.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Í dag eru allavega tveir sem hoppa inn í nýtt ár; Guðbjörg mín sem verður 26 ára og heldur upp á daginn með Kötju í Reykjavík. Þær stöllur eru reyndar búnar að vera "orfurtúrestar" á Íslandi um tíma. Til hamingju með daginn elskuleg! Og svo er það hann Bjarki Örn Arason sem loksins er orðinn 4 ára. Það sem hann er búinn að bíða eftir þessu! Hann og Álasundsfjölskyldan eru á Mallorka og Ari sagðist ekki ætla að segja honum að hann ætti afmæli, það vær búið að halda upp á daginn tvisvar heima, hann væri búinn að vera fjögurra ára í heilan mánuð og ef hann fattaði hvaða dagur væri mundi hann vilja fá afmælistertu og fullt af blöðrum! Það eru önnur tímamót nýafstaðin, við Sigfús áttum 1 árs brúðkaupsafmæli í fyrradag, hugsið ykkur bara! Við vorum búin að fá lánað hús við Mammee Bay, rétt hjá Ochio Rio, og það var sko ekki bara "eitthvað hús"! Nei, ónei, þetta var sumarvillan sem Lis Taylor og Richard Burton létu byggja fyrir margt löngu og dvöldu víst oft þarna. Þetta er svona svolítið "gamaldags lúksus" en svakalega flott oh hefur verið vel í lagt. Það eru 4 herbergiseiningar, allar með baði og búningsherbergi og hægt að ganga beint út að sundlauginni sem nær alveg niður að einkaströndinni fyrir neðan.
Húsið er fullt af fstórkostlegum listaverkum og fallegum virðulegum húsgögnum, m.a. þessum antik höðfingja bekkenstól! Ekki veit ég hvort Lis hefur notað hann, en allavega stendur hann inn í herberginu sem við notuðum og sem ég var 100% viss um að hafi verið uppáhaldshebergið hennar Lis! Miss Kathrin sér um húsið með aðstoð Mr. lenu og Mr. King! Svo sá ég einn í viðbót sem gerði ekkert annað en að raka sandinn á ströndinni!
Afslöppunin var algjör, syntum og lásum (ekki um demens!) og nutum veðurs og umhverfis. Þó brugðum við okkur upp í fjöllin um kvöldið, þekktum lítinn og huggulegann veitingastað þar sem við vorum fyrir löngu búin að ákveða að borða á þennan dag. Það vildi nú ekki betur til en svo, að eldavélin þeirra var ónýt og þeir gátu bara búið til forréttina! En það var OK, borðuðum bara nokkra forrétti og drukkum þeirra fræga rompunch! Fengum frænda Mr. King til að keyra okkur fram og til baka, svo það var hægt að drekka helling af rommi!




'Eg sá alveg fyrir mér hvernig Lis og Richard hafa flatmagað við sundlaugina og auðvitað með kampavín eins og ég! Þarna í nágrenninu er fullt af villum sem eru leigðar út til styttri tíma, margar hverjar alveg niður við ströndina eins og þetta hús. Miklu skemmtilegra en að vera á hóteli! Svo var náttúrulega voða gaman að vera í þessu fræga húsi, sofa í rúminu hennar Lis Taylor og fíla sig eins og algjör "bubbi"!!!
Þegar við komum heim var rafmagnslaust og rosalega heitt inni, engin leið að setja kælinguna á! Það er oft rafmagnslaust þessa dagana, sjálfsagt hefur það eitthvað að gera með árstíðina. Öllu verra er þegar vatnið fer algjörlega "uforvarende", það er vont að vera án vatns lengi!




Mátti til með að skella þessarri mynd með, tók hana rétt hjá Mammee Bay þar sem við stoppuðum. Það var svo ofboðslega fallegt þarna og þvílíkir litir.
Er þetta ekki eins og besta póstkort?

Annars er allt fínt frá Mobay, það er einhver músíkhátíð í bænum, mig hálflangar nú að fara og hlusta á eitthvað. Sé til þegar líður á vikuna, ef "Tommi boy" verður skikkanlega þægilegur við mig restina af vikunni hef ég kannske smá afgangsorku til að fara á útitónleika!
Heyrumst, KNUS

Comments:
Rosalega er fallegt þarna og notalegt umhverfi og greinilega svo rólegt! Voru ekki önnur hús nálægt? Til hamingju með Guðbjörgu og Bjarka:)
 
Takk kæri "anonymous"! Auðvitað hefur Lis passað upp á að ljósmyndararnir kæmust ekki nálægt! en það voru villur meðfram ströndinni, allar með einkaströnd. En núna gengur fólk þarna framhjá, enda ekkert spennandi að sjá lengur - nema við Sigfús!
 
gleymdi ég að setja nafnið mitt við? Hafdís.
 
var nærri viss um að þetta væri frá þér mín kæra!
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?