.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

föstudagur, júlí 07, 2006

Þetta er búið að vera hálftættur dagur, klukkan að verða 4 og ég hef hvorki komist á bandið eða í sund! Enda er ég að verða hálftussuleg! Ég þurfti að vera komin inn á "site" (sem eru aðalstöðvar vinnusvæðisins) kl. 7 því það átti að taka af mér mynd fyrir ID-kort. Ég er enn í minni gömlu stundvísi og var auðvitað komin kl. 7 eins og sagt var, gerði ekki ráð fyrir Jamaicatímanum sem í þessu tilfelli þýddi kl. 8! En það var svosum í lagi, ég hitti fullt af fólki og Per norðmaður sýndi mér rannsóknarstofuna þeirra og svaraði mörgum spurningum hjá mér sem ég vissi ekki að ég ætti að spyrja um! Ekki datt mér í hug að þaðþyrfti að taka svona rosalega mörg sýni- úr GRJÓTI! Ég náði rétt heim áður en iðnaðarmennirnir, Chris og co. komu.Vandamálið vr að loftið á kontórnum hjá mér var smátt og smátt að koma niður í hausinn á mér, bæði ég og Vivet sópum og sópum, en þetta sem þeir kalla "popkorn" hérna hélt áfram að losna. Það varða að gera eitthvað í þessu og þessvegna mætti Cris með félögum og hófst handa við að skrapa, hinir fylgdust með! Ég var búin að undirbúa mig fyrir mikið ryk, hávaða og skít, en þvílíkir snyrtipinnar! Íslenskir og danskir iðnaðarmenn gætu lært mikið af honum Cris! Auðvitað þurfti ég að fara út með mest af mínu dóti, en ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af umgengninni þarna inni, Chris skrapaði varlega popkornið af loftinu ofaní gamalt rúgbrauðsform og það koma varla korn á gólfið sem annrs var búið að þekja með svakalega þykku plasti!

Eftirskröpunina lét hann svo lærlingana sína um, og á meðan ég sat við eldhúsborðið með allt mitt, puðuðu drengirnir inni á kontór, með lokaða hurð og glugga, og slökkt á loftkælingunni! Eftir 4 tíma bankaði ég á dyrnar, var alveg hætt að lítast á, heyrði ekkert hljóð og var farin að halda að þeir væru steindauðir úr hita þarna inni. Vivet ætlaði að kafna úr hlátri yfir áhyggjum mínum sem sýndu sig líka vera óþarfar. Þeir voru reyndar búnir með allt vatnið og kókið sem ég lét inn til þeirra, en það sást ekki á þeim svitadroði. Og allt svona snyrtilegt og fínt. Svo koma þeir á morgun og mála loftið. Þegar þeir voru farnir laumaðist ég með hitamæli inn og þegar ég sótti hann 15 mín. seinna sýndi hann 43 gráður! Þetta var rétt hjá Vivet, fólk hérna er vantað vinna í hita!!En nú fer ég og tek mér eftirmiddags sundsprett! Hafið það gott elskurnar, KNUS


Comments: Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?