sunnudagur, júlí 16, 2006

Þið hafið örugglega alldrei séð harðfisk borinn svona fram, skreyttann með salatblaði, tómati og blómi á toppnum! En þetta átti vestfirski harðfiskurinn eftir! Enda var hann ekki í slóðalegum félagsskap, með hákarli langferðafélaga sínum, nýbökuðu raugbrauði, danskri síld, sænskum surströmming með "tilbehör"; þunnbrauð og hvað eina, Jansons frestelse, að ógleymdum söpsunum: íslenskt brennivín, danskur jólasnaps og sænskir "nubbar"!
Snemma í vor, ákváðum við nokkur að hafa norrænt "deligatess-át" þegar líða færi á sumarið og fólk væri búið að fara til heimalanda sinna og safna vistum. Þetta gekk eftir, við Sigfús vorum búin að draga með okkur hákarl og harðfisk yfir hálfann hnöttinn, Peter sótti súrströmming til Svíþjóðar og Lars kom með síld frá Danmörku. Richard (einhenti kokkurinn á Húsbátagrillinu)var svo hugaður að leggja veitingastaðinn sinn undir þessi ósköp, velvitandi að allavega lyktin af súrströmming væri ekki alveg það sem maður tengdi við góðann natsölustað!

Þarna sátum við svo í 30 stiga hita og nutum krásanna, íslendingar, danir, svíar og Per norðmaður sem lofaði að hafa "gamlan ost" frá Noregi næst þegar við gerðum þetta. Því öll vorum við sammála um að þetta yrði að endurtaka! Fólk var ótrúlega hugað, smakkaði á öllu og auðvitað voru undirtektir mismunandi! Strákarnir hans Peters sem eru hérna í heimsókn, 8 og 10 ára guttar, hökkuðu í sig harðfiskinn og stungu upp í lig einum og einum hákarlsbita með, það var eons og þeir væru á þorrablóti!! En það vildi hákarlinum til happs, að súrstömming lyktar mörgum sinnum meira - og verra- en hann!
Ég naut reynslu minnar frá stórmerkilegu súrströmmingsáti í Stokkholmi með Hafdísi og Nonna fyrir mörgum árum, ég vissi alveg hvernig átti að gera þetta! Og þótt lyktin sé ótrúlega slæm, er súrströmming góður, á sinn sérstaka hátt!
Sigfús skenkti Svarta dauða við mikla lykku viðstaddra, en þegar við fórum og ætluðum að taka tómu flöskuna með var hún horfin! Sjálfsagt er einhver úr þjónaliðinu flöskusafnari, allavega fannst hún ekki þrátt fyrir "ítarlega" leit þjónanna!
Við Sigfús erum að fara til Ochio Rio, erum búin að fá lánað hús sem Lis Taylor og Richard Burton byggðu sér sem sumarhús. Nú er það í eigu manns sem Sigfús þekkir. Verður spennandi að sjá hvernig skötuhjúin bjuggu! Heyrumst seinna, hafið góðann dag, KNUS
Comments:
hvernig væri að halda B inu og kalla bílinn Bubba? Ég hugsaði allavega Bobby strax og ég sá bílinn og sá síðan að sá sem keyrði hann hét Bobby, þannig að afhverju ekki bara að færa þetta yfir á íslenskuna ;) en hann er allavega gullfallegur (bíllinn sko) og ég hlakka mikið til að sitja i honum :) mikið svakalega langar mig í harðfisk núna...
hæ elskuleg! Bubba segir þú? hvað með Bobba? er það asnalegt?svolítið´"billegt"? en hún verður náttúrulega bara á Jamaica, svo hún þarf ekkert að læra íslensku! en takk fyrir hugmyndina! KNUS
Skrifa ummæli