sunnudagur, júní 18, 2006

Við Sigfús vorum formlega boðin út á veginn, þar sem eitt hollið var að halda upp á að þeir voru komnir í gegnum erfiðan hluta við vegbygginguna og í því tilefni var boðið upp á bjór og samlokur. Óli Íslendingur er verkstjóri þar og sýndi mikil tilþrif við veitingarnar! Óli kom svo um kvöldið í mat til okkar þar sem prófað var ástralska lambakjötið sem ég fann í einum supermarkaðinum. Það var bara ágætt, en við vorum öll sammála um að ekkert jafnaðist nú samt á við það íslenska!

Einn af verkamönnunum er ekta "rastamann", óskaplega brosmildur og vinalegur. Það var afar fyndið að sjá hann með hjálminn yfir öllu þessu hári! Hann hefur verið "Rasta" síðan 1988 og hefur þ.a.l. ekki skert hár á höfði sínu síðan. Bob Marley er átrúnaðargoð hans nr. 1 og dætur hans tvær sem hann sýndi mér myndir af eru líka með rastahár og lifa eftir rastatrúnni.
Kom mér á óvart að hann drakk bjór, hélt ekki að það mætti en kunni ekki við að spyrja!
Þarna var líka ungur strákur "litli rastamann" (eins og þeir kalla hann því hann hefur bara verið "rasta" í nokkur ár!) var óskaplega stoltur yfir frétt sem hafði komið í dagblaði, það var um fyrstu skóflustundu vegarins og hann var sá sem aðstoðaði ráðherran við skóflustunguna. Einhver hafði fært honum útskrift af netinu um þetta og brosið fór ekki af honum, því þótt ekkert sæist á myndinni hver þetta var, þá var nafnið hans nefnt og þvílík lukka! Hann ætlaði að ramma þetta inn og geyma vel svo hann gæti sýnt börnunum sínum seinna meir hvað hann hafði afrekað þegar hann var ungur!
Comments:
ferð þú ekki bara að stunda rasta ;) ég og auður ræddum þetta einhvern tímann og vorum sammála um það að hárið myndi fara þér vel ;)
Skrifa ummæli