem er voða vel útbúið og strákar; líka afnot af golfvellinum!!! Get ímyndað mér að einhver úr fjölskyldunni minni verði glaðir að heyra það, þetta er nefnilega flottur golfvöllur! Ætla að nýta mér fitnesscentrið!!! "Vegurinn til Helvítis er varðaður góðum fyrirheitum" sagði einhver mætur maður!!! Hafið góðan dag elskurnar!

Comments: Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?