þriðjudagur, júlí 11, 2006

Eldsnemma í morgun bankaði Barry á verandadyrnar, hann var aðf æra mér gjöf. Þetta voru tvær risastórar kókoshnetur "jellycoconut" eins og hann sagði, en þá eru hneturnar ungar og með vökvanum í. Seinna þorna þær, vökvinn fer út í kjötið og úr því er svo m.a. búið til kókosolía og kókosduft. En hnetuna frá Barry átti að drekka! Hann réðst til atlögu með stóru sveðjunni sinni, fyrst sneiddi hann lítið stykki ofanaf, það átti síðar að nota sem skeið til að borða kjötið með útskýrði hann. Aðfarirnar voru rosalegar, en greinilegt að þetta var ekki fyrsta "jel

En nú veit ég hvað þetta "Jelly" þýðir sem er skiltað með út um allt; það er auðvitað "jellycoconut" sem hægt er að kaupa! Hafið góðan dag elskurnar/KNUS
Comments:
Skrifa ummæli