.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

sunnudagur, júní 25, 2006

Ég hef verið önnum kafinn síðustu dagana, enginn tími til að blogga! Kurt smiður lánaði mér höggborvél mikla sem ég hef heldur betur nýtt vel. Þvílíkt tæki! Ég tæti í gegnum stálsteypuna eins og veggirnir væru úr osti! Nú er kominn vísir að myndavegg, klukka á vegg svo ekki sé talað um gardínurnar sem hanga nú í báðum svefnherbergjunum á ný-upp-boruðum gardínustöngum sem ég fékk í "diskánt"búðinni hennar Vivet. Við Vivet fórum nefnilega saman í bæinn á föstudaginn. Aðalerindið var að fara á markaðinn, nokkuð sem mér skilst að ég eigi ekki að gera alein. Það var mikil upplifun að koma á markað hinna innfæddu sem er RISAstór. Vivet leiddi mig í gegnum hvern ganginn á fætur öðrum og þarna var bókstaflega allt til sölu. Og þarna fann ég loksins gott grænmeti, ferskt, fallegt og mikið úrval. Ég var svo uppnuin að ég gleymdi að taka myndir! Vivet setti upp pókerfés þegar hún var að díla um verðið, og það er sko öruggt mál að ég hefði ekki fengið þann prís sem hún fékk! Við komum út með helling af fínu grænmeti fyrir "skid og ingenting" ef miðað er við verðið í súpermarkaðinum. Það hlaut líka að vera til einhverstaðar betra og ódýrara grænmeti en það sem ég hafði fundið! Vivet sagði mér að sumir hreinlega byggju á markaðinum, það er þá fólk sem ekki á heimili annarstaðar.

Utanvið markaðinn lág þessi maður og svaf. Þetta sér maður annars ekki oft hérna í MoBay, en sér oft í Kingston. Eins og hef sagt áður, er eymdin mun sjánanlegri þar. Í þessari bæjarferð okkar Vivet kom ég í bæjarhluta sem ég haf aldrei áður verið í, þar sást ekki hvít manneskja. En það var ekki eins og þeim findist ég vera neitt öðruvísi, kannske af því að Vivet vék ekki frá mér! Henni er voða annt um mig blessaðri, sagði mér að sér fyndist "gaman að vera hjá mér" ! Jamaicabúar slá ekki um sig með stórum lýsingarorðum og Vivet er þar engin undantekning. Ef maður spyr hvernig fólk hafi það ("how are you") er sterkasta svarið "not so bad"!! Aldrei að þau segi "good" svo ekki sé talað um "great, fantastic" eða annað í þeim dúr! En hún hlær mikið af mér og örugglega finnst henni ég oft skrítin! Sérstaklega fannst henni fyndið að sjá mig með borvélina!



Í tilefni afmælis Sigfúsar sem var í gær, buðum við nokkrum "köllum" úr vinnunni hans í mat um helgina. Ég eldaði íslenskan saltfisk sem búin var að ferðast með okkur milli landa og gista þó nokkra frystiskápa á leiðinni! Eftir helgina voru þó nokkrar tómar bjórflöskur á verandanum (!!) og samkvæmt venju fékk Barry flöskurnar. Nú brá svo við að hann spurði hvort hann gæti ekki fengið eina fulla bjórflösku! Ég varð svo undrandi, Barry hefur reyndar nokkrum sinnum beðið mig um eina sígarettu, en aldrei annað! Auðvitað fékk hann bjórflöskuna og varð voða glaður!
Þarna er Sigfús með afmælisgjöfina frá mér, IPod! Var ekkert smá lukkulegur með tækið sem eftir tvær hringingar til Guðbjargar IPod sérfræðings virkaði eins og til var ætlast! Nú er hann eins og hinir táningarnir, tekur þetta varla úr eyrunum!

Comments: Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?