mánudagur, júní 12, 2006
Heil og sæl, þá er rastabloggarinn "på banen igen"!! Einkennilegt með þessa bloggaraþörf, mér datt ekki blogg í hug þessar vikur sem ég var í Evrópu, en var vart komin inn á Taylor Road fyrr en ég fór að hugsa um hvað væri langt síðan ég skrifaði fréttir. Það er ekki eins og ekkert hafi gerst þessar 6 vikur!! En ég er sumsé komin heim til MoBay, allt var í besta lagi, enda hafði Barry litið til með íbúð og blómum. Hann var voða glaður að sjá okkur, kom hlaupandi á tásunum, kallandi eitthvað óskiljanlegt og brosti öll ósköp. Innandyra var heilmikið líf, eðlubarn var flutt inn í stofuna og heilt maurasamfélag var á góðri leið með að byggja upp stórveldi í öllum herbergjum hússins. Þeir fengu nú fljótlega að finna hver hér réði húsum og með aðstoð frá eiturbauknum ógurlega urðu hústökudraumar þeirra að engu. Daman sem passaði uppá hann Sigfús minn eftir ég fór hafði greinilega ekki verið mjög teygjanleg, því allt sem var hærra en 1 meter frá gólfi hafði hún ekki snert og finnst mér nú að ég þurfi að byrja frá byrjun, sápa, skrúbbar og bekkjarýjur aftur út um allt!! PÚFF!! En nóg um þetta í bili, smá rapport frá síðustu vikum;

Fyrst ber að telja stóra áfangann hjá henni Guðbjörgu, en 27. apríl sl. opnaði hún ásamt stöllum sínum frá skólanum verslunina Møjtøj.Verkstæðið sem er í sama húsnæði var tilbúið nokkrum vikum áður og þarna hanna þær og sauma designföt og fylgihluti. Glæsilegt framtak hjá þessum ungu konum og flottir hlutir sem eru framleiddir þarna. Kikkið endilega framhjá þegar þið eruð í Kaupmannahöfn, þetta er rétt hjá Nørreport (pínlegt, en ég man ekki adressuna, kemur seinna! (Guðbjörg, viltu setja adressuna inn!) Það var gaman að geta verið með við opnunina.
Þarf að fara núna, meira seinna!KNUS

Fyrst ber að telja stóra áfangann hjá henni Guðbjörgu, en 27. apríl sl. opnaði hún ásamt stöllum sínum frá skólanum verslunina Møjtøj.Verkstæðið sem er í sama húsnæði var tilbúið nokkrum vikum áður og þarna hanna þær og sauma designföt og fylgihluti. Glæsilegt framtak hjá þessum ungu konum og flottir hlutir sem eru framleiddir þarna. Kikkið endilega framhjá þegar þið eruð í Kaupmannahöfn, þetta er rétt hjá Nørreport (pínlegt, en ég man ekki adressuna, kemur seinna! (Guðbjörg, viltu setja adressuna inn!) Það var gaman að geta verið með við opnunina.
Þarf að fara núna, meira seinna!KNUS
Comments:
Skrifa ummæli