.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, júní 15, 2006


Mér til mikillar ánægju komu ekki væntanlegir kaupendur til að skoða í gær. Vonandi eru þau bara hætt við! Það var líka ýmislegt annað að hugsa um í gær, fluttningsmennirnir mættu með hlaupahjólið sem á stuðla að bættu heilsufari okkar hjóna! Innfæddi rafvirkinn (sá sem sat sem lengst á stólnum hjá mér um daginn og hlustaði á Guitar Islancio!) var fleiri klukkutíma að koma því saman, Sigfús kom og aðstoðaði hann um tíma og eins og sjá má svitnuðu þeir vel við átökin!

En upp komst bandið og það virkar! Ég prófaði það seinnipartinn (en fyrst þegar ég var ein heima!) og mér fannst ég vera eins og auglýsing úr sjónvarpsmarkaðinum, var eins og þessar amerísku húsmæður (kannske ekki alveg eins "fit" og þær!!) þegar ég var að keyra bandinu um og stilla því upp fyrir framan sjónvarpið! Afar fyndið, en þetta er svolítið sniðugt, það verð ég að viðurkenna! Svo nú er engin afsökun, það verður gengið hér undir loftkælingunni tvisvar á dag!

Hitastigið hækkar með hverjum deginum og ég verð að sætta mig við að hafa allt lokað út, annars verður hreinlega ólíft hér inni. Það er reyndar nú þegar að verða ólíft inni á kontórnum, en á morgun kemur André gas- og loftræstimaður og setur upp loftkælingu fyrir mig. Í gær heyrðust þrumur í fjarska, það var líka heilmikill vindur. Það var víst rest af fellibylnum Alberto sem fór framhjá hér fyrir norðan Jamaica á leið sinni yfir Florída. Það er mikið talað um fellibyli núna, kom fólki á óvart hvað þessi kom snemma. Er víst reiknað með mörgum í ár og fólk hvatt til að vera á verði. Við kunnum náttúrulega ekkert að undirbúa okkur fyrir fellibyl, hvað gerir maður? Sigfús kom heim með bækling í gær sem fjallar um hvaða ráðstafanir maður á að gera. Á meðan Bandaríkjamenn tala um að hafa vatn og mat heima fyrir 2-3 daga, er hérna mælt með að hafa birgðir til 10-12 daga! Það gengur mun hægar að skaffa hluti hingað ef allt fer í vitlaysu. Svo það er líklega best að fara að hamstra! En hvað á að hamstra? Vatnið auðvitað, en hvað meira? Rauðvín? Niðursoðna skinku? Ég veit það ekki! Einhverjar tillögur? ;-)


Comments: Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?