miðvikudagur, júní 21, 2006

Var ég búin að segja ykkur frá löngun minni í gasgrill? Slík fyrirbæri eru nú ekki í hvers manns eigu hér og standa ekki tugunum saman utan við allar bensínstöðvar og matvöruverslanir eins og á Íslandi! Við vorum búin að spyrjast fyrir um hvar hægt væri að fá grill, en flestir hristu bara höfuðið spyrjandi á svip. "Fólk tekur það með yfir hafið" (lesist: frá Ameríku!) var besta boð sem við fengum. Í síðustu viku hófum við svo fyrir alvöru leitin, sem að lokum bar árangur; við fundum verslun sem átti gasgrill! Meira að segja tvö! Við fórum alsæl heim með kassann og fundum grillbragðið í munninum! Samsetningamaðurinn minn (litli rafvirkinn) kom svo í gær og hófst handa. Hann hafði aldrei séð gasgrill áður, en eftir 3 tíma og miklar spegúlasjónir stóð (nánast) tilbúið grill á stofugólfinu hjá mér. Að vísu vantaði eina grindina, en það yrði ekkert mál, hélt ég. Ég færi bara í búðina og fengi grind. En svo létt skyldi það ekki vera, þetta varð náttúrulega stórmál. Í öllum verslunum er rosalega mikið eftirlit, oft er vopnaður vörður við dyrnar. Flest smávara er afgreidd yfir borð og þegar maður hefur fengið það sem maður ætlar að kaupa, fer starfsmannsekja með vöruna fram að kassa, þar sem allt er tékkað áður en borgað er. Við erum jú vön að ganga svo beint út með borgaða vöruna, en ekki hérna. Fyrst þarf að ganga fyrir enn eina tékkmanneskjuna (er oftast kvenmaður) sem skoðar í alla poka og ber saman við nótuna. Ef allt er til staðar, og ekkert umfram það, kvittar hún fyrir hvert atriði, stimplar og undirskrifar. Nú má ganga að útidyrunum. Þar stendur vörður sem skoðar nótuna gaumgæfilega og ef hann sér ekkert athugavert, GATAR hann nótuna og opnar kurteislega fyrir manni dyrnar! Síðan er manni fylgt með vörurnar út í bíl. Verslunarferðinni er það með lokið, og Guð hjálpi manni ef maður uppgötvar á leiðinni út í bíl að maður gleymdi að kaupa eitthvað! Þessi procedur tekur slíkan tíma, að maður nennir ekki að fara inn aftur! Þetta er misslæmt, en í "grillbúðinni" var þetta rosalegt. Eftir tvo tíma og innblöndum óskplega margra starfsmanna, fór ég löðusveitt út; með grind! Það sýndi sig svo þegar heima kom að grindin passaði ekki, en ég læt mér ekki detta til hugar að reyna aftur! Að við höfum ekki enn fundið gaskút sem passar; það er önnur saga - og annað vandamál! Kannske verður við að fara "yfir hafið" til að fá hann! En þetta hlítur að enda með að við fáum grilmat á Taylor Road! Hafið góðan dag elskurnar.
Comments:
Skrifa ummæli