fimmtudagur, júní 22, 2006

Stundum gerast hlutirnir bara "overaskende" hratt! Poul verkstæðisformaður og "allt mulig mann" kom í heimsókn í gær og hann var ekki lengi að redda grillinu! Þetta er maður sem lagfærir olíupumpur með kókdós ef hann hefur ekki réttu varahlutina, svo h0num þótti vandamálið með grillið mitt lítið og léttvægt! Á stuttum tíma var hann búinn að mixa grindina þanning að hún virkar betur en nokkur ný hefði gert, kom með gasdúnk og skipti bara um tengingu svo kútuinn pasar við grillið. BINGÓ, grillið virkaði fullkomlega og kvöldmaturinn á Taylor Road vargrillaðar svínakótelettur! Svona menn eru náttúrulega gulls ígildi, og stelpur; hann er á lausu!!

Á þvottaverandanum er ég búin að setja í gang heilmikla kryddjurtaræktun. Hér er ekki hægt að fá fersk krydd, stundum er reyndar Thymian fáanlegt, en það er flutt yfir langan veg og er oftast orðið fremur lasburða þegr það er komið í búðirnar. Ég tók með mér fræ frá Danmörku og ætla að sjá hvernir fer. Þetta hlýtur að geta gengið, loftslagið er núna eins og í gróðurhúsi, heitt og rakt! Vivet hló mikið að þessu uppátæki mínu, segist aldrei nota krydd! Kannske enda ég bara á grænmetismarkaðinum með kryddjurtir!
Hafið góðan dag elskurnar/KNUS
Comments:
til hamingju með grillið ;) við fengum akkúrat grillaðan mat hérna heima, pabbi tók sig til og anna, árni, hafdís og nonni og bjarney komu öll í mat og við (pabbi og hafdís) grilluðum af stakri snilld ;)
Skrifa ummæli