miðvikudagur, júlí 26, 2006
Var að fá ábendingu frá henni Sigrúnu frænku minni um að ég hefði gleymt að segja hvaðan vatnið í forstofunni kom!
Jú, Sigrún mín, það fossaði ofan af þakinu, hafði rifið með sér brot úr þaksteinunum. Krafturinn var slíkur að það kom inn í forstofuna! En hvað finnst þér um "dýrið"!!
Þá er ég búin að prufa klippistofu í MoBay, kom heim með þennan fína drengjakoll og nýpússaðar neglur svona í leiðinni! Hún var býsna fagleg við þetta stúlkan, þó það hafi nú ekki verið alveg eins og hún Hjördís á Gammel Kongevej gerir það! Prísinn var cirka þriðjungur af dönsku/íslensku
verðlagi, sem er náttúrulega rándýrt miðað við hvað Jóna gaf fyrir klippingu niður í bæ!
Sú klipping kostaði 30 danskar krónur!
Á leiðinni heim mælti ég mér mót við Sigfús á "lokal" jerkstað sem er hér rétt hjá. Hef oft keyrt framhjá staðnum, en það er svo mikill reykur sem stígur upp að ég hef ekki fattað hvað þetta er! Þessi mynd er ekki svona hreyfð eða að linsan var skítug; það er svona svakalegur reykur allt um kring! Þarna standa þeir mitt í reyknum og grilla kjúkling, disk, svín og alls konar grænmeti. Og svo er þetta líka voða gott. Enda voða vinsæll staður. Stendur reyndar í vegi fyrir veginum hans Sigfúsar, þeir þurfa að flytja sig og eru að byggja annan skúr rétt hjá; "soon come"!!
Jú, Sigrún mín, það fossaði ofan af þakinu, hafði rifið með sér brot úr þaksteinunum. Krafturinn var slíkur að það kom inn í forstofuna! En hvað finnst þér um "dýrið"!!
Þá er ég búin að prufa klippistofu í MoBay, kom heim með þennan fína drengjakoll og nýpússaðar neglur svona í leiðinni! Hún var býsna fagleg við þetta stúlkan, þó það hafi nú ekki verið alveg eins og hún Hjördís á Gammel Kongevej gerir það! Prísinn var cirka þriðjungur af dönsku/íslensku

Sú klipping kostaði 30 danskar krónur!
Á leiðinni heim mælti ég mér mót við Sigfús á "lokal" jerkstað sem er hér rétt hjá. Hef oft keyrt framhjá staðnum, en það er svo mikill reykur sem stígur upp að ég hef ekki fattað hvað þetta er! Þessi mynd er ekki svona hreyfð eða að linsan var skítug; það er svona svakalegur reykur allt um kring! Þarna standa þeir mitt í reyknum og grilla kjúkling, disk, svín og alls konar grænmeti. Og svo er þetta líka voða gott. Enda voða vinsæll staður. Stendur reyndar í vegi fyrir veginum hans Sigfúsar, þeir þurfa að flytja sig og eru að byggja annan skúr rétt hjá; "soon come"!!
Comments:
ja, mér finnst það reyndar dálitið athyglisvert að það á ekki að lifa nema i nokkra daga en er búið að vera þarna í mánuð :/ eruð þið viss um að þetta sé sama dýrið?
Handviss! ég er eins og ´mömmurnar á fæðingadeildinni; ég þekki sko hljóðið í "mínu dýri"!!
Reyndar sagði Barry mér líka að svona dýr gæti lifað endalaust!!
Skrifa ummæli
Reyndar sagði Barry mér líka að svona dýr gæti lifað endalaust!!