fimmtudagur, júlí 13, 2006

Þetta er hann Tristan, sonur Vivet. Ofboðslega langur, renglulegur, vinalegur og feiminn 13 ára strákur sem fannst mikið til koma að mömmu hans var keyrt heim í splúnkunýjum bíl! Ég er lengi búin að reyna að finna innrammara hér í MoBay, keypti nokkrar eftirprentanir í Kingston fyrir löngu síðan og hef ekki komið þeim upp vegna rammaleysis. Búin margoft að tala um þetta við Vivet, en það var fyrst í dag sem hún upplýsti mig um, að í götunni hennar væri húsgagnasmiður sem líka smíðaði ramma. Svo við renndum okkur þangað og á móti okkur tók rosalega svartur maður (fólkið er svo undarlega missvart) og jú, hann taldi sig geta smíðað ramma eins og ég vildi. Það verður fróðlegt að sjá eftir viku hvernig þetta verður, ef rammarnir verða af sama gæðaflokki og hreysið sem hann býr í, þá gef ég ekki mikið fyrir þá! Mér þótti einna verst að það rann svo af manninum svitinn, hreinlega í lækjum. Og þetta eru svolítið fínar myndir sem ég skildi eftir hjá honum. En þetta er ábyggilega þess virði að láta reyna á. Á örugglega eftir að skella mynd af honum hér inn seinna! KNUS
Comments:
Skrifa ummæli