fimmtudagur, júlí 06, 2006
Eitt af því sem ég ætlaði að gera á Jamaica car að æfa mig í að tala enskuna sem ég hef ekki mikið notað hingað til. Er auðvitað svona vel mellufær, en það er ekki alltaf nóg! Á flestum stöðum er eftirsóknarvert að ná að "tala eins og innfædd" en það er ekki alveg það sem ég var að sækjast eftir! Það hefur reyndar komið í ljós að ég klára mig ágætlega, en þar sem viðræðuaðilar mínir eru fyrst og Barry, Vivet og nágrannarnir má búast við að hreimurinn verði "jamaicanskur" hjá mér. Reyndar las ég á Moggasíðunni um konu nokkra í norð-austur Englandi sem fékk "Jamaíku-hreim"
eftir heilablóðfall!
"Lynda nokkur Walker, kona ein sem talað hefur með svokölluðum Geordie-hreim alla ævi, þ.e. hreim þeirra sem eru frá ákveðnu svæði í norðaustur-Englandi, fékk heilablóðfall og talar nú með Jamaíku-hreim. Walker þjáist af heilkennum sem kennd eru við erlendan hreim (e. Foreign accent syndrome)en talaði alla sína ævi með Geordie-hreim, í 60 ár".
Og ekki lýgur Mogginn frekar en fyrri daginn!
En þetta er náttúrulega ráð ef maður nær ekki hreim á einhverri útlensku, maður segir bara að maður sé með "Foreign accent syndrome"!!
En hvað um það, þetta er hún Caroline, konan hans Jimmy sem er einn af verkfræðingunum hjá Pihl. Þau eru bæði Bretar og tala þessa líka fallegu ensku! Nú er ég búin að semja við Caroline um að hún kemur til mín einu sinni í viku og við tölum "fallega ensku" saman! Fínt fyrir okkur báðar, hún hefur enga vinnu hérna og þau eru barnlaus svo hún hefur góðan tíma aflögu og ég þjálfast í enskunni. En það er eitt gott við jamaicönskuna mína; ég á miklu auðveldara með að skilja Barry en Sigfús hefur!
Verð rétt að bæta við fregnum af ófrísku stúlkunni frá í gær; hún er komin heim af spítalanum, blá og marin, en óbrotin og barnið hreyfði sig í morgun. En haldiði að stúlkan hafi kært kærastann? Nei, ó nei, þrátt fyrir pressu frá löggunni vildi hún ekki gera það, en sagði við lögguna: "en þið megið alveg skamma hann"!!! Það dugar líklega skammt! KNUS

"Lynda nokkur Walker, kona ein sem talað hefur með svokölluðum Geordie-hreim alla ævi, þ.e. hreim þeirra sem eru frá ákveðnu svæði í norðaustur-Englandi, fékk heilablóðfall og talar nú með Jamaíku-hreim. Walker þjáist af heilkennum sem kennd eru við erlendan hreim (e. Foreign accent syndrome)en talaði alla sína ævi með Geordie-hreim, í 60 ár".
Og ekki lýgur Mogginn frekar en fyrri daginn!
En þetta er náttúrulega ráð ef maður nær ekki hreim á einhverri útlensku, maður segir bara að maður sé með "Foreign accent syndrome"!!
En hvað um það, þetta er hún Caroline, konan hans Jimmy sem er einn af verkfræðingunum hjá Pihl. Þau eru bæði Bretar og tala þessa líka fallegu ensku! Nú er ég búin að semja við Caroline um að hún kemur til mín einu sinni í viku og við tölum "fallega ensku" saman! Fínt fyrir okkur báðar, hún hefur enga vinnu hérna og þau eru barnlaus svo hún hefur góðan tíma aflögu og ég þjálfast í enskunni. En það er eitt gott við jamaicönskuna mína; ég á miklu auðveldara með að skilja Barry en Sigfús hefur!
Verð rétt að bæta við fregnum af ófrísku stúlkunni frá í gær; hún er komin heim af spítalanum, blá og marin, en óbrotin og barnið hreyfði sig í morgun. En haldiði að stúlkan hafi kært kærastann? Nei, ó nei, þrátt fyrir pressu frá löggunni vildi hún ekki gera það, en sagði við lögguna: "en þið megið alveg skamma hann"!!! Það dugar líklega skammt! KNUS
Comments:
Skrifa ummæli