laugardagur, júlí 22, 2006

Þá er búið að "gæsa" hana Caroline. Við fengum þennan bát alveg upp á ströndina og 8 kellur óðu upp á mið læri og klifu um borð. Það var glerbotn í bátnum svo við gátum fylgst með neðansjáfarlífinu á meðan við sigldum meðfram ströndinni. Það er grunnt langt út og mikið að sjá. Við stöppuðum einu sinni, nokkrar fóru í sjóinn og "snorkluðu", hinar sátu og sötruðu kampavín og spjölluðu við kapteininn á meðan. Hásetinn synti og kafaði og kom með hin og þessi dýr til að sýna okkur. Skrítið að koma við lifandi ígulker! Og sjá hvernig þessir litlu hörðu angar hreyfðust.


Ég man eftir ígulkerunum heima á Dalvík, þau voru allta rauðleit, hérna eru þá snjóhvít! Stóru sníglarnir eru utanum conchfiskinn, sem er einn af jamaikönskum "deligatessum" hægt að fá þennan fisk á marga vegu; í súpu, grillaðann, djúpsteiktann, í bollum og fleira. Kuðunginn er svo hægt að kaupa allstaðar meðfram vegunum. Hef ekki tékkað á hvað þeir kosta, margir eru voða fallegir. Kannske er þarna komin jólagjöfin í ár! Conchkuðungur á línuna!!Eftir tveggja tíma útiveru sigldum við upp á ströndina og "strákarnir" tóku þar á móti okkur með köldum bjór. Því miður er ég ekki enn búin að læra að drekka bjórinn! Þetta var voða gaman og brosið fór ekki af Caroline. Svo verður brúðkaupið þeirra um næstu helgi á litlu rómantísku hóteli á suðurströndinni. En ég er að fá einhvern "skít" í mig, það er hrollur í mér og ég er hálftussuleg. Það er nú eitthvað að þegar manni er kalt í 28 stiga hita!
Comments:
Skrifa ummæli