.comment-link {margin-left:.6em;} <$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, júlí 26, 2006

Ég vaknaði í nótt við þessi svakalegu veðurlæti (þeir sem hafa sofið nálægt mér vita að það þarf þó nokkuð til að ég rumski þegar ég á annað borð er sofnuð!), reginð lamdi húsið og það hvein og söng í öllu. Mér fannst ég heyra svo mikinn vatnsnið frá neðri hæðinni svo ég læddist niður. Verð nú að segja að þetta var áhrifamikil sjón, heimkeyrslan var eins og árfarvegur, vatnið fossaði út úr afrennslisrörunum frá þakinu og frá loftinu í forstofunni veltist hreinlega foss niður á gólfið. Hvaðan kemur svona mikið vatn? "Dýrið" í forstofunni skrækti og flautaði, örugglega af hræðslu. "Dýrið" já, hef ég sagt ykkur frá því? Fyrir ca. mánuði fórum við að heyra hvellt blístur frá forstofunni. Þetta er "síkaða" sagði Sigfús, líkist engisprettu, þær lifa í nokkra daga. Dýrið virtist hafa komið sér fyrir upp undir loftinu og ekki nokkur leið að koma auga á það. Um leið og fór að skyggja byrjaði það að skrækja og blístra og stoppaði ekki augnablik. Ekkert heyrðist í þesu á daginn, svaf greinilega og safnaði kröftum fyrir kvöldskrækina. Nå, við áttum von á að þetta gengi yfir, svona dýr lifa ekki svo lengi, heldum við. En það var nú eitthvað annað, dýrið skrækir og blístrar enn, hefur frekar sótt í sig veðrið ef eitthvað er. Palla er löngu búin að gefast upp og er flutt að heiman, enda er ekki hægt að búa við svona læti allar nætur! Ég gleymi þessu á daginn því þá eins og ég segi, sefur dýrið, en í gær orðaði ég þetta við Barry, hann sagði að svona "krikker" eins og hann kallaði það, gæti lifað endalaust! Huggulegt eða hitt þó heldur! Svo nú ætlar Barry að klifra þarna upp með eiturbaukinn ógurlega og freista þess að finna dýrið. Vona bara að það takist og að Palla komi aftur heim. Sakna hennar hálfpartinn!
Í dag ætla ég á hárgreiðslustofu, verður spennandi að sjá hvernig það tekst! Kannski kem ég heim með fléttur eða rastahár!! Hafið góðan dag elskurnar, KNUS

Comments:
en þú gleymdir að klára söguna um það hvaðan vatnið í forstofunni kom
 
Skrifa ummæli


This page is powered by Blogger. Isn't yours?