.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

mánudagur, júlí 24, 2006


Enn er mikið talað um fellibyli og varnir gegn þeim. Þegar maður keyrir fram hjá þessum pálmalundi sem er hér skammt frá, skilur maður vel að íbúarnir séu smeykir, allavega þeir sem mmuna "stóra sorminn" sem fór yfir eyjuna 1988. Þessar spírur eru leifar af pálmalundi sem varð ílla úti þá, það hreinlega kubbuðust af topparnir af pálminum og svona spírur sér maður eins langt og augað eygir. Nokkrir litlir pálmar eru svo að vaxa upp innan um þetta. Furðulegt að sjá. Við Sigfús gerum okkar best í "viðbragðamálunum", erum komin með lager af vatni og risastór vaðstígvel heim í hús!
Barry vinur minn hefur verið rauðeygður síðustu dagana. Hann kom alveg miður sín til mín í síðustu viku og sagði mér að "konan hans pabba er dáin". Voða sorglegt auðvitað, en "konan hans pabba" var 96 ára svo það mátti nú fara að búast við þessu. Pabbinn er dáinn fyrir mörgum árum. "Konan" átti heima í litlu þorpi upp í fjöllunum , þar dó hún og þar á að jarða hana. Efir að hafa vottað Barry samúð mína spurði ég hvenær ætti að jarða og eftir svarinu var ég viss um að ég hefði misskilið eitthvað. Því Barry sagði: "Við ætlum að reyna að hafa gröfina tilbúna eftir 14 daga". Fjórtán daga, hugsaði ég; það er 30 stiga hiti og hún hefur örugglega ekki haft loftkælingu! En nú er ég (ofurvarlega) búin að spyrja nánar út í þetta og jarðarfararvenjur eru sko öðruvísi hér en þar sem ég þekki til! Barry sem "aðal" sonurinn hefur yfirumsjá með framkvæmdum. Allir menn í þorpinu hjálpa til við að taka gröfina og fóðra hana. Já fóðra hana; þeir steypa plötu í hliðar og botn grafarinnar og eðlilega tekur það sinn tíma! Konurnar í þorpinu undibúa veitingarnar (er ekki laveg búin að fá á hreint hvað verður boðið upp á), þannig að allir hjálpast að við þetta. En "konan" hvar er hún? Jú, Barry er búinn að leigja kælipláss fyrir hana, rándýrt pláss, en kalt og viðsættanlegt á meðan verið er að undirbúa allt heima fyrir. Barry sagðist ekki koma í vinnuna á morgun, "við verðum að reyna að flýta okkur" sagði hann, "það eru nefnilega daggjöld á kæliboxinu"! (Hann sagði BOX!!) Væri fróðlegt að fara að jarðarförinni, ætli það sé viðeigandi?

Comments:
Örugglega, ætti kannsi að athuga málið?
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?