sunnudagur, júlí 09, 2006
Rólegur regnfylltur dagur á taylor Road. Var á fótum fyrir allar aldir og tókst nýverið að klára vikuplanið mitt í þýðingunni. Hann "Tommi" minn er svakalega snúinn, en rosalega skemmtilegur! Svo mér leiðist síður en svo með honum! Málardrengirnir kláruðu í gær að mála loftið á kontó
rnum, svo nú ætti loftið að hætta að hrynja ú huasinn á mér. Þeir voru reyndar fyndnir þessir málaramenn, svakalega kurteisir og þrifalegir, en vildu svo gjarna spjalla þegar þeir voru búnir! "Litli" málarinn sagði ekki mikið, hló bara að öllu, en "stóri" málarinn" fór á slíkt flugið í umræðunum að það nálgaðist atgang prestsins í kirkjunni um daginn! Umræðurnar snerust fyrst og fremst um gæsku mannkynsins, og vöntun á því sama. Honum fannst ég vera gott dæmi um hið fyrra, ekki góðu vanur hugsaði ég, því ég gerði lítið annað en gefa þeim kaffi og kók! En sá stóri var svo greinilega gagnkynhneigður og gerði ekkert til að leyna því. Þegar ég tók þessa mynd af þeim setti hann sig í stellingar, en var svo miður sín þegar hann sá myndina, hann hafði gleymt að taka af sér húfuna! Svo ég tók aðra af honum húfulausum, hann skríkti eins og unglingsstelpa þegar hann sá þá mynd! Ég sit enn við eldhúsborðið, mikil málningarlykt ennþá inni. Í gærkvöldi fórum við nokkur saman út að borða, tilefnið var að nýr skrifstofustjóri er að taka við á aðalskrifstofu Pihl í Kingston. Hún var í heimsókn hér í Mobay, sýna sig og sjá aðra. Leist voða vel á konuna. En staðurinn sem við fórum á, var á einu af minni "Resortsunum", voða huggulegur staður sem ég hlakka til að fara með gesti á! Nú er hætt að rigna, Sigfús er að jorfa á lokaleikinn í fótboltanum og ég ætla að demba mér í sund! KNUS

Comments:
Skrifa ummæli