.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

föstudagur, júní 30, 2006

Þrátt fyrir mikið annríki má ég til með að láta heyra frá mér. Mættu einhverjir kannske taka sér mér til fyrirmyndar þar! Smá svona "pilla" heyri frá fáum! (Hafrún mín; takk fyrir kommentið!)Ég sit sveitt við tölvuna allan daginn, svitinn rennur meira psykiskt en fysiskt, það er Tom vinur minn Kitwood sem er orsökin, þar er sko enga loftkælingu að finna! Ég er að reyna að halda það plan sem ég setti mér, ákveðin síðufjöldi SKAL vera íslenskaður á fyrirfram ákveðnum tíma! Geri lítið annað þessa kviðuna; Guði sé lof fyrir hana Vivet sem sér bara um allt fyrir mig. Þó stend ég annað slagið upp, teygi mig og lít til veðurs!! þessa dagana fer hitinn ekki niður fyrir 29 stig, en heldur ekki upp fyrir 36. Þetta er svosum allt í lagi, en ég vildi ekki búa í hús án loftkælingar! Þegar líður á daginn er allt orðið voða heitt af 35 stigunum sem eru búin að gegnhita allt tiltækt, meira að segja sundlaugin er fullheit seinnipartinn. Hobbýið mitt þessa dagana erað reyna að ná mynd af "þjóðarfuglinum" sem ég hélt reyndar framanaf að væri kólibrífuglinn. En nei, ó nei! það er sko Trochilus polytmus, sem hér gengur undir nafninu Doctorbird, og spyrjið mig ekki hvers vegna! Þessi dásemdarvera flögrar stundum fyrir utan gluggann minn, en er svo svakalega snögg að það hefur enn ekki tekist að ná mynd af honum. Ég las í bókinni sem Monika lánaði mér að hægt væri að lokka þá með sykurblöndu, svo ég tók mig til og sauð þennan svaka sykurseið og setti á disk fyrir utan verandadyrnar. Átti auðvitað vona á að Doktorsfuglarnir flykktust að, en það eina sem sótti í var kakkalakkabarn sem lá drukknað í sykurleginum! Svo ekki var það nein lukka!


Þessi mynd er "lánuð" frá internetinu, bara svo þið sjáið að það er full ástæða til að reyna að fá sína eigin mynd af þessu "bjútýi"!! Mínir fuglar eru þó ekki alveg svona á litinn, meira blátt og fjólublátt í þeim, sumsé mun fallegri! En stélið er svona, svakalega langt og svo hreyfast vængirnir svo hratt að maður sér þá ekki. Svo ég held áfram að reyna, kannske ætti ég að hafa sterkari blöndu? kannske setja smá rom útí?!!


Fer í kvöld að hitta "hinar konurnar", förum stundum saman út og borðum, ætlum á Húsbáta-grillið´til einhenta kokksins í kvöld. Vona bara að Humusinn sé kominn aftur á matseðilinn! KNUS til ykkar allra.

Comments:
hæ,hæ. Ég vildi að kominn væri smá af þessum hita hjá þér, hér er um 11 stig. Er búin að mála í dag. Parketið er komið vel af stað og á að klárast á morgunn. Knus frá mér. Hafdís.
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?