fimmtudagur, júlí 20, 2006

Barry bankaði á gluggann áðan, erindið var að sýna mér býflugnabú sem hann hafði rekist á (í orðsins fyllstu, hann var allur útstunginn greyið!). Bæði honum og Vivet er mikið í mun að kenna mér og sýna hvað ég eigi að passa mig á, en líka ýmislegt gott, eins og hinir og þessir skrítnir ávextir. Þau eru voða góð við mig. Barry sagði mér svona í leiðinni að hann væri farinn að safna svo hann gæti keypt af mér bílinn þegar ég fer frá Jamaica. Og hann hefur ekki einu sinni bílpróf!
Fjölbýlistréð er farið að fölna og ekki bara af undangengnu stressi. Hvað haldið þið, þeir brenndu ræturnar með logsuðtæki og svo á það bara að veslast upp og deyja. Svíðingar, níðingar og fúlmenni (þurfti nú að skoða samheitaorðabókina til að finna nógu sterk orð!) sem þessir þrjótar eru! Ég er alveg miður mín yfir þessu, hef áhyggjur af fuglunum. En eins og miss Monika sagði, þá eru fleiri tré á Jamaica! Ég veit það vel, það er ekki eins og þetta sé síðasta tréð sem hægt er að verpa í - en samt!!!
Comments:
þetta virðist vera mjög vel gert hjá innrammaranum, og handunnir rammar! það fæst ekki hér á Íslandi fyrir 1000 kr.
Hafdís.
Skrifa ummæli
Hafdís.